Erlent

Kemur sér illa fyrir báða aðila

Gögnin eru sögð vandræðaleg fyrir stjórn jafnt sem stjórnarandstöðu.
Gögnin eru sögð vandræðaleg fyrir stjórn jafnt sem stjórnarandstöðu. nordicphotos/AFP
Gagnalekasíðan Wikileaks hefur hafið birtingu á 2,4 milljónum tölvupóstsendinga frá Sýrlandi.

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, segir gögnin vera óþægileg bæði fyrir stjórn landsins og stjórnarandstæðinga.

Stór hluti gagnanna er sagður vera tölvupóstar milli sýrlenskra stjórnvalda og fyrirtækja á Vesturlöndum. Einungis lítið af þeim hefur enn verið birt á vefsíðu Wikileaks, en áður hafa birst á öðrum vettvangi á netinu óþægileg gögn úr fórum Sýrlandsstjórnar.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×