Rekstur skóla og menntun nemenda er sitt hvað Rakel Sigurgeirsdóttir skrifar 10. nóvember 2012 13:11 Í orði eru flestir sammála um að góð menntun ætti að vera ein grunnstoða allra samfélaga. Á undanförnum árum hafa aðgerðir menntamálayfirvalda þó frekar stuðlað að því að grafa undan skólastarfi í landinu. Það má vera að einhverjum finnist þetta stór orð en þó er líklegra að þeir séu fleiri sem kannast við það alvarlega ástand sem við blasir í menntamálum. Ekki er heldur annað að sjá en menntamálaráðherra gangist við þessu ástandi í grein sinni „Snúum vörn í sókn" sem birtist í Fréttablaðinu 9. nóvember síðastliðinn. Þó þar sé því haldið fram að núverandi ástand megi bæta þá er það viðurkennt að „á sama tíma og skorið hefur verið niður" í framhaldsskólunum þá hafi nemendum fjölgað meira „en nokkru sinni fyrr". En það er ekki bara fjölgun nemenda með auknu vinnuálagi á kennarana sem ógnar þeirri menntun sem skólunum er ætlað að veita. Sú hugmyndafræði að skóla eigi að reka eins og hvert annað fyrirtæki sem skilar hagnaði á þar ekki síðri þátt. Hér mætti líka líta til afleiðingar þessarar markaðsdrifnu hugmyndafræði á fleiri opinberar stofnanir en hér verður horft til þeirra sem hafa grafið undan þeirri samfélagsþjónustu sem lýtur að rekstri skóla og menntunar nemenda.Misvísandi stefna í rekstri skóla Það skortir mikið á að hér sé rekin samræmd stefna í skólamálum þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Þetta kemur meðal annars fram í því að landsmenn sitja ekki lengur við sama borð hvað þessi mál varðar frekar en þegar kemur að annarri samfélagsþjónustu sem þeir taka þó þátt í að reka með skattgreiðslum sínum. Sú ákvörðun að færa rekstur grunnskóla yfir til sveitarfélaga er skýrt dæmi um skortinn á ígrundaðri stefnu í þessum málaflokki. Á meðan tekjustofnar ríkis og sveitarfélaga byggja á sömu forsendum og áður þá er sveitarfélögunum gert að sinna þeirri ríkisskyldu að halda uppi skyldunámi grunnskólans. Afleiðingarnar þekkja þeir best sem búa í dreifðari byggðum landsins. Skólar eru lagðir niður og skólabörnin þurfa að sækja skóla langt að heiman. Þessi ráðstöfun grefur ekki aðeins undan menntuninni heldur ógnar hún áframhaldandi búsetu á sífellt fleiri stöðum úti á landsbyggðinni. Á sama tíma og ríkið hefur velt rekstri og ábyrgð grunnskólans yfir á sveitarfélögin með framangreindum afleiðingum hefur verið ráðist í að opna tækifæri til framhaldmenntunar í ýmsum fámennari byggðarlögum landsins. Þetta skýtur nokkuð skökku við í ýmsum skilningi en þó einkum þeim að á sama tíma og rekstrarfé rótgróinna framhaldskóla er skorið niður er umtalsverðum fjármunum varið til uppbyggingar nýrra framhaldskóla og framhaldsdeilda.Tvíbent stefna í menntamálum Tilfinnanlegt misræmi er líka að finna á núverandi stefnu og viðhorfum varðandi menntunina sjálfa. Í þessu sambandi er einboðið að vísa til þess hvernig hefur verið staðið að innleiðingu nýrra laga um framhaldsskólann frá vorinu 2008. Þrátt fyrir allan þann tilkostnað og tíma sem fór í að setja lögin saman var ýmsum spurningum varðandi menntun nemenda og vinnuþátt kennara enn ósvarað þegar lögin voru samþykkt. Þrátt fyrir þann tíma og þá vinnu sem hefur farið í það að hrinda þeim til framkvæmda síðan hafa svörin ekki fengist enn. Í fyrstu var áætlað að innleiðingu laganna yrði lokið eigi síðar en 1. ágúst 2011. Fullri gildistöku hefur hins vegar verið frestað til ársins 2015 vegna fjárhagsvanda ríkissjóðs. Það hefur legið fyrir frá upphafi að innleiðingin kostaði peninga. Á meðan þeim er ekki veitt í þetta verkefni og ekki nást samningar sem miða að því að bæta kjör kennara er ljóst að óánægja þeirra eykst. Við slíkar aðstæður búa kennarar ekki aðeins við óviðunandi ástand sem ógnar kjörum þeirra heldur er metnaði stéttarinnar til að veita nemendum góða menntun stefnt í voða. Misvísandi stefnur menntamálayfirvalda varðandi rekstur menntastofnana, starfið sem þar fer fram og hvernig því skuli háttað teflir ekki aðeins vinnuaðstæðum kennara og menntun nemendanna í hættu heldur grefur það undan framtíð íslensks þekkingarsamfélags. Við því þarf að bregðast tafarlaust með afgerandi hætti ef ekki á illa að fara. Höfundur er varaformaður framkvæmdaráðs SAMSTÖÐU og fyrrverandi framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Í orði eru flestir sammála um að góð menntun ætti að vera ein grunnstoða allra samfélaga. Á undanförnum árum hafa aðgerðir menntamálayfirvalda þó frekar stuðlað að því að grafa undan skólastarfi í landinu. Það má vera að einhverjum finnist þetta stór orð en þó er líklegra að þeir séu fleiri sem kannast við það alvarlega ástand sem við blasir í menntamálum. Ekki er heldur annað að sjá en menntamálaráðherra gangist við þessu ástandi í grein sinni „Snúum vörn í sókn" sem birtist í Fréttablaðinu 9. nóvember síðastliðinn. Þó þar sé því haldið fram að núverandi ástand megi bæta þá er það viðurkennt að „á sama tíma og skorið hefur verið niður" í framhaldsskólunum þá hafi nemendum fjölgað meira „en nokkru sinni fyrr". En það er ekki bara fjölgun nemenda með auknu vinnuálagi á kennarana sem ógnar þeirri menntun sem skólunum er ætlað að veita. Sú hugmyndafræði að skóla eigi að reka eins og hvert annað fyrirtæki sem skilar hagnaði á þar ekki síðri þátt. Hér mætti líka líta til afleiðingar þessarar markaðsdrifnu hugmyndafræði á fleiri opinberar stofnanir en hér verður horft til þeirra sem hafa grafið undan þeirri samfélagsþjónustu sem lýtur að rekstri skóla og menntunar nemenda.Misvísandi stefna í rekstri skóla Það skortir mikið á að hér sé rekin samræmd stefna í skólamálum þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Þetta kemur meðal annars fram í því að landsmenn sitja ekki lengur við sama borð hvað þessi mál varðar frekar en þegar kemur að annarri samfélagsþjónustu sem þeir taka þó þátt í að reka með skattgreiðslum sínum. Sú ákvörðun að færa rekstur grunnskóla yfir til sveitarfélaga er skýrt dæmi um skortinn á ígrundaðri stefnu í þessum málaflokki. Á meðan tekjustofnar ríkis og sveitarfélaga byggja á sömu forsendum og áður þá er sveitarfélögunum gert að sinna þeirri ríkisskyldu að halda uppi skyldunámi grunnskólans. Afleiðingarnar þekkja þeir best sem búa í dreifðari byggðum landsins. Skólar eru lagðir niður og skólabörnin þurfa að sækja skóla langt að heiman. Þessi ráðstöfun grefur ekki aðeins undan menntuninni heldur ógnar hún áframhaldandi búsetu á sífellt fleiri stöðum úti á landsbyggðinni. Á sama tíma og ríkið hefur velt rekstri og ábyrgð grunnskólans yfir á sveitarfélögin með framangreindum afleiðingum hefur verið ráðist í að opna tækifæri til framhaldmenntunar í ýmsum fámennari byggðarlögum landsins. Þetta skýtur nokkuð skökku við í ýmsum skilningi en þó einkum þeim að á sama tíma og rekstrarfé rótgróinna framhaldskóla er skorið niður er umtalsverðum fjármunum varið til uppbyggingar nýrra framhaldskóla og framhaldsdeilda.Tvíbent stefna í menntamálum Tilfinnanlegt misræmi er líka að finna á núverandi stefnu og viðhorfum varðandi menntunina sjálfa. Í þessu sambandi er einboðið að vísa til þess hvernig hefur verið staðið að innleiðingu nýrra laga um framhaldsskólann frá vorinu 2008. Þrátt fyrir allan þann tilkostnað og tíma sem fór í að setja lögin saman var ýmsum spurningum varðandi menntun nemenda og vinnuþátt kennara enn ósvarað þegar lögin voru samþykkt. Þrátt fyrir þann tíma og þá vinnu sem hefur farið í það að hrinda þeim til framkvæmda síðan hafa svörin ekki fengist enn. Í fyrstu var áætlað að innleiðingu laganna yrði lokið eigi síðar en 1. ágúst 2011. Fullri gildistöku hefur hins vegar verið frestað til ársins 2015 vegna fjárhagsvanda ríkissjóðs. Það hefur legið fyrir frá upphafi að innleiðingin kostaði peninga. Á meðan þeim er ekki veitt í þetta verkefni og ekki nást samningar sem miða að því að bæta kjör kennara er ljóst að óánægja þeirra eykst. Við slíkar aðstæður búa kennarar ekki aðeins við óviðunandi ástand sem ógnar kjörum þeirra heldur er metnaði stéttarinnar til að veita nemendum góða menntun stefnt í voða. Misvísandi stefnur menntamálayfirvalda varðandi rekstur menntastofnana, starfið sem þar fer fram og hvernig því skuli háttað teflir ekki aðeins vinnuaðstæðum kennara og menntun nemendanna í hættu heldur grefur það undan framtíð íslensks þekkingarsamfélags. Við því þarf að bregðast tafarlaust með afgerandi hætti ef ekki á illa að fara. Höfundur er varaformaður framkvæmdaráðs SAMSTÖÐU og fyrrverandi framhaldsskólakennari.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun