Ekkert heimili í Grikklandi farið í þrot vegna hækkunar lána Bolli Héðinsson skrifar 18. ágúst 2012 06:00 Sem svar við efnahagsþrengingum og til að stuðla að þróun hagkerfa sinna hefur fjöldi Evrópulanda leitað eftir aðild að Evrópusambandinu (ESB) sem leið út úr erfiðleikum sínum. Finnar, sem brugðu á það ráð eftir efnahagshrunið 1990, eru þar nærtækt dæmi. Því hlaut það að vera ein þeirra leiða sem kom til álita fyrir Íslendinga eftir efnahagshrunið 2008. Ekkert annað þarf að búa þar að baki, engin landráð eða svik, heldur aðeins það að kanna hvort leið sem aðrar þjóðir hafa farið gæti reynst heppileg fyrir Íslendinga. Ástæður aðildarviðræðna við ESB eru ekki flóknari en þessar. Þó erfiðleikar séu hjá fjölda ríkja í Evrópu, hvort sem þau nota evru eða sterlingspund, þá er líka allt í stakasta lagi hjá fjölda annarra ríkja sem einfaldlega hafa kunnað fótum sínum forráð. Nægir hér að nefna Holland, Lúxemborg, Finnland, Austurríki auk Þýskalands. Þar verður almenningur ekki var við neina „evrukreppu“, lífið gengur sinn vanagang. Vandkvæði þeirra þjóða sem ratað hafa í vandræði upp á síðkastið er ekki vegna gjaldmiðilsins sem þær nota heldur eingöngu vegna þess að þær hafa ekki haft hagfræði hinnar hagsýnu húsmóður að leiðarljósi og hafa lifað á lánum um efni fram. Það kann ekki góðri lukku að stýra hvorki í rekstri heimila né þjóðfélaga. Í síðustu kosningum í Grikklandi hvarflaði ekki að Grikkjum að þeir væru betur komnir án evrunnar enda höfnuðu þeir þeirri leið að skipta yfir í annan gjaldmiðil. Þeir hafa áttað sig á að ef þeir hafna evrunni þá gerir það stjórnvöldum eingöngu hægar um vik að skerða kjör almennings, fela lífskjaraskerðinguna með gengisfellingu og fresta því að takast á við hinn raunverulega vanda sem fólginn er í vanhæfum ríkisstjórnum. Ekki eitt einasta heimili og ekki eitt einasta fyrirtæki hefur farið í þrot á Grikklandi, Írlandi, Spáni eða öðrum Evrópulöndum vegna þess að lán til þeirra hafa hækkað. Á Íslandi er hækkun lána helsta ástæða þess að heimili og fyrirtæki hafa farið í þrot og það má eingöngu rekja til íslensku krónunnar. Heimili og fyrirtæki í áðurnefndum löndum eiga í erfiðleikum vegna þess að tekjur þeirra hafa rýrnað en þeir erfiðleikar eiga einnig við hér á landi svo hækkun lána gerir Íslendingum enn erfiðara fyrir en öðrum Evrópuþjóðum. Aðlögun að umheiminumÍsland hefur verið í aðlögun að umheiminum allt frá því það öðlaðist sjálfstæði. Aðlögun að upplýsingakerfum Sameinuðu þjóðanna, Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og fjölda alþjóðastofnana. Eitt mesta samræmingarátak („aðlögun“) hófst þegar Ísland gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Þar fer fram t.d. samræming aðferða sem beitt er við styrkveitingar sem auðveldar upplýsingagjöf og þar með samanburð á alþjóðavísu. Getur slíkt verið nema af hinu góða hvort sem menn í meinbægni sinni vilja kalla það „aðlögun“ eða eitthvað annað? Innan Sjálfstæðisflokksins eru þær raddir háværari sem andsnúnar eru aðildarviðræðum við ESB heldur en þær sem styðja aðildarviðræðurnar. En hvernig er það með Sjálfstæðisflokkinn, skuldar forysta hans flokksmönnum ekki skýringu á því hvers vegna hann, einn systurflokka sinna í Evrópu, er andsnúinn aðild að ESB? Hvað skyldi það vera sem er svona sérstakt og öðruvísi á Íslandi en hjá öðrum þjóðum? Hvað er það „versta“ sem gæti hent að mati þeirra sem ekki vilja halda áfram aðildarviðræðum við ESB? Að þjóðinni lítist svo vel á aðildarsamning að hún samþykki í allsherjaratkvæðagreiðslu að ganga í ESB? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Sem svar við efnahagsþrengingum og til að stuðla að þróun hagkerfa sinna hefur fjöldi Evrópulanda leitað eftir aðild að Evrópusambandinu (ESB) sem leið út úr erfiðleikum sínum. Finnar, sem brugðu á það ráð eftir efnahagshrunið 1990, eru þar nærtækt dæmi. Því hlaut það að vera ein þeirra leiða sem kom til álita fyrir Íslendinga eftir efnahagshrunið 2008. Ekkert annað þarf að búa þar að baki, engin landráð eða svik, heldur aðeins það að kanna hvort leið sem aðrar þjóðir hafa farið gæti reynst heppileg fyrir Íslendinga. Ástæður aðildarviðræðna við ESB eru ekki flóknari en þessar. Þó erfiðleikar séu hjá fjölda ríkja í Evrópu, hvort sem þau nota evru eða sterlingspund, þá er líka allt í stakasta lagi hjá fjölda annarra ríkja sem einfaldlega hafa kunnað fótum sínum forráð. Nægir hér að nefna Holland, Lúxemborg, Finnland, Austurríki auk Þýskalands. Þar verður almenningur ekki var við neina „evrukreppu“, lífið gengur sinn vanagang. Vandkvæði þeirra þjóða sem ratað hafa í vandræði upp á síðkastið er ekki vegna gjaldmiðilsins sem þær nota heldur eingöngu vegna þess að þær hafa ekki haft hagfræði hinnar hagsýnu húsmóður að leiðarljósi og hafa lifað á lánum um efni fram. Það kann ekki góðri lukku að stýra hvorki í rekstri heimila né þjóðfélaga. Í síðustu kosningum í Grikklandi hvarflaði ekki að Grikkjum að þeir væru betur komnir án evrunnar enda höfnuðu þeir þeirri leið að skipta yfir í annan gjaldmiðil. Þeir hafa áttað sig á að ef þeir hafna evrunni þá gerir það stjórnvöldum eingöngu hægar um vik að skerða kjör almennings, fela lífskjaraskerðinguna með gengisfellingu og fresta því að takast á við hinn raunverulega vanda sem fólginn er í vanhæfum ríkisstjórnum. Ekki eitt einasta heimili og ekki eitt einasta fyrirtæki hefur farið í þrot á Grikklandi, Írlandi, Spáni eða öðrum Evrópulöndum vegna þess að lán til þeirra hafa hækkað. Á Íslandi er hækkun lána helsta ástæða þess að heimili og fyrirtæki hafa farið í þrot og það má eingöngu rekja til íslensku krónunnar. Heimili og fyrirtæki í áðurnefndum löndum eiga í erfiðleikum vegna þess að tekjur þeirra hafa rýrnað en þeir erfiðleikar eiga einnig við hér á landi svo hækkun lána gerir Íslendingum enn erfiðara fyrir en öðrum Evrópuþjóðum. Aðlögun að umheiminumÍsland hefur verið í aðlögun að umheiminum allt frá því það öðlaðist sjálfstæði. Aðlögun að upplýsingakerfum Sameinuðu þjóðanna, Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og fjölda alþjóðastofnana. Eitt mesta samræmingarátak („aðlögun“) hófst þegar Ísland gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Þar fer fram t.d. samræming aðferða sem beitt er við styrkveitingar sem auðveldar upplýsingagjöf og þar með samanburð á alþjóðavísu. Getur slíkt verið nema af hinu góða hvort sem menn í meinbægni sinni vilja kalla það „aðlögun“ eða eitthvað annað? Innan Sjálfstæðisflokksins eru þær raddir háværari sem andsnúnar eru aðildarviðræðum við ESB heldur en þær sem styðja aðildarviðræðurnar. En hvernig er það með Sjálfstæðisflokkinn, skuldar forysta hans flokksmönnum ekki skýringu á því hvers vegna hann, einn systurflokka sinna í Evrópu, er andsnúinn aðild að ESB? Hvað skyldi það vera sem er svona sérstakt og öðruvísi á Íslandi en hjá öðrum þjóðum? Hvað er það „versta“ sem gæti hent að mati þeirra sem ekki vilja halda áfram aðildarviðræðum við ESB? Að þjóðinni lítist svo vel á aðildarsamning að hún samþykki í allsherjaratkvæðagreiðslu að ganga í ESB?
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar