Grundvallarkosningar Viktor Orri Valgarðsson skrifar 17. október 2012 06:00 Árið 1874 afhenti forveri hæstvirts forseta vors, Kristján IX Danakonungur, okkur Íslendingum stjórnarskrá í afmælisgjöf. Sú stjórnarskrá hafði rætur í stjórnarskrám fyrri alda en var fyrst og fremst arfur einveldisins í Danmörku með örlitlum, áorðnum breytingum við afnám þess. Þá var bætt við greininni „Konungur lætur ráðherra framkvæma vald sitt" í stað þess að breyta ákvæðum um vald hans, til þess að særa ekki stolt konungsfjölskyldunnar. Með heimastjórn 1904 og fullveldisstjórnarskránni 1920 var afmælisgjöfinni síðan breytt til að auka völd þingsins gagnvart konungi og koma á fót íslenskum ráðherraembættum og Hæstarétti Íslands. Loks var konungssambandið afnumið og lýðveldi stofnað árið 1944, þegar embætti forseta var komið á í stað konungs. Þessar breytingar á stjórnarskránni voru að mestu gerðar í góðri sátt þings og þjóðar, enda sneru þær að framgangi sjálfstæðisbaráttu sem mikill samhugur var um í landinu. Það var einmitt sú ástæða sem gefin var fyrir því að fresta heildrænni endurskoðun hennar; talið var að stofnun lýðveldis þyrfti að byggja á ríkri samstöðu sem raskast gæti ef taka ætti aðrar breytingar til skoðunar. Þess vegna var aðeins kosið um sjálfstæði landsins við þá breytingu en þjóðinni lofað nýrri stjórnarskrá á næstu misserum Það loforð hefur hins vegar aldrei verið efnt. Næstu áratugi voru einungis gerðar breytingar á kjördæmaskipan og kosningarétti í stjórnarskránni og voru þær ætíð afar pólitískar og umdeildar, enda þingstyrkur flokkanna í húfi. Aðrar breytingar voru ekki gerðar fyrr en á síðasta áratug 20. aldar þegar deildir Alþingis voru sameinaðar, dómsvald aðskilið frá framkvæmdarvaldinu í héraði og mannréttindakaflinn uppfærður til samræmis við Mannréttindasáttmála Evrópu. Þar stöndum við í dag. Þrátt fyrir fjöldamargar þingnefndir og loforð fulltrúa þjóðarinnar hefur hin unga þjóð ekki enn fengið að semja sína eigin stjórnarskrá og kasta arfi einveldisins af herðum sér. Í stað samfélagssáttmála sitjum við því uppi með ævafornan bútasaum. Bútasaum sem er markaður af tillitssemi við danskan einvald, íslenskum sjálfsstæðisstjórnmálum og kjördæmapoti flokksvalda 20. aldarinnar. Táknmynd um vangetu þingsins til að standa við loforð sín gagnvart þjóðinni. Stjórnarskrá þjóðar í lýðræðisríki gegnir því hlutverki að vera sáttmáli um grundvöll laga, stjórnmála og samfélags. Hún á að draga valdmörk, hlutverk og ábyrgð valdhafa, tryggja réttindi borgaranna og endurspegla grunngildi samfélagsins til leiðbeiningar stjórnvöldum. Núgildandi stjórnarskrá er ekkert af þessu. Íslenska þjóðin hefur varla komið nálægt henni og hún er í litlu sem engu samræmi við samfélagslegan veruleika okkar og gildi. Hún virðist lýsa forsetaræði og minnist ekki á þingræði, stjórnmálaflokka eða ríkisstjórn; talar lítið sem ekkert um dómstóla eða sveitarfélög og byggir á fornu fulltrúaræði frekar en frjálslyndu lýðræði nútímasamfélags. Þar sem stjórnarskráin byggir á dönsku einveldi 19. aldar hefur íslensk stjórnarhefð þróast nær óháð henni, með tilheyrandi togstreitu og óvissu um hlutverk og ábyrgð einstakra valdhafa. Þetta ósamræmi dregur alvarlega úr þeirri borgaralegu vernd sem stjórnarskrár eiga að veita. Ef stjórnarskrá lýsir valdmörkum yfirvalda ekki á skýran hátt geta lögspekingar og stjórnarherrar mótað þau mörk eftir eigin geðþótta hverju sinni – þetta höfum við séð. Ef stjórnskipun, hlutverk og ábyrgð stjórnsýslunnar eru ekki skýr og í samræmi við raunveruleikann hafa borgararnir í engin hús að venda þegar fulltrúarnir bregðast trausti þeirra – það höfum við líka séð. Ef þjóðin skilur ekki sína eigin stjórnarskrá er henni ófært að leita réttar síns og veita valdhöfum aðhald á grundvelli hennar – þetta er orðið lýðum ljóst. Auk þess vantar í núverandi stjórnarskrá ýmislegt það sem kröfur hafa verið uppi um; gegnsæi og upplýsingaskyldu stjórnvalda, aukið þátttökulýðræði, víðtækari og skýrari mannréttindi, sjálfstæði þingsins gagnvart stjórnsýslunni og samráð meirihlutans við minnihluta. Um þessa hluti þarf þjóðin sjálf að eiga í samræðu og samráði; stjórnarskráin er ekki sáttmáli þings heldur þjóðar. Hún er grundvöllur laga, stjórnmála og samfélags okkar allra. Um slíkan grundvöll verða alltaf skiptar skoðanir – en á þeim skoðunum verður að skiptast. Til að skapa þann samfélagssáttmála sem þjóðin hefur verið svikin um í sjö áratugi og eyða óvissunni sem legið hefur samfélagi okkar til grundvallar. 20. október verður kosið um tillögur stjórnlagaráðs að nýjum grundvelli. Á sama tíma verður kosið um nokkur mikilvæg álitaefni; persónukjör, þjóðkirkju, auðlindir, þjóðaratkvæðagreiðslur og vægi atkvæða. 20. október gefst þjóðinni tækifæri til að koma vilja sínum um grundvöll samfélagsins á framfæri við fulltrúa sína; vilja sem þeim verður ekki stætt á að hunsa. Okkur hefur verið boðið til samræðu um samfélagssáttmála okkar allra – það er samræða sem við verðum að taka þátt í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Árið 1874 afhenti forveri hæstvirts forseta vors, Kristján IX Danakonungur, okkur Íslendingum stjórnarskrá í afmælisgjöf. Sú stjórnarskrá hafði rætur í stjórnarskrám fyrri alda en var fyrst og fremst arfur einveldisins í Danmörku með örlitlum, áorðnum breytingum við afnám þess. Þá var bætt við greininni „Konungur lætur ráðherra framkvæma vald sitt" í stað þess að breyta ákvæðum um vald hans, til þess að særa ekki stolt konungsfjölskyldunnar. Með heimastjórn 1904 og fullveldisstjórnarskránni 1920 var afmælisgjöfinni síðan breytt til að auka völd þingsins gagnvart konungi og koma á fót íslenskum ráðherraembættum og Hæstarétti Íslands. Loks var konungssambandið afnumið og lýðveldi stofnað árið 1944, þegar embætti forseta var komið á í stað konungs. Þessar breytingar á stjórnarskránni voru að mestu gerðar í góðri sátt þings og þjóðar, enda sneru þær að framgangi sjálfstæðisbaráttu sem mikill samhugur var um í landinu. Það var einmitt sú ástæða sem gefin var fyrir því að fresta heildrænni endurskoðun hennar; talið var að stofnun lýðveldis þyrfti að byggja á ríkri samstöðu sem raskast gæti ef taka ætti aðrar breytingar til skoðunar. Þess vegna var aðeins kosið um sjálfstæði landsins við þá breytingu en þjóðinni lofað nýrri stjórnarskrá á næstu misserum Það loforð hefur hins vegar aldrei verið efnt. Næstu áratugi voru einungis gerðar breytingar á kjördæmaskipan og kosningarétti í stjórnarskránni og voru þær ætíð afar pólitískar og umdeildar, enda þingstyrkur flokkanna í húfi. Aðrar breytingar voru ekki gerðar fyrr en á síðasta áratug 20. aldar þegar deildir Alþingis voru sameinaðar, dómsvald aðskilið frá framkvæmdarvaldinu í héraði og mannréttindakaflinn uppfærður til samræmis við Mannréttindasáttmála Evrópu. Þar stöndum við í dag. Þrátt fyrir fjöldamargar þingnefndir og loforð fulltrúa þjóðarinnar hefur hin unga þjóð ekki enn fengið að semja sína eigin stjórnarskrá og kasta arfi einveldisins af herðum sér. Í stað samfélagssáttmála sitjum við því uppi með ævafornan bútasaum. Bútasaum sem er markaður af tillitssemi við danskan einvald, íslenskum sjálfsstæðisstjórnmálum og kjördæmapoti flokksvalda 20. aldarinnar. Táknmynd um vangetu þingsins til að standa við loforð sín gagnvart þjóðinni. Stjórnarskrá þjóðar í lýðræðisríki gegnir því hlutverki að vera sáttmáli um grundvöll laga, stjórnmála og samfélags. Hún á að draga valdmörk, hlutverk og ábyrgð valdhafa, tryggja réttindi borgaranna og endurspegla grunngildi samfélagsins til leiðbeiningar stjórnvöldum. Núgildandi stjórnarskrá er ekkert af þessu. Íslenska þjóðin hefur varla komið nálægt henni og hún er í litlu sem engu samræmi við samfélagslegan veruleika okkar og gildi. Hún virðist lýsa forsetaræði og minnist ekki á þingræði, stjórnmálaflokka eða ríkisstjórn; talar lítið sem ekkert um dómstóla eða sveitarfélög og byggir á fornu fulltrúaræði frekar en frjálslyndu lýðræði nútímasamfélags. Þar sem stjórnarskráin byggir á dönsku einveldi 19. aldar hefur íslensk stjórnarhefð þróast nær óháð henni, með tilheyrandi togstreitu og óvissu um hlutverk og ábyrgð einstakra valdhafa. Þetta ósamræmi dregur alvarlega úr þeirri borgaralegu vernd sem stjórnarskrár eiga að veita. Ef stjórnarskrá lýsir valdmörkum yfirvalda ekki á skýran hátt geta lögspekingar og stjórnarherrar mótað þau mörk eftir eigin geðþótta hverju sinni – þetta höfum við séð. Ef stjórnskipun, hlutverk og ábyrgð stjórnsýslunnar eru ekki skýr og í samræmi við raunveruleikann hafa borgararnir í engin hús að venda þegar fulltrúarnir bregðast trausti þeirra – það höfum við líka séð. Ef þjóðin skilur ekki sína eigin stjórnarskrá er henni ófært að leita réttar síns og veita valdhöfum aðhald á grundvelli hennar – þetta er orðið lýðum ljóst. Auk þess vantar í núverandi stjórnarskrá ýmislegt það sem kröfur hafa verið uppi um; gegnsæi og upplýsingaskyldu stjórnvalda, aukið þátttökulýðræði, víðtækari og skýrari mannréttindi, sjálfstæði þingsins gagnvart stjórnsýslunni og samráð meirihlutans við minnihluta. Um þessa hluti þarf þjóðin sjálf að eiga í samræðu og samráði; stjórnarskráin er ekki sáttmáli þings heldur þjóðar. Hún er grundvöllur laga, stjórnmála og samfélags okkar allra. Um slíkan grundvöll verða alltaf skiptar skoðanir – en á þeim skoðunum verður að skiptast. Til að skapa þann samfélagssáttmála sem þjóðin hefur verið svikin um í sjö áratugi og eyða óvissunni sem legið hefur samfélagi okkar til grundvallar. 20. október verður kosið um tillögur stjórnlagaráðs að nýjum grundvelli. Á sama tíma verður kosið um nokkur mikilvæg álitaefni; persónukjör, þjóðkirkju, auðlindir, þjóðaratkvæðagreiðslur og vægi atkvæða. 20. október gefst þjóðinni tækifæri til að koma vilja sínum um grundvöll samfélagsins á framfæri við fulltrúa sína; vilja sem þeim verður ekki stætt á að hunsa. Okkur hefur verið boðið til samræðu um samfélagssáttmála okkar allra – það er samræða sem við verðum að taka þátt í.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun