Erlent

Shaq tók við doktorsgráðunni í dag

Frá útskriftinni í dag.
Frá útskriftinni í dag. mynd/AP
Fyrrverandi körfuknattleiksmaðurinn Shaquille O'Neal tók við doktorsgráðu sinni frá Barry-háskólanum í Miami í dag. Shaq, sem er 2 metrar og 16 sentímetrar á hæð, fagnaði með því að lyfta prófessornum sínum.

Shaq, sem hætti í skóla þegar hann gerðist atvinnumaður í körfubolta á sínum tíma, hafði áður útskrifast með bachelor- og mastersgráðu í kennslufræðum.

Hann lauk síðan við doktorsnámið fyrir stuttu. Umfjöllunarefni lokaritgerðar hans var kímnigáfa sem námstæki.

Shaq dreymir nú um verða hvatningaræðumaður og stefnir á lögfræðinám.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×