Evru-horn Björns Þröstur Ólafsson skrifar 29. september 2012 06:00 Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, ritar greinarkorn í horni Fréttablaðsins 26.9.2012. Þar er hann að svara utanríkisráherra og andmæla þeirri fásinnu Össurar að honum hafi nokkurn tíma dottið í hug að evran gæti verið dugandi gjaldmiðill fyrir Ísland. Ekki ætla ég mér að taka afstöðu til deilna þeirra félaga. Hana verða þeir að takast á um tveir. Það var hins vegar ein setning sem ég staldraði við hjá Birni, og sýnir hvað kappið um að sverta evruna er oftast meira en forsjálnin. Hann segir: „Við hagfræðilegt mat á gildi evrunnar stöndum við betur að vígi nú en 2007. Evran hefur fallið á prófinu…“ Fyrri hluti þessara fullyrðinga er réttur. Eftir ítarlega úttekt Seðlabankans á kostum okkar í gjaldmiðilsmálum liggur fyrir vel unnin og alvarleg skýrsla sem vegur og metur af yfirvegun, hvaða bögglar fylgja hverju skammrifi. Niðurstaðan er að aðeins tveir raunhæfir kostir séu til staðar. IKR eða Evran. Hvorugur kosturinn er vandræðalaus. Endingarkostir þeirra og afleiddur fjármálalegur stöðugleiki er ekki sá sami. Látum þetta gott heita um þennan hlut af orðræðu Björns. Hin fullyrðingin er alröng. Evran hefur ekki fallið á prófinu. Gengi hennar gagnvart Bandaríkjadollar, sem og flestum öðrum gjaldmiðlum, er svipað og þó ívið hærra en það var þegar henni var ýtt á flot á sínum tíma. Hins vegar hafa ríkisstjórnir fjölmargra evrulanda (og reyndar Íslands líka) frá þessum tíma og fram að hruni fallið illilega á prófinu. Það er óráðsía, eyðslusækni og agaleysi ríkisstjórna og þjóðþinga sem búið hefur til skuldavanda ríkja, sem skekur hinn vestræna heim, auk óhóflegrar áhættusækni stórbanka. Evran sem slík hefur staðist þessa prófraun. Hún heldur gildi sínu. Nú er það svo að jafnvel mest skuldsettu ríkin vilja með engu móti hverfa frá evrunni. Vilja flestu fórna til þess að fá að vera með. Af hverju skyldi það vera? Mér sýnist hornið hans Björns ekki auðveldari dvalarstaður en sá sem hann vísaði Össuri í. Björn þyrfti að læra að greina rétt frá staðreyndum, þó þær falli ekki að hugmyndafræði hans. Það gæti hins vegar orðið honum erfitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, ritar greinarkorn í horni Fréttablaðsins 26.9.2012. Þar er hann að svara utanríkisráherra og andmæla þeirri fásinnu Össurar að honum hafi nokkurn tíma dottið í hug að evran gæti verið dugandi gjaldmiðill fyrir Ísland. Ekki ætla ég mér að taka afstöðu til deilna þeirra félaga. Hana verða þeir að takast á um tveir. Það var hins vegar ein setning sem ég staldraði við hjá Birni, og sýnir hvað kappið um að sverta evruna er oftast meira en forsjálnin. Hann segir: „Við hagfræðilegt mat á gildi evrunnar stöndum við betur að vígi nú en 2007. Evran hefur fallið á prófinu…“ Fyrri hluti þessara fullyrðinga er réttur. Eftir ítarlega úttekt Seðlabankans á kostum okkar í gjaldmiðilsmálum liggur fyrir vel unnin og alvarleg skýrsla sem vegur og metur af yfirvegun, hvaða bögglar fylgja hverju skammrifi. Niðurstaðan er að aðeins tveir raunhæfir kostir séu til staðar. IKR eða Evran. Hvorugur kosturinn er vandræðalaus. Endingarkostir þeirra og afleiddur fjármálalegur stöðugleiki er ekki sá sami. Látum þetta gott heita um þennan hlut af orðræðu Björns. Hin fullyrðingin er alröng. Evran hefur ekki fallið á prófinu. Gengi hennar gagnvart Bandaríkjadollar, sem og flestum öðrum gjaldmiðlum, er svipað og þó ívið hærra en það var þegar henni var ýtt á flot á sínum tíma. Hins vegar hafa ríkisstjórnir fjölmargra evrulanda (og reyndar Íslands líka) frá þessum tíma og fram að hruni fallið illilega á prófinu. Það er óráðsía, eyðslusækni og agaleysi ríkisstjórna og þjóðþinga sem búið hefur til skuldavanda ríkja, sem skekur hinn vestræna heim, auk óhóflegrar áhættusækni stórbanka. Evran sem slík hefur staðist þessa prófraun. Hún heldur gildi sínu. Nú er það svo að jafnvel mest skuldsettu ríkin vilja með engu móti hverfa frá evrunni. Vilja flestu fórna til þess að fá að vera með. Af hverju skyldi það vera? Mér sýnist hornið hans Björns ekki auðveldari dvalarstaður en sá sem hann vísaði Össuri í. Björn þyrfti að læra að greina rétt frá staðreyndum, þó þær falli ekki að hugmyndafræði hans. Það gæti hins vegar orðið honum erfitt.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar