Til Landspítalamanna Lýður Árnason skrifar 3. febrúar 2012 06:00 Félagar mínir á Landspítalanum, Jóhannes Gunnarsson og Björn Zoëga, svöruðu nýlega grein undirritaðs um byggingu nýs spítala. Ekki tókst að sannfæra þá um óþurft þessarar framkvæmdar sem þeir telja ennþá verulegt hagsmunamál fyrir þjóðina. Jóhannes og Björn ríða á vaðið og tala um öldrun þjóðarinnar og fyrirsjáanlega fleiri legudaga vegna þess. En sjúkrahúslega er dýrasta úrræði heilbrigðisþjónustunnar og miklu skynsamlegra að hjúkra fólki heima fyrir og það sem lengst. Þar vill fólk vera en ekki á sjúkrahúsum. Auk þess eru vandamál ellinnar að minnstum hluta hátækni, miklu fremur gamalkunnug glíma við daglegar athafnir og lífsfyllingu. Hátæknisjúkrahús hefur litlu hlutverki þar að gegna. Að forgangsraða okkar litlu fjárráðum þangað er að mínum dómi afglöp. Næst nefna þeir félagar heilsugæsluna, svæðissjúkrahús og háskólasjúkrahús sem grunnstoðir heilbrigðisþjónustunnar. Get verið sammála um fyrstnefndu atriðin en hið síðastnefnda er lúxus. Nóg er að hafa Landspítalann áfram. Þó gott rými og tæknilegar framfarir séu auðvitað keppikefli verðum við að taka með í reikninginn að við erum ekki nema 330 þúsund hræður og fjölgunin örust í elstu aldurshópunum. Því má spyrja hversu skynsamlegt sé að leggja mest upp úr hátækni í þannig samsettu þjóðfélagi, fámennu og gömlu? Þeir kumpánar benda á öran vöxt teymisvinnu og sameiningu sjúkrastofnana svo sérþekkingin nýtist sem best. Það sé svar þróaðra ríkja. Enn og aftur bendi ég á fámennið. Fjölbreytileiki sjúkdóma er einfaldlega ekki nægur til að svala eftirspurn sérþekkingar. Af einmitt þessari ástæðu sækja íslenzkir læknar sérfræðimenntun til annarra landa. Byggð er líka dreifð á Íslandi sem leggur á okkur þá skyldu að reka grunnþjónustu í heimabyggð. Bendi svo á ljósleiðaratæknina sem gerir teymisvinnu leik einn án þess að vera undir sama þaki. Ábendingar Jóhannesar og Björns um að loftræsting og lofthæð hamli meðferðarárangri hirði ég ekki um. Get unnt þeim þessi rök fyrir hátæknisjúkrahúsinu. Málið í hnotskurn er þetta: Nútíminn á fullt í fangi með að reka heilbrigðisþjónustu. Rekstur Landspítalans er í járnum og útlægari stoðir eins og svæðissjúkrahús og heilsugæsla í fjársvelti. Áform um nýtt háskólasjúkrahús veikir þessa grunnpósta og er sú þróun þegar hafin. Ennfremur er framkvæmdin gríðardýr og þörf hennar umdeild. Óvíst er að landsmenn vilji nota lífeyri sinn í þetta verkefni og ávöxtunarkrafa lífeyrissjóðanna mun verða framtíðarbyrði skattborgaranna. Fámenni og aldurssamsetning þjóðarinnar vekur líka spurningar um forgangsröð. Víst er að fjármunir sem fara í hátæknisjúkrahús verða ekki nýttir í annað. Að lokum þakka ég Jóhannesi og Birni stofugangsboðið, þigg það með þökkum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Nýr Landspítali: Öryggi og vellíðan sjúklinga í öndvegi Mestu skiptir hverju nýbygging Landspítala skilar varðandi meðferðarárangur, öryggi og líðan sjúklinga. 19. janúar 2012 06:00 Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Félagar mínir á Landspítalanum, Jóhannes Gunnarsson og Björn Zoëga, svöruðu nýlega grein undirritaðs um byggingu nýs spítala. Ekki tókst að sannfæra þá um óþurft þessarar framkvæmdar sem þeir telja ennþá verulegt hagsmunamál fyrir þjóðina. Jóhannes og Björn ríða á vaðið og tala um öldrun þjóðarinnar og fyrirsjáanlega fleiri legudaga vegna þess. En sjúkrahúslega er dýrasta úrræði heilbrigðisþjónustunnar og miklu skynsamlegra að hjúkra fólki heima fyrir og það sem lengst. Þar vill fólk vera en ekki á sjúkrahúsum. Auk þess eru vandamál ellinnar að minnstum hluta hátækni, miklu fremur gamalkunnug glíma við daglegar athafnir og lífsfyllingu. Hátæknisjúkrahús hefur litlu hlutverki þar að gegna. Að forgangsraða okkar litlu fjárráðum þangað er að mínum dómi afglöp. Næst nefna þeir félagar heilsugæsluna, svæðissjúkrahús og háskólasjúkrahús sem grunnstoðir heilbrigðisþjónustunnar. Get verið sammála um fyrstnefndu atriðin en hið síðastnefnda er lúxus. Nóg er að hafa Landspítalann áfram. Þó gott rými og tæknilegar framfarir séu auðvitað keppikefli verðum við að taka með í reikninginn að við erum ekki nema 330 þúsund hræður og fjölgunin örust í elstu aldurshópunum. Því má spyrja hversu skynsamlegt sé að leggja mest upp úr hátækni í þannig samsettu þjóðfélagi, fámennu og gömlu? Þeir kumpánar benda á öran vöxt teymisvinnu og sameiningu sjúkrastofnana svo sérþekkingin nýtist sem best. Það sé svar þróaðra ríkja. Enn og aftur bendi ég á fámennið. Fjölbreytileiki sjúkdóma er einfaldlega ekki nægur til að svala eftirspurn sérþekkingar. Af einmitt þessari ástæðu sækja íslenzkir læknar sérfræðimenntun til annarra landa. Byggð er líka dreifð á Íslandi sem leggur á okkur þá skyldu að reka grunnþjónustu í heimabyggð. Bendi svo á ljósleiðaratæknina sem gerir teymisvinnu leik einn án þess að vera undir sama þaki. Ábendingar Jóhannesar og Björns um að loftræsting og lofthæð hamli meðferðarárangri hirði ég ekki um. Get unnt þeim þessi rök fyrir hátæknisjúkrahúsinu. Málið í hnotskurn er þetta: Nútíminn á fullt í fangi með að reka heilbrigðisþjónustu. Rekstur Landspítalans er í járnum og útlægari stoðir eins og svæðissjúkrahús og heilsugæsla í fjársvelti. Áform um nýtt háskólasjúkrahús veikir þessa grunnpósta og er sú þróun þegar hafin. Ennfremur er framkvæmdin gríðardýr og þörf hennar umdeild. Óvíst er að landsmenn vilji nota lífeyri sinn í þetta verkefni og ávöxtunarkrafa lífeyrissjóðanna mun verða framtíðarbyrði skattborgaranna. Fámenni og aldurssamsetning þjóðarinnar vekur líka spurningar um forgangsröð. Víst er að fjármunir sem fara í hátæknisjúkrahús verða ekki nýttir í annað. Að lokum þakka ég Jóhannesi og Birni stofugangsboðið, þigg það með þökkum.
Nýr Landspítali: Öryggi og vellíðan sjúklinga í öndvegi Mestu skiptir hverju nýbygging Landspítala skilar varðandi meðferðarárangur, öryggi og líðan sjúklinga. 19. janúar 2012 06:00
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun