Nýjar ógnir og ný úrræði í persónuvernd 17. október 2012 06:00 Persónuupplýsingar eru af fjölbreytilegum toga og í ólíku formi. Þær geta verið ljósmynd, tölvupóstfang, tölvupóstsamskipti, kennitala, IP-tala á einkatölvu manns, bankaupplýsingar, upplýsingar um heimsóknir manna á heimasíður á netinu, heilsufarssaga, lífkenni einstaklings og önnur persónuleg auðkenni. Öll þessi atriði og mörg fleiri falla undir einkalíf einstaklings sem nýtur verndar stjórnarskrárinnar ásamt fleiri grundvallarmannréttindum. Eftir því sem efni upplýsinga stendur nær persónu manns, tilfinningalífi og samskiptum við aðra, til dæmis ef þær varða stjórnmála- eða trúarskoðanir, heilsuhagi eða kynhegðun, þeim mun mikilvægari þáttur eru þær í einkalífi hans og njóta því sérstaklega ríkrar verndar sem viðkvæmar persónuupplýsingar. Markmið persónuverndar er að vernda þennan þátt í friðhelgi einkalífs borgaranna.Brot fyrirtækja utan landsteina Með aukinni tæknivæðingu skapast stöðugt fleiri möguleikar á að safna á kerfisbundinn hátt persónuupplýsingum um einstaklinga og nota þær í margvíslegum tilgangi, t.d. í markaðstilgangi, vísindarannsóknum á heilbrigðissviði eða í löggæsluskyni. Eigi persónuvernd að verða árangursrík þurfa stjórnvöld að grípa til sérstakra aðgerða, með lagasetningu eða öðrum hætti, halda uppi virku eftirliti og veita úrræði til þeirra sem telja réttindi sín á þessu sviði brotin. Ljóst er að hættan stafar ekki síður frá einstaklingum og einkafyrirtækjum en stofnunum ríkisins og í æ meiri mæli frá alþjóðlegum fyrirtækjum sem eru utan íslenskrar lögsögu. Nýjar ógnir skapast vegna örrar tækniþróunar í rafrænni vinnslu persónuupplýsinga og þær kalla á ný úrræði í lagasetningu og eftirliti á þessu sviði.Nýjar Evrópureglur um persónuvernd Hér á landi gilda lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Þau byggjast á reglum sem spretta úr samstarfi Evrópuríkja um efnið. Grunnurinn var lagður með samningi Evrópuráðsins frá 28. janúar 1981 um vernd einstaklinga varðandi vélræna vinnslu persónuupplýsinga. Mikilvægustu Evrópureglurnar eru nú í tilskipun Evrópusambandsins 95/46/EB um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálst flæði slíkra upplýsinga. Markmið þeirra er að sporna við söfnun, vinnslu og notkun persónuupplýsinga og setja skýr skilyrði bæði um tilgang og takmörk slíkrar vinnslu. Þá tryggja þær rétt einstaklinga til aðgangs að upplýsingum sem safnað er um þá enda forsenda þess að þeir geti leitað réttar síns. Sérstakri stofnun, Persónuvernd, er falið að hafa eftirlit með framkvæmd laga nr. 77/2000. Sambærilegar stofnanir starfa í öllum Evrópuríkjum. Nú stendur yfir allsherjarendurskoðun á reglum Evrópusambandsins um persónuvernd. Fyrirliggjandi eru tillögur að nýrri reglugerð um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og tilskipun um vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við varnir og rannsóknir á afbrotum. Stefnt er að grundvallarbreytingum á reglum um persónuvernd sem beinast m.a. að vinnslu persónuupplýsinga á netinu og rýmri reglum um lögsögu eftirlitsstofnana til að sinna eftirliti með fjölþjóðlegum fyrirtækjum og aðilum utan Evrópusambandsins. Þá verður komið á samræmdu eftirliti persónuverndarstofnana með framkvæmd Evrópureglna um efnið. Auk þess er leitast við að styrkja innanlandsstofnanir um persónuvernd og veita þeim frekari úrræði til að bregðast við brotum, m.a. heimildir til að leggja á sektir.Ráðstefna um persónuvernd Á ráðstefnu innanríkisráðuneytisins og Persónuverndar í samvinnu við Mannréttindastofnun og Lagadeild Háskóla Íslands sem haldin verður föstudaginn 19. október verður tekist á við ýmis krefjandi álitaefni um meðferð persónuupplýsinga, hættur sem steðja að friðhelgi einkalífs í nútímasamfélagi og ný úrræði til að takast á við þær. Þar flytja erindi innlendir og erlendir sérfræðingar og tekin verða fyrir nokkur sérsvið þar sem reynir mjög á persónuvernd. Þar á meðal eru margvísleg álitaefni sem Facebook-samskiptavefurinn vekur upp varðandi söfnun og meðferð persónuupplýsinga þeirra sem nota vefinn. Þá verður sjónum beint að meðferð persónuupplýsinga í heilbrigðiskerfinu og í rannsóknum lögreglu og hvernig þar vegast á réttindi einstaklinga og almannahagsmunir af vinnslu persónuupplýsinga. Ráðstefnan hefst kl. 13.15. í Hátíðasal Háskóla Íslands og er öllum opin. Nánari upplýsingar má sjá á personuvernd.is, hi.is og innanrikisraduneyti.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Persónuupplýsingar eru af fjölbreytilegum toga og í ólíku formi. Þær geta verið ljósmynd, tölvupóstfang, tölvupóstsamskipti, kennitala, IP-tala á einkatölvu manns, bankaupplýsingar, upplýsingar um heimsóknir manna á heimasíður á netinu, heilsufarssaga, lífkenni einstaklings og önnur persónuleg auðkenni. Öll þessi atriði og mörg fleiri falla undir einkalíf einstaklings sem nýtur verndar stjórnarskrárinnar ásamt fleiri grundvallarmannréttindum. Eftir því sem efni upplýsinga stendur nær persónu manns, tilfinningalífi og samskiptum við aðra, til dæmis ef þær varða stjórnmála- eða trúarskoðanir, heilsuhagi eða kynhegðun, þeim mun mikilvægari þáttur eru þær í einkalífi hans og njóta því sérstaklega ríkrar verndar sem viðkvæmar persónuupplýsingar. Markmið persónuverndar er að vernda þennan þátt í friðhelgi einkalífs borgaranna.Brot fyrirtækja utan landsteina Með aukinni tæknivæðingu skapast stöðugt fleiri möguleikar á að safna á kerfisbundinn hátt persónuupplýsingum um einstaklinga og nota þær í margvíslegum tilgangi, t.d. í markaðstilgangi, vísindarannsóknum á heilbrigðissviði eða í löggæsluskyni. Eigi persónuvernd að verða árangursrík þurfa stjórnvöld að grípa til sérstakra aðgerða, með lagasetningu eða öðrum hætti, halda uppi virku eftirliti og veita úrræði til þeirra sem telja réttindi sín á þessu sviði brotin. Ljóst er að hættan stafar ekki síður frá einstaklingum og einkafyrirtækjum en stofnunum ríkisins og í æ meiri mæli frá alþjóðlegum fyrirtækjum sem eru utan íslenskrar lögsögu. Nýjar ógnir skapast vegna örrar tækniþróunar í rafrænni vinnslu persónuupplýsinga og þær kalla á ný úrræði í lagasetningu og eftirliti á þessu sviði.Nýjar Evrópureglur um persónuvernd Hér á landi gilda lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Þau byggjast á reglum sem spretta úr samstarfi Evrópuríkja um efnið. Grunnurinn var lagður með samningi Evrópuráðsins frá 28. janúar 1981 um vernd einstaklinga varðandi vélræna vinnslu persónuupplýsinga. Mikilvægustu Evrópureglurnar eru nú í tilskipun Evrópusambandsins 95/46/EB um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálst flæði slíkra upplýsinga. Markmið þeirra er að sporna við söfnun, vinnslu og notkun persónuupplýsinga og setja skýr skilyrði bæði um tilgang og takmörk slíkrar vinnslu. Þá tryggja þær rétt einstaklinga til aðgangs að upplýsingum sem safnað er um þá enda forsenda þess að þeir geti leitað réttar síns. Sérstakri stofnun, Persónuvernd, er falið að hafa eftirlit með framkvæmd laga nr. 77/2000. Sambærilegar stofnanir starfa í öllum Evrópuríkjum. Nú stendur yfir allsherjarendurskoðun á reglum Evrópusambandsins um persónuvernd. Fyrirliggjandi eru tillögur að nýrri reglugerð um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og tilskipun um vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við varnir og rannsóknir á afbrotum. Stefnt er að grundvallarbreytingum á reglum um persónuvernd sem beinast m.a. að vinnslu persónuupplýsinga á netinu og rýmri reglum um lögsögu eftirlitsstofnana til að sinna eftirliti með fjölþjóðlegum fyrirtækjum og aðilum utan Evrópusambandsins. Þá verður komið á samræmdu eftirliti persónuverndarstofnana með framkvæmd Evrópureglna um efnið. Auk þess er leitast við að styrkja innanlandsstofnanir um persónuvernd og veita þeim frekari úrræði til að bregðast við brotum, m.a. heimildir til að leggja á sektir.Ráðstefna um persónuvernd Á ráðstefnu innanríkisráðuneytisins og Persónuverndar í samvinnu við Mannréttindastofnun og Lagadeild Háskóla Íslands sem haldin verður föstudaginn 19. október verður tekist á við ýmis krefjandi álitaefni um meðferð persónuupplýsinga, hættur sem steðja að friðhelgi einkalífs í nútímasamfélagi og ný úrræði til að takast á við þær. Þar flytja erindi innlendir og erlendir sérfræðingar og tekin verða fyrir nokkur sérsvið þar sem reynir mjög á persónuvernd. Þar á meðal eru margvísleg álitaefni sem Facebook-samskiptavefurinn vekur upp varðandi söfnun og meðferð persónuupplýsinga þeirra sem nota vefinn. Þá verður sjónum beint að meðferð persónuupplýsinga í heilbrigðiskerfinu og í rannsóknum lögreglu og hvernig þar vegast á réttindi einstaklinga og almannahagsmunir af vinnslu persónuupplýsinga. Ráðstefnan hefst kl. 13.15. í Hátíðasal Háskóla Íslands og er öllum opin. Nánari upplýsingar má sjá á personuvernd.is, hi.is og innanrikisraduneyti.is.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun