Erlent

Átök við Kreml

Frá Moskvu í dag.
Frá Moskvu í dag. mynd/AP
Til átaka kom milli lögreglumanna og mótmælenda í Moskvu í Rússlandi í dag. Um 20 þúsund stjórnarandstæðingar söfnuðust saman fyrir utan Kreml, höfuðstöðvar yfirvalda í Rússlandi.

Mótmæli þeirra beindust að vígslu Vladimír Pútíns í embætti forseta landsins á mánudaginn.

Þetta verður þriðja kjörtímabil Pútíns sem forseti en síðustu fjögur ár hefur hann gegnt embætti forsætisráðherra Rússlands.

Mótmælin höfðu farið friðsamlega fram áður en hópur mótmælenda reyndi að ryðja sér leið í gegnum fylkingu lögreglumanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×