Erlent

Lest reif flutningabíl í tvennt

Vegfarandi í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum náði ótrúlegum myndum af því þegar lest reif flutningabíl í tvennt.

Engann sakaði í slysinu en það átti sér stað í smábænum Kings Mountain á föstudaginn.

Þetta er í fjórða sinn á einu ári sem slíkur árekstur á sér stað í bænum. Umferð flutningabíla yfir lestarteinana er bönnuð en hætta er á að afturhjól þeirra festist í þeim.

Myndbandið hefur nú þegar vakið mikla athygli á veraldarvefnum, ekki síst fyrir þær sakir að konan sem náði myndunum lætur sem móðursjúk sé þegar lestin æðir í átt að flutningabílnum.

Áhorfendum er því bent á að lækka vel í hátölurum þegar myndbandið er spilað - hægt að nálgast myndskeiðið hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×