Nýjar ógnir og ný úrræði í persónuvernd 17. október 2012 06:00 Persónuupplýsingar eru af fjölbreytilegum toga og í ólíku formi. Þær geta verið ljósmynd, tölvupóstfang, tölvupóstsamskipti, kennitala, IP-tala á einkatölvu manns, bankaupplýsingar, upplýsingar um heimsóknir manna á heimasíður á netinu, heilsufarssaga, lífkenni einstaklings og önnur persónuleg auðkenni. Öll þessi atriði og mörg fleiri falla undir einkalíf einstaklings sem nýtur verndar stjórnarskrárinnar ásamt fleiri grundvallarmannréttindum. Eftir því sem efni upplýsinga stendur nær persónu manns, tilfinningalífi og samskiptum við aðra, til dæmis ef þær varða stjórnmála- eða trúarskoðanir, heilsuhagi eða kynhegðun, þeim mun mikilvægari þáttur eru þær í einkalífi hans og njóta því sérstaklega ríkrar verndar sem viðkvæmar persónuupplýsingar. Markmið persónuverndar er að vernda þennan þátt í friðhelgi einkalífs borgaranna.Brot fyrirtækja utan landsteina Með aukinni tæknivæðingu skapast stöðugt fleiri möguleikar á að safna á kerfisbundinn hátt persónuupplýsingum um einstaklinga og nota þær í margvíslegum tilgangi, t.d. í markaðstilgangi, vísindarannsóknum á heilbrigðissviði eða í löggæsluskyni. Eigi persónuvernd að verða árangursrík þurfa stjórnvöld að grípa til sérstakra aðgerða, með lagasetningu eða öðrum hætti, halda uppi virku eftirliti og veita úrræði til þeirra sem telja réttindi sín á þessu sviði brotin. Ljóst er að hættan stafar ekki síður frá einstaklingum og einkafyrirtækjum en stofnunum ríkisins og í æ meiri mæli frá alþjóðlegum fyrirtækjum sem eru utan íslenskrar lögsögu. Nýjar ógnir skapast vegna örrar tækniþróunar í rafrænni vinnslu persónuupplýsinga og þær kalla á ný úrræði í lagasetningu og eftirliti á þessu sviði.Nýjar Evrópureglur um persónuvernd Hér á landi gilda lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Þau byggjast á reglum sem spretta úr samstarfi Evrópuríkja um efnið. Grunnurinn var lagður með samningi Evrópuráðsins frá 28. janúar 1981 um vernd einstaklinga varðandi vélræna vinnslu persónuupplýsinga. Mikilvægustu Evrópureglurnar eru nú í tilskipun Evrópusambandsins 95/46/EB um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálst flæði slíkra upplýsinga. Markmið þeirra er að sporna við söfnun, vinnslu og notkun persónuupplýsinga og setja skýr skilyrði bæði um tilgang og takmörk slíkrar vinnslu. Þá tryggja þær rétt einstaklinga til aðgangs að upplýsingum sem safnað er um þá enda forsenda þess að þeir geti leitað réttar síns. Sérstakri stofnun, Persónuvernd, er falið að hafa eftirlit með framkvæmd laga nr. 77/2000. Sambærilegar stofnanir starfa í öllum Evrópuríkjum. Nú stendur yfir allsherjarendurskoðun á reglum Evrópusambandsins um persónuvernd. Fyrirliggjandi eru tillögur að nýrri reglugerð um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og tilskipun um vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við varnir og rannsóknir á afbrotum. Stefnt er að grundvallarbreytingum á reglum um persónuvernd sem beinast m.a. að vinnslu persónuupplýsinga á netinu og rýmri reglum um lögsögu eftirlitsstofnana til að sinna eftirliti með fjölþjóðlegum fyrirtækjum og aðilum utan Evrópusambandsins. Þá verður komið á samræmdu eftirliti persónuverndarstofnana með framkvæmd Evrópureglna um efnið. Auk þess er leitast við að styrkja innanlandsstofnanir um persónuvernd og veita þeim frekari úrræði til að bregðast við brotum, m.a. heimildir til að leggja á sektir.Ráðstefna um persónuvernd Á ráðstefnu innanríkisráðuneytisins og Persónuverndar í samvinnu við Mannréttindastofnun og Lagadeild Háskóla Íslands sem haldin verður föstudaginn 19. október verður tekist á við ýmis krefjandi álitaefni um meðferð persónuupplýsinga, hættur sem steðja að friðhelgi einkalífs í nútímasamfélagi og ný úrræði til að takast á við þær. Þar flytja erindi innlendir og erlendir sérfræðingar og tekin verða fyrir nokkur sérsvið þar sem reynir mjög á persónuvernd. Þar á meðal eru margvísleg álitaefni sem Facebook-samskiptavefurinn vekur upp varðandi söfnun og meðferð persónuupplýsinga þeirra sem nota vefinn. Þá verður sjónum beint að meðferð persónuupplýsinga í heilbrigðiskerfinu og í rannsóknum lögreglu og hvernig þar vegast á réttindi einstaklinga og almannahagsmunir af vinnslu persónuupplýsinga. Ráðstefnan hefst kl. 13.15. í Hátíðasal Háskóla Íslands og er öllum opin. Nánari upplýsingar má sjá á personuvernd.is, hi.is og innanrikisraduneyti.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Sjá meira
Persónuupplýsingar eru af fjölbreytilegum toga og í ólíku formi. Þær geta verið ljósmynd, tölvupóstfang, tölvupóstsamskipti, kennitala, IP-tala á einkatölvu manns, bankaupplýsingar, upplýsingar um heimsóknir manna á heimasíður á netinu, heilsufarssaga, lífkenni einstaklings og önnur persónuleg auðkenni. Öll þessi atriði og mörg fleiri falla undir einkalíf einstaklings sem nýtur verndar stjórnarskrárinnar ásamt fleiri grundvallarmannréttindum. Eftir því sem efni upplýsinga stendur nær persónu manns, tilfinningalífi og samskiptum við aðra, til dæmis ef þær varða stjórnmála- eða trúarskoðanir, heilsuhagi eða kynhegðun, þeim mun mikilvægari þáttur eru þær í einkalífi hans og njóta því sérstaklega ríkrar verndar sem viðkvæmar persónuupplýsingar. Markmið persónuverndar er að vernda þennan þátt í friðhelgi einkalífs borgaranna.Brot fyrirtækja utan landsteina Með aukinni tæknivæðingu skapast stöðugt fleiri möguleikar á að safna á kerfisbundinn hátt persónuupplýsingum um einstaklinga og nota þær í margvíslegum tilgangi, t.d. í markaðstilgangi, vísindarannsóknum á heilbrigðissviði eða í löggæsluskyni. Eigi persónuvernd að verða árangursrík þurfa stjórnvöld að grípa til sérstakra aðgerða, með lagasetningu eða öðrum hætti, halda uppi virku eftirliti og veita úrræði til þeirra sem telja réttindi sín á þessu sviði brotin. Ljóst er að hættan stafar ekki síður frá einstaklingum og einkafyrirtækjum en stofnunum ríkisins og í æ meiri mæli frá alþjóðlegum fyrirtækjum sem eru utan íslenskrar lögsögu. Nýjar ógnir skapast vegna örrar tækniþróunar í rafrænni vinnslu persónuupplýsinga og þær kalla á ný úrræði í lagasetningu og eftirliti á þessu sviði.Nýjar Evrópureglur um persónuvernd Hér á landi gilda lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Þau byggjast á reglum sem spretta úr samstarfi Evrópuríkja um efnið. Grunnurinn var lagður með samningi Evrópuráðsins frá 28. janúar 1981 um vernd einstaklinga varðandi vélræna vinnslu persónuupplýsinga. Mikilvægustu Evrópureglurnar eru nú í tilskipun Evrópusambandsins 95/46/EB um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálst flæði slíkra upplýsinga. Markmið þeirra er að sporna við söfnun, vinnslu og notkun persónuupplýsinga og setja skýr skilyrði bæði um tilgang og takmörk slíkrar vinnslu. Þá tryggja þær rétt einstaklinga til aðgangs að upplýsingum sem safnað er um þá enda forsenda þess að þeir geti leitað réttar síns. Sérstakri stofnun, Persónuvernd, er falið að hafa eftirlit með framkvæmd laga nr. 77/2000. Sambærilegar stofnanir starfa í öllum Evrópuríkjum. Nú stendur yfir allsherjarendurskoðun á reglum Evrópusambandsins um persónuvernd. Fyrirliggjandi eru tillögur að nýrri reglugerð um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og tilskipun um vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við varnir og rannsóknir á afbrotum. Stefnt er að grundvallarbreytingum á reglum um persónuvernd sem beinast m.a. að vinnslu persónuupplýsinga á netinu og rýmri reglum um lögsögu eftirlitsstofnana til að sinna eftirliti með fjölþjóðlegum fyrirtækjum og aðilum utan Evrópusambandsins. Þá verður komið á samræmdu eftirliti persónuverndarstofnana með framkvæmd Evrópureglna um efnið. Auk þess er leitast við að styrkja innanlandsstofnanir um persónuvernd og veita þeim frekari úrræði til að bregðast við brotum, m.a. heimildir til að leggja á sektir.Ráðstefna um persónuvernd Á ráðstefnu innanríkisráðuneytisins og Persónuverndar í samvinnu við Mannréttindastofnun og Lagadeild Háskóla Íslands sem haldin verður föstudaginn 19. október verður tekist á við ýmis krefjandi álitaefni um meðferð persónuupplýsinga, hættur sem steðja að friðhelgi einkalífs í nútímasamfélagi og ný úrræði til að takast á við þær. Þar flytja erindi innlendir og erlendir sérfræðingar og tekin verða fyrir nokkur sérsvið þar sem reynir mjög á persónuvernd. Þar á meðal eru margvísleg álitaefni sem Facebook-samskiptavefurinn vekur upp varðandi söfnun og meðferð persónuupplýsinga þeirra sem nota vefinn. Þá verður sjónum beint að meðferð persónuupplýsinga í heilbrigðiskerfinu og í rannsóknum lögreglu og hvernig þar vegast á réttindi einstaklinga og almannahagsmunir af vinnslu persónuupplýsinga. Ráðstefnan hefst kl. 13.15. í Hátíðasal Háskóla Íslands og er öllum opin. Nánari upplýsingar má sjá á personuvernd.is, hi.is og innanrikisraduneyti.is.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar