Mengun vegna nýs Landsspítala við Hringbraut Steinunn Þórhallsdóttir skrifar 5. nóvember 2012 06:00 Opið bréf til Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra, Svandísar Svavarsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra og Jóns Gnarr borgarstjóra. Nú mun rísa nýr Landsspítali við Hringbraut, samkvæmt deiliskipulagstillögu sem nú er til meðferðar hjá Skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkur. Nýbyggingin mun hafa í för með sér mikla aukningu bílaumferðar á stofnbrautum við spítalann. Það er óumdeilt að svo verði. Íbúasamtök 3. hverfis hafa bent á grafalvarlega galla í umhverfisskýrslu deiliskipulagstillögunnar. Hljóð- og loftmengun er svo gróflega vanmetin að það jaðrar við að kalla megi skýrsluna fölsun. Hún metur ekki þætti sem munu skerða lífsgæði íbúa verulega til framtíðar og tekur ekki tillit til takmarkaðrar flutningsgetu Miklubrautar við Lönguhlíð. Íbúasamtök 3. Hverfis, Hlíða, Holta og Norðurmýrar hafa frá stofnun sinni árið 2005 barist fyrir því að gildandi lög og reglugerðir er varða loftgæði og hljóðvist séu virtar af yfirvöldum. Því er ekki svo farið í dag. Reglugerðir eru brotnar og íbúar hverfisins búa við skert lífsgæði vegna mikillar svifryks- og hljóðmengunar enda þarf meirihluti höfuðborgarbúa að ferðast í gegnum hverfið til að sækja vinnu sína dag hvern og er hverfið sundurskorið af stórum umferðaræðum. Íbúasamtök 3. hverfis lýsa yfir áhyggjum yfir því að fram sé komin tillaga frá hönnunaraðilum sem stuðlar að frekari brotum á lögum og reglugerðum og rýrir lýðheilsu íbúa í Hlíðum enn frekar. Íbúasamtökin skora á ráðherra og borgarstjóra að taka á þessum þáttum sem allra fyrst, horfast í augu við raunveruleg umhverfisáhrif af tillögunni í þeirri mynd sem hún er núna og leysa umferðarmálin í kringum Nýjan Landspítala við Hringbraut. Í því samhengi köllum við á svokallaða „stokkalausn" það er lagningu umferðarstokks á Hringbraut, frá Landspítala, austur fyrir Lönguhlíð og jafnvel allt að Grensás, sem órjúfanlegan hluta af framkvæmdum við Nýjan Landspítala við Hringbraut. Ný umferðarskýrsla frá borginni bendir einnig á þá lausn, en þar eð um er að ræða þjóðbraut í þéttbýli, þarf sameiginlegt átak ríkis og borgar að koma til. Umhverfisáhrif Nýs Landsspítala við Hringbraut verða í brennidepli á aðalfundi samtakanna þriðjudaginn 6. nóvember, kl. 20 í Háteigsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra, Svandísar Svavarsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra og Jóns Gnarr borgarstjóra. Nú mun rísa nýr Landsspítali við Hringbraut, samkvæmt deiliskipulagstillögu sem nú er til meðferðar hjá Skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkur. Nýbyggingin mun hafa í för með sér mikla aukningu bílaumferðar á stofnbrautum við spítalann. Það er óumdeilt að svo verði. Íbúasamtök 3. hverfis hafa bent á grafalvarlega galla í umhverfisskýrslu deiliskipulagstillögunnar. Hljóð- og loftmengun er svo gróflega vanmetin að það jaðrar við að kalla megi skýrsluna fölsun. Hún metur ekki þætti sem munu skerða lífsgæði íbúa verulega til framtíðar og tekur ekki tillit til takmarkaðrar flutningsgetu Miklubrautar við Lönguhlíð. Íbúasamtök 3. Hverfis, Hlíða, Holta og Norðurmýrar hafa frá stofnun sinni árið 2005 barist fyrir því að gildandi lög og reglugerðir er varða loftgæði og hljóðvist séu virtar af yfirvöldum. Því er ekki svo farið í dag. Reglugerðir eru brotnar og íbúar hverfisins búa við skert lífsgæði vegna mikillar svifryks- og hljóðmengunar enda þarf meirihluti höfuðborgarbúa að ferðast í gegnum hverfið til að sækja vinnu sína dag hvern og er hverfið sundurskorið af stórum umferðaræðum. Íbúasamtök 3. hverfis lýsa yfir áhyggjum yfir því að fram sé komin tillaga frá hönnunaraðilum sem stuðlar að frekari brotum á lögum og reglugerðum og rýrir lýðheilsu íbúa í Hlíðum enn frekar. Íbúasamtökin skora á ráðherra og borgarstjóra að taka á þessum þáttum sem allra fyrst, horfast í augu við raunveruleg umhverfisáhrif af tillögunni í þeirri mynd sem hún er núna og leysa umferðarmálin í kringum Nýjan Landspítala við Hringbraut. Í því samhengi köllum við á svokallaða „stokkalausn" það er lagningu umferðarstokks á Hringbraut, frá Landspítala, austur fyrir Lönguhlíð og jafnvel allt að Grensás, sem órjúfanlegan hluta af framkvæmdum við Nýjan Landspítala við Hringbraut. Ný umferðarskýrsla frá borginni bendir einnig á þá lausn, en þar eð um er að ræða þjóðbraut í þéttbýli, þarf sameiginlegt átak ríkis og borgar að koma til. Umhverfisáhrif Nýs Landsspítala við Hringbraut verða í brennidepli á aðalfundi samtakanna þriðjudaginn 6. nóvember, kl. 20 í Háteigsskóla.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar