Erlendir nemendur spenntir fyrir MA námi í myndlist 13. ágúst 2012 21:00 Hulda Stefánsdóttir er prófessor við myndlistardeild LHÍ. Í fyrsta sinn er nú hægt að stunda meistaranám við myndlist á Íslandi. fréttablaðið/stefán „Það hefur staðið lengi til að bjóða upp á meistaranám í myndlist við Listaháskólann og það verið í undirbúningi í fleiri, fleiri ár,“ segir Hulda Stefánsdóttir, prófessor við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Hún hefur haft umsjón með þróun MA náms við skólann, en í haust verður í fyrsta sinn boðið upp á meistaranám í hönnun og myndlist hér á landi. Átta nemendur fengu inngöngu í námið sem hefst í ágústlok og eru þrír þeirra af erlendu bergi brotnir. Að sögn Huldu hafa erlendir nemendur sýnt náminu mikinn áhuga og gildir það sama um BA námið við skólann. „Þetta er ótvíræð góð viðbót við myndlistarnám hér á landi og kemur sér vel fyrir þá nemendur sem eiga þess ekki kost að fara út í framhaldsnám. Við finnum þó ekki síst fyrir miklum áhuga erlendis frá og það kemur manni á óvart því við vissum ekki við hverju mætti búast þegar hafist var handa við þróun námsins.“ Hulda vonar að þessi viðbót við námið muni setja sinn svip á listasenuna á Íslandi og segir skólann nú betur nýta tækifærin sem hér eru í boði. „Ísland þykir spennandi staður að heimsækja og við höfum því átt auðvelt með að fá til okkar flott fagfólk að utan og getum nú nýtt þeirra þekkingu betur. Námið felur einnig í sér þátttöku á starfsvettvangi lista og nemendum býðst þannig tækifæri til sérhæfingar í tengslum við ýmis svið samfélagsins sem og verkefni,“ segir hún að lokum. -sm Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
„Það hefur staðið lengi til að bjóða upp á meistaranám í myndlist við Listaháskólann og það verið í undirbúningi í fleiri, fleiri ár,“ segir Hulda Stefánsdóttir, prófessor við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Hún hefur haft umsjón með þróun MA náms við skólann, en í haust verður í fyrsta sinn boðið upp á meistaranám í hönnun og myndlist hér á landi. Átta nemendur fengu inngöngu í námið sem hefst í ágústlok og eru þrír þeirra af erlendu bergi brotnir. Að sögn Huldu hafa erlendir nemendur sýnt náminu mikinn áhuga og gildir það sama um BA námið við skólann. „Þetta er ótvíræð góð viðbót við myndlistarnám hér á landi og kemur sér vel fyrir þá nemendur sem eiga þess ekki kost að fara út í framhaldsnám. Við finnum þó ekki síst fyrir miklum áhuga erlendis frá og það kemur manni á óvart því við vissum ekki við hverju mætti búast þegar hafist var handa við þróun námsins.“ Hulda vonar að þessi viðbót við námið muni setja sinn svip á listasenuna á Íslandi og segir skólann nú betur nýta tækifærin sem hér eru í boði. „Ísland þykir spennandi staður að heimsækja og við höfum því átt auðvelt með að fá til okkar flott fagfólk að utan og getum nú nýtt þeirra þekkingu betur. Námið felur einnig í sér þátttöku á starfsvettvangi lista og nemendum býðst þannig tækifæri til sérhæfingar í tengslum við ýmis svið samfélagsins sem og verkefni,“ segir hún að lokum. -sm
Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira