Horfinn Silfursjóður! 16. janúar 2012 07:00 Öllum er væntanlega enn í fersku minni frábær árangur íslenska landsliðsins í handknattleik á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Þar vann íslenska liðið til silfurverðlauna og varð þar með fyrst liða á Íslandi til að vinna til verðlauna í hópíþróttum á Ólympíuleikum. Í kjölfar frábærs árangurs og glæsilegrar móttöku tugþúsunda Íslendinga í miðbæ Reykjavíkur á hetjum okkar var stofnaður sjóður á vegum Reykjavíkurborgar sem fékk það sjálfsagða heiti, Silfursjóður Reykjavíkurborgar. Hanna Birna Kristjánsdóttir sem þá var borgarstjóri tilkynnti að framlagið í Silfursjóðinn yrði 20 milljónir króna. Markmiðið með stofnun sjóðsins var að gera ungmennum kleift að kynnast handboltaíþróttinni fram að Ólympíuleikunum í Lundúnum 2012 meðal annars með því að hvetja reykvísk börn til handknattleiksiðkunar og almennrar íþróttaiðkunar. Einnig að miðla hugmyndafræði íslenska karlalandsliðsins í handknattleik og styrkja yngri landslið Íslands í sömu grein. Veita átti framlag úr sjóðnum, fimm milljónir króna á ári þangað til og yrði fyrirliði liðsins, Ólafur Stefánsson, verndari sjóðsins. Íþróttafélög, skólar o.fl. í Reykjavík áttu síðan að geta sótt um fjármagn úr sjóðnum árlega. Fyrstu tvö árin var veitt fé úr sjóðnum en þegar aðilar tengdir handknattleik hugðust sækja um í sjóðinn þriðja árið af fjórum var hann horfinn! Sjóðurinn hefur verið lagður niður eða réttara sagt sameinaður öðrum tveimur sjóðum, Forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar og Forvarnasjóði Reykjavíkurborgar, í einn nýjan sjóð: Forvarnasjóð Reykjavíkur. Þrátt fyrir göfug markmið í forvarnamálum Reykjavíkur og eflingu félagsauðs í úthlutunarreglum hins nýstofnaða sjóðs er þar engu að síður ekkert að finna sem samsvarar þeim úthlutunarreglum sem Silfursjóðurinn laut né nokkuð sem gerir sjóðnum kleift að uppfylla þær skyldur sem Silfursjóðurinn hafði. Hinn nýstofnaði sjóður getur því ekki úthlutað fjármagni til handknattleikshreyfingarinnar enda kom það á daginn að þegar Forvarnasjóðurinn úthlutaði sinni fyrstu úthlutun í lok síðasta árs var öllum umsóknum í sjóðinn tengdum handknattleik hafnað. Merkilegt það. Enn merkilegra er, að þegar borgarstjóri með erindisbréfi sínu í byrjun árs 2011 skipaði starfshóp sem hafði það hlutverk að yfirfara reglur um forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar var ekkert í því erindisbréfi sem kvað á um að Silfursjóðurinn ætti að vera með. Samt sem áður var tekin sú ákvörðun að sameina Silfursjóðinn, sem í voru tíu milljónir, við tvo forvarnasjóði án nokkurra skýringa né án nokkurs samráðs við handknattleiksforystuna í landinu. En merkilegast er þó, að ráðstöfunarfé hins nýstofnaða Forvarnasjóðs Reykjavíkur er nákvæmlega tíu milljónir! Tíu milljónir sem eftir voru í Silfursjóðnum, sjóðnum sem í dag er horfinn og var ætlaður til eflingar handknattleiks í kjölfar frábærs árangurs á Ólympíuleikunum í Peking. Tíu milljónir sem að óbreyttu handknattleiksíþróttin fær aldrei að njóta eins og til stóð. Það er með ólíkindum hvernig þessi sjóður hefur verið afgreiddur með einu pennastriki af núverandi meirihluta Besta flokks og Samfylkingar. Jón Gnarr og Dagur ættu að vera menn að meiri og standa við þau loforð sem stofnun Silfursjóðsins gaf fyrirheit um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Öllum er væntanlega enn í fersku minni frábær árangur íslenska landsliðsins í handknattleik á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Þar vann íslenska liðið til silfurverðlauna og varð þar með fyrst liða á Íslandi til að vinna til verðlauna í hópíþróttum á Ólympíuleikum. Í kjölfar frábærs árangurs og glæsilegrar móttöku tugþúsunda Íslendinga í miðbæ Reykjavíkur á hetjum okkar var stofnaður sjóður á vegum Reykjavíkurborgar sem fékk það sjálfsagða heiti, Silfursjóður Reykjavíkurborgar. Hanna Birna Kristjánsdóttir sem þá var borgarstjóri tilkynnti að framlagið í Silfursjóðinn yrði 20 milljónir króna. Markmiðið með stofnun sjóðsins var að gera ungmennum kleift að kynnast handboltaíþróttinni fram að Ólympíuleikunum í Lundúnum 2012 meðal annars með því að hvetja reykvísk börn til handknattleiksiðkunar og almennrar íþróttaiðkunar. Einnig að miðla hugmyndafræði íslenska karlalandsliðsins í handknattleik og styrkja yngri landslið Íslands í sömu grein. Veita átti framlag úr sjóðnum, fimm milljónir króna á ári þangað til og yrði fyrirliði liðsins, Ólafur Stefánsson, verndari sjóðsins. Íþróttafélög, skólar o.fl. í Reykjavík áttu síðan að geta sótt um fjármagn úr sjóðnum árlega. Fyrstu tvö árin var veitt fé úr sjóðnum en þegar aðilar tengdir handknattleik hugðust sækja um í sjóðinn þriðja árið af fjórum var hann horfinn! Sjóðurinn hefur verið lagður niður eða réttara sagt sameinaður öðrum tveimur sjóðum, Forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar og Forvarnasjóði Reykjavíkurborgar, í einn nýjan sjóð: Forvarnasjóð Reykjavíkur. Þrátt fyrir göfug markmið í forvarnamálum Reykjavíkur og eflingu félagsauðs í úthlutunarreglum hins nýstofnaða sjóðs er þar engu að síður ekkert að finna sem samsvarar þeim úthlutunarreglum sem Silfursjóðurinn laut né nokkuð sem gerir sjóðnum kleift að uppfylla þær skyldur sem Silfursjóðurinn hafði. Hinn nýstofnaði sjóður getur því ekki úthlutað fjármagni til handknattleikshreyfingarinnar enda kom það á daginn að þegar Forvarnasjóðurinn úthlutaði sinni fyrstu úthlutun í lok síðasta árs var öllum umsóknum í sjóðinn tengdum handknattleik hafnað. Merkilegt það. Enn merkilegra er, að þegar borgarstjóri með erindisbréfi sínu í byrjun árs 2011 skipaði starfshóp sem hafði það hlutverk að yfirfara reglur um forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar var ekkert í því erindisbréfi sem kvað á um að Silfursjóðurinn ætti að vera með. Samt sem áður var tekin sú ákvörðun að sameina Silfursjóðinn, sem í voru tíu milljónir, við tvo forvarnasjóði án nokkurra skýringa né án nokkurs samráðs við handknattleiksforystuna í landinu. En merkilegast er þó, að ráðstöfunarfé hins nýstofnaða Forvarnasjóðs Reykjavíkur er nákvæmlega tíu milljónir! Tíu milljónir sem eftir voru í Silfursjóðnum, sjóðnum sem í dag er horfinn og var ætlaður til eflingar handknattleiks í kjölfar frábærs árangurs á Ólympíuleikunum í Peking. Tíu milljónir sem að óbreyttu handknattleiksíþróttin fær aldrei að njóta eins og til stóð. Það er með ólíkindum hvernig þessi sjóður hefur verið afgreiddur með einu pennastriki af núverandi meirihluta Besta flokks og Samfylkingar. Jón Gnarr og Dagur ættu að vera menn að meiri og standa við þau loforð sem stofnun Silfursjóðsins gaf fyrirheit um.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar