Grundvallarkosningar Viktor Orri Valgarðsson skrifar 17. október 2012 06:00 Árið 1874 afhenti forveri hæstvirts forseta vors, Kristján IX Danakonungur, okkur Íslendingum stjórnarskrá í afmælisgjöf. Sú stjórnarskrá hafði rætur í stjórnarskrám fyrri alda en var fyrst og fremst arfur einveldisins í Danmörku með örlitlum, áorðnum breytingum við afnám þess. Þá var bætt við greininni „Konungur lætur ráðherra framkvæma vald sitt" í stað þess að breyta ákvæðum um vald hans, til þess að særa ekki stolt konungsfjölskyldunnar. Með heimastjórn 1904 og fullveldisstjórnarskránni 1920 var afmælisgjöfinni síðan breytt til að auka völd þingsins gagnvart konungi og koma á fót íslenskum ráðherraembættum og Hæstarétti Íslands. Loks var konungssambandið afnumið og lýðveldi stofnað árið 1944, þegar embætti forseta var komið á í stað konungs. Þessar breytingar á stjórnarskránni voru að mestu gerðar í góðri sátt þings og þjóðar, enda sneru þær að framgangi sjálfstæðisbaráttu sem mikill samhugur var um í landinu. Það var einmitt sú ástæða sem gefin var fyrir því að fresta heildrænni endurskoðun hennar; talið var að stofnun lýðveldis þyrfti að byggja á ríkri samstöðu sem raskast gæti ef taka ætti aðrar breytingar til skoðunar. Þess vegna var aðeins kosið um sjálfstæði landsins við þá breytingu en þjóðinni lofað nýrri stjórnarskrá á næstu misserum Það loforð hefur hins vegar aldrei verið efnt. Næstu áratugi voru einungis gerðar breytingar á kjördæmaskipan og kosningarétti í stjórnarskránni og voru þær ætíð afar pólitískar og umdeildar, enda þingstyrkur flokkanna í húfi. Aðrar breytingar voru ekki gerðar fyrr en á síðasta áratug 20. aldar þegar deildir Alþingis voru sameinaðar, dómsvald aðskilið frá framkvæmdarvaldinu í héraði og mannréttindakaflinn uppfærður til samræmis við Mannréttindasáttmála Evrópu. Þar stöndum við í dag. Þrátt fyrir fjöldamargar þingnefndir og loforð fulltrúa þjóðarinnar hefur hin unga þjóð ekki enn fengið að semja sína eigin stjórnarskrá og kasta arfi einveldisins af herðum sér. Í stað samfélagssáttmála sitjum við því uppi með ævafornan bútasaum. Bútasaum sem er markaður af tillitssemi við danskan einvald, íslenskum sjálfsstæðisstjórnmálum og kjördæmapoti flokksvalda 20. aldarinnar. Táknmynd um vangetu þingsins til að standa við loforð sín gagnvart þjóðinni. Stjórnarskrá þjóðar í lýðræðisríki gegnir því hlutverki að vera sáttmáli um grundvöll laga, stjórnmála og samfélags. Hún á að draga valdmörk, hlutverk og ábyrgð valdhafa, tryggja réttindi borgaranna og endurspegla grunngildi samfélagsins til leiðbeiningar stjórnvöldum. Núgildandi stjórnarskrá er ekkert af þessu. Íslenska þjóðin hefur varla komið nálægt henni og hún er í litlu sem engu samræmi við samfélagslegan veruleika okkar og gildi. Hún virðist lýsa forsetaræði og minnist ekki á þingræði, stjórnmálaflokka eða ríkisstjórn; talar lítið sem ekkert um dómstóla eða sveitarfélög og byggir á fornu fulltrúaræði frekar en frjálslyndu lýðræði nútímasamfélags. Þar sem stjórnarskráin byggir á dönsku einveldi 19. aldar hefur íslensk stjórnarhefð þróast nær óháð henni, með tilheyrandi togstreitu og óvissu um hlutverk og ábyrgð einstakra valdhafa. Þetta ósamræmi dregur alvarlega úr þeirri borgaralegu vernd sem stjórnarskrár eiga að veita. Ef stjórnarskrá lýsir valdmörkum yfirvalda ekki á skýran hátt geta lögspekingar og stjórnarherrar mótað þau mörk eftir eigin geðþótta hverju sinni – þetta höfum við séð. Ef stjórnskipun, hlutverk og ábyrgð stjórnsýslunnar eru ekki skýr og í samræmi við raunveruleikann hafa borgararnir í engin hús að venda þegar fulltrúarnir bregðast trausti þeirra – það höfum við líka séð. Ef þjóðin skilur ekki sína eigin stjórnarskrá er henni ófært að leita réttar síns og veita valdhöfum aðhald á grundvelli hennar – þetta er orðið lýðum ljóst. Auk þess vantar í núverandi stjórnarskrá ýmislegt það sem kröfur hafa verið uppi um; gegnsæi og upplýsingaskyldu stjórnvalda, aukið þátttökulýðræði, víðtækari og skýrari mannréttindi, sjálfstæði þingsins gagnvart stjórnsýslunni og samráð meirihlutans við minnihluta. Um þessa hluti þarf þjóðin sjálf að eiga í samræðu og samráði; stjórnarskráin er ekki sáttmáli þings heldur þjóðar. Hún er grundvöllur laga, stjórnmála og samfélags okkar allra. Um slíkan grundvöll verða alltaf skiptar skoðanir – en á þeim skoðunum verður að skiptast. Til að skapa þann samfélagssáttmála sem þjóðin hefur verið svikin um í sjö áratugi og eyða óvissunni sem legið hefur samfélagi okkar til grundvallar. 20. október verður kosið um tillögur stjórnlagaráðs að nýjum grundvelli. Á sama tíma verður kosið um nokkur mikilvæg álitaefni; persónukjör, þjóðkirkju, auðlindir, þjóðaratkvæðagreiðslur og vægi atkvæða. 20. október gefst þjóðinni tækifæri til að koma vilja sínum um grundvöll samfélagsins á framfæri við fulltrúa sína; vilja sem þeim verður ekki stætt á að hunsa. Okkur hefur verið boðið til samræðu um samfélagssáttmála okkar allra – það er samræða sem við verðum að taka þátt í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Árið 1874 afhenti forveri hæstvirts forseta vors, Kristján IX Danakonungur, okkur Íslendingum stjórnarskrá í afmælisgjöf. Sú stjórnarskrá hafði rætur í stjórnarskrám fyrri alda en var fyrst og fremst arfur einveldisins í Danmörku með örlitlum, áorðnum breytingum við afnám þess. Þá var bætt við greininni „Konungur lætur ráðherra framkvæma vald sitt" í stað þess að breyta ákvæðum um vald hans, til þess að særa ekki stolt konungsfjölskyldunnar. Með heimastjórn 1904 og fullveldisstjórnarskránni 1920 var afmælisgjöfinni síðan breytt til að auka völd þingsins gagnvart konungi og koma á fót íslenskum ráðherraembættum og Hæstarétti Íslands. Loks var konungssambandið afnumið og lýðveldi stofnað árið 1944, þegar embætti forseta var komið á í stað konungs. Þessar breytingar á stjórnarskránni voru að mestu gerðar í góðri sátt þings og þjóðar, enda sneru þær að framgangi sjálfstæðisbaráttu sem mikill samhugur var um í landinu. Það var einmitt sú ástæða sem gefin var fyrir því að fresta heildrænni endurskoðun hennar; talið var að stofnun lýðveldis þyrfti að byggja á ríkri samstöðu sem raskast gæti ef taka ætti aðrar breytingar til skoðunar. Þess vegna var aðeins kosið um sjálfstæði landsins við þá breytingu en þjóðinni lofað nýrri stjórnarskrá á næstu misserum Það loforð hefur hins vegar aldrei verið efnt. Næstu áratugi voru einungis gerðar breytingar á kjördæmaskipan og kosningarétti í stjórnarskránni og voru þær ætíð afar pólitískar og umdeildar, enda þingstyrkur flokkanna í húfi. Aðrar breytingar voru ekki gerðar fyrr en á síðasta áratug 20. aldar þegar deildir Alþingis voru sameinaðar, dómsvald aðskilið frá framkvæmdarvaldinu í héraði og mannréttindakaflinn uppfærður til samræmis við Mannréttindasáttmála Evrópu. Þar stöndum við í dag. Þrátt fyrir fjöldamargar þingnefndir og loforð fulltrúa þjóðarinnar hefur hin unga þjóð ekki enn fengið að semja sína eigin stjórnarskrá og kasta arfi einveldisins af herðum sér. Í stað samfélagssáttmála sitjum við því uppi með ævafornan bútasaum. Bútasaum sem er markaður af tillitssemi við danskan einvald, íslenskum sjálfsstæðisstjórnmálum og kjördæmapoti flokksvalda 20. aldarinnar. Táknmynd um vangetu þingsins til að standa við loforð sín gagnvart þjóðinni. Stjórnarskrá þjóðar í lýðræðisríki gegnir því hlutverki að vera sáttmáli um grundvöll laga, stjórnmála og samfélags. Hún á að draga valdmörk, hlutverk og ábyrgð valdhafa, tryggja réttindi borgaranna og endurspegla grunngildi samfélagsins til leiðbeiningar stjórnvöldum. Núgildandi stjórnarskrá er ekkert af þessu. Íslenska þjóðin hefur varla komið nálægt henni og hún er í litlu sem engu samræmi við samfélagslegan veruleika okkar og gildi. Hún virðist lýsa forsetaræði og minnist ekki á þingræði, stjórnmálaflokka eða ríkisstjórn; talar lítið sem ekkert um dómstóla eða sveitarfélög og byggir á fornu fulltrúaræði frekar en frjálslyndu lýðræði nútímasamfélags. Þar sem stjórnarskráin byggir á dönsku einveldi 19. aldar hefur íslensk stjórnarhefð þróast nær óháð henni, með tilheyrandi togstreitu og óvissu um hlutverk og ábyrgð einstakra valdhafa. Þetta ósamræmi dregur alvarlega úr þeirri borgaralegu vernd sem stjórnarskrár eiga að veita. Ef stjórnarskrá lýsir valdmörkum yfirvalda ekki á skýran hátt geta lögspekingar og stjórnarherrar mótað þau mörk eftir eigin geðþótta hverju sinni – þetta höfum við séð. Ef stjórnskipun, hlutverk og ábyrgð stjórnsýslunnar eru ekki skýr og í samræmi við raunveruleikann hafa borgararnir í engin hús að venda þegar fulltrúarnir bregðast trausti þeirra – það höfum við líka séð. Ef þjóðin skilur ekki sína eigin stjórnarskrá er henni ófært að leita réttar síns og veita valdhöfum aðhald á grundvelli hennar – þetta er orðið lýðum ljóst. Auk þess vantar í núverandi stjórnarskrá ýmislegt það sem kröfur hafa verið uppi um; gegnsæi og upplýsingaskyldu stjórnvalda, aukið þátttökulýðræði, víðtækari og skýrari mannréttindi, sjálfstæði þingsins gagnvart stjórnsýslunni og samráð meirihlutans við minnihluta. Um þessa hluti þarf þjóðin sjálf að eiga í samræðu og samráði; stjórnarskráin er ekki sáttmáli þings heldur þjóðar. Hún er grundvöllur laga, stjórnmála og samfélags okkar allra. Um slíkan grundvöll verða alltaf skiptar skoðanir – en á þeim skoðunum verður að skiptast. Til að skapa þann samfélagssáttmála sem þjóðin hefur verið svikin um í sjö áratugi og eyða óvissunni sem legið hefur samfélagi okkar til grundvallar. 20. október verður kosið um tillögur stjórnlagaráðs að nýjum grundvelli. Á sama tíma verður kosið um nokkur mikilvæg álitaefni; persónukjör, þjóðkirkju, auðlindir, þjóðaratkvæðagreiðslur og vægi atkvæða. 20. október gefst þjóðinni tækifæri til að koma vilja sínum um grundvöll samfélagsins á framfæri við fulltrúa sína; vilja sem þeim verður ekki stætt á að hunsa. Okkur hefur verið boðið til samræðu um samfélagssáttmála okkar allra – það er samræða sem við verðum að taka þátt í.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun