Jóhannes keppir á móti Lars Von Trier 3. febrúar 2012 21:00 Jóhannes Sverrisson brellugerðarmaður er tilnefndur til dönsku kvikmyndaverðlaunanna ásamt Dananum Søren Hvam fyrir brellugerð fyrir myndina ID:A. Verðlaunahátíðin fer fram á sunnudaginn næsta og er um eins konar Óskarsverðlaun danska kvikmyndaiðnaðarins að ræða. Jóhannes hefur unnið við brellugerð í tólf ár og segir tilviljun hafa ráðið því að hann datt í þetta tiltekna starf. Hann rekur fyrirtækin Lightning ehf. á Íslandi og Nordica6 í Danmörku ásamt Hauki Karlssyni og hafa þeir unnið að brellugerð fyrir kvikmyndir á borð við The Last Airbender, Brim, Svartur á leik og við stórmyndina Prometheus. "Ég vann við gerð A Little Trip to Heaven þar sem ég sá um bílana og þaðan leiddist ég inn í brellugerð. Ég er sjálflærður í faginu, enda er enginn skóli sem vill kenna fólki að leika sér með sprengiefni og blóðslettur," útskýrir Jóhannes. Hann segir starfið þó ekki hættulegt sé öryggið ávallt í fyrirrúmi. "Þetta er alls ekki hættuleg vinna ef maður notar skynsemina og er stórskemmtileg að auki. Ég hef í það minnsta aldrei litið til baka." ID:A er spennumynd í leikstjórn Christians Christiansen og fjallar um konu sem vaknar upp einn dag minnislaus, blaut og hrakin og reynir að púsla saman lífi sínu. Jóhannes og samstarfsmaður hans fengu tvær vikur til að undirbúa sig fyrir verkefnið og æfa skot og sprengingar. "Undirbúningurinn skiptir miklu máli því þetta er mikil nákvæmnisvinna og það er fjöldi fólks sem stólar á að allt gangi eftir áætlun. Við æfðum okkur vel og einn daginn skaut ég sama manninn átján sinnum fyrir eina töku. Það var blóðugur dagur í vinnunni." Tilnefningin til dönsku kvikmyndaverðlaunanna er sú fyrsta sem Jóhannes hlýtur fyrir vinnu sína, en þess má geta að sambærilegur flokkur er ekki til á Eddunni, íslensku kvikmyndaverðlaununum. Jóhannes segir það vissulega mikinn heiður að vera tilnefndur til verðlaunanna og efast ekki um að þetta muni opna honum dyr í framtíðinni. "Það er gott að hafa tilnefninguna á ferilskránni upp á það að komast að í fleiri verkefnum í Danmörku og víðar. Vonandi leiðir þetta bara til stærri hluta." Jóhannes verður viðstaddur afhendinguna á sunnudag og er að vonum spenntur. Hann stoppar þó stutt því hans bíða mörg spennandi verkefni hér á Íslandi í vor og sumar.- sm Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira
Jóhannes Sverrisson brellugerðarmaður er tilnefndur til dönsku kvikmyndaverðlaunanna ásamt Dananum Søren Hvam fyrir brellugerð fyrir myndina ID:A. Verðlaunahátíðin fer fram á sunnudaginn næsta og er um eins konar Óskarsverðlaun danska kvikmyndaiðnaðarins að ræða. Jóhannes hefur unnið við brellugerð í tólf ár og segir tilviljun hafa ráðið því að hann datt í þetta tiltekna starf. Hann rekur fyrirtækin Lightning ehf. á Íslandi og Nordica6 í Danmörku ásamt Hauki Karlssyni og hafa þeir unnið að brellugerð fyrir kvikmyndir á borð við The Last Airbender, Brim, Svartur á leik og við stórmyndina Prometheus. "Ég vann við gerð A Little Trip to Heaven þar sem ég sá um bílana og þaðan leiddist ég inn í brellugerð. Ég er sjálflærður í faginu, enda er enginn skóli sem vill kenna fólki að leika sér með sprengiefni og blóðslettur," útskýrir Jóhannes. Hann segir starfið þó ekki hættulegt sé öryggið ávallt í fyrirrúmi. "Þetta er alls ekki hættuleg vinna ef maður notar skynsemina og er stórskemmtileg að auki. Ég hef í það minnsta aldrei litið til baka." ID:A er spennumynd í leikstjórn Christians Christiansen og fjallar um konu sem vaknar upp einn dag minnislaus, blaut og hrakin og reynir að púsla saman lífi sínu. Jóhannes og samstarfsmaður hans fengu tvær vikur til að undirbúa sig fyrir verkefnið og æfa skot og sprengingar. "Undirbúningurinn skiptir miklu máli því þetta er mikil nákvæmnisvinna og það er fjöldi fólks sem stólar á að allt gangi eftir áætlun. Við æfðum okkur vel og einn daginn skaut ég sama manninn átján sinnum fyrir eina töku. Það var blóðugur dagur í vinnunni." Tilnefningin til dönsku kvikmyndaverðlaunanna er sú fyrsta sem Jóhannes hlýtur fyrir vinnu sína, en þess má geta að sambærilegur flokkur er ekki til á Eddunni, íslensku kvikmyndaverðlaununum. Jóhannes segir það vissulega mikinn heiður að vera tilnefndur til verðlaunanna og efast ekki um að þetta muni opna honum dyr í framtíðinni. "Það er gott að hafa tilnefninguna á ferilskránni upp á það að komast að í fleiri verkefnum í Danmörku og víðar. Vonandi leiðir þetta bara til stærri hluta." Jóhannes verður viðstaddur afhendinguna á sunnudag og er að vonum spenntur. Hann stoppar þó stutt því hans bíða mörg spennandi verkefni hér á Íslandi í vor og sumar.- sm
Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira