Erlent

Bætir við sig marskálkstitli

Kona nokkur hefur sést í fylgd Kim Jong Uns við opinber tækifæri undanfarið, án þess að staða hennar hafi verið skýrð nánar.
Kona nokkur hefur sést í fylgd Kim Jong Uns við opinber tækifæri undanfarið, án þess að staða hennar hafi verið skýrð nánar. nordicphotos/AFP
Kim Jong Un, hinn ungi leiðtogi Norður-Kóreu, hefur tekið sér titilinn marskálkur, til viðbótar við titla sem hann ber fyrir: Formaður Verkamannaflokksins, formaður varnarmálanefndar ríkisins, formaður hermálanefndar flokksins og æðsti yfirmaður hersins auk þess sem hann á sæti í forsætisnefnd framkvæmdaráðs flokksins.

Með þessari titlasöfnun ásamt hrókeringum í yfirmannaliði hersins er Kim sagður styrkja stöðu sína. Hann hefur líka þótt duglegri við að halda ræður opinberlega en faðir hans, Kim Jong Il, sem lést síðastliðið haust.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×