Fyrir hönd Valkosta Þóra Huld Magnúsdóttir skrifar 18. ágúst 2012 06:00 Í þessari grein viljum við vekja athygli á nýstofnuðum samtökum sem bera nafnið Valkostir – Samtök um úrræði við ótímabærum þungunum, og heimasíðu samtakanna http://www.valkostir.is. Samtökin voru stofnuð þann 6. apríl í Reykjavík og í stjórn Valkosta sitja fjórar konur. Við erum Melkorka Mjöll Kristinsdóttir lögfræðinemi, Lilja Írena Guðnadóttir kennari, Þóra Huld Magnúsdóttir sálfræðingur og Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir leikskólakennari. Markmið okkar í samtökunum er að vinna að því að finna fleiri lausnir fyrir þungaðar konur en fóstureyðingu og vekja athygli á þeim. Við viljum með þessu móti reyna að styðja ófrískar konur í erfiðri aðstöðu, svo það verði þeim auðveldara að ganga með börnin sín. Margar íslenskar konur virðast standa frammi fyrir ótímabærri þungun ár hvert. Á hverju ári eru framkvæmdar tæplega 1.000 fóstureyðingar á Íslandi. Ein af hverjum fimm þungunum endar með fóstureyðingu. Að svona margar konur telji sig ekki geta gengið með og eignast börnin sín ætti að vera okkur öllum umhugsunarefni. Því miður virðast ekki allar konur fá þann stuðning sem þær þurfa á að halda til að geta haldið áfram meðgöngunni. Og sumar tala um pressu frá maka, ættingjum, vinum og jafnvel félagsráðgjafa og/eða læknum um að velja einn valkost umfram annan – til dæmis fóstureyðingu frekar en að eignast barnið eða gefa það til ættleiðingar. Okkur finnst það umhugsunarvert að konur séu að velja fóstureyðingu vegna utanaðkomandi þrýstings. Það er ekki val, ekki frelsi. Og þess vegna höfum við ákveðið að beina sjónum okkar að öðrum valkostum og öðrum leiðum en fóstureyðingu, í þeim tilgangi að aðstoða þennan hóp kvenna. Á heimasíðunni http://www.valkostir.is er meðal annars hægt að finna upplýsingar um hvers konar aðstoð konur eiga rétt á að fá frá sínu sveitarfélagi, kjósi þær að ganga með og eignast börnin sín. Upplýsingar um aðstoð sem hægt er að fá frá einstaklingum og félagasamtökum og upplýsingar um valkostinn ættleiðingu. Þar að auki höfum við komið á fót eins konar stuðningsneti fyrir konur sem þurfa á aðstoð og ráðgjöf að halda. Sú ráðgjöf fer fram í gegnum tölvupóst, á netfanginu radgjof@valkostir.is. Með þessu móti viljum við reyna að hjálpa öllum þeim þunguðu konum sem eru í vafa um hvað þær eiga að gera, veita þeim upplýsingar um hvaða valkostir eru fyrir hendi ef þær ákveða að klára meðgönguna og hvers konar aðstoð þær hafi möguleika á að fá. Það ríkir 100% trúnaður, og öllum fyrirspurnum er svarað eins fljótt og auðið er. Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig í samtökin eða verða að liði á einhvern hátt, geta sent okkur línu á netfangið valkostir@valkostir.is. Einnig er hægt að nálgast okkur á facebook https://www.facebook.com/groups/333382636698912/. Allir eru velkomnir í hópinn sem styðja markmið hans. Við störfum óháð pólitískum skoðunum og trúarsannfæringu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Í þessari grein viljum við vekja athygli á nýstofnuðum samtökum sem bera nafnið Valkostir – Samtök um úrræði við ótímabærum þungunum, og heimasíðu samtakanna http://www.valkostir.is. Samtökin voru stofnuð þann 6. apríl í Reykjavík og í stjórn Valkosta sitja fjórar konur. Við erum Melkorka Mjöll Kristinsdóttir lögfræðinemi, Lilja Írena Guðnadóttir kennari, Þóra Huld Magnúsdóttir sálfræðingur og Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir leikskólakennari. Markmið okkar í samtökunum er að vinna að því að finna fleiri lausnir fyrir þungaðar konur en fóstureyðingu og vekja athygli á þeim. Við viljum með þessu móti reyna að styðja ófrískar konur í erfiðri aðstöðu, svo það verði þeim auðveldara að ganga með börnin sín. Margar íslenskar konur virðast standa frammi fyrir ótímabærri þungun ár hvert. Á hverju ári eru framkvæmdar tæplega 1.000 fóstureyðingar á Íslandi. Ein af hverjum fimm þungunum endar með fóstureyðingu. Að svona margar konur telji sig ekki geta gengið með og eignast börnin sín ætti að vera okkur öllum umhugsunarefni. Því miður virðast ekki allar konur fá þann stuðning sem þær þurfa á að halda til að geta haldið áfram meðgöngunni. Og sumar tala um pressu frá maka, ættingjum, vinum og jafnvel félagsráðgjafa og/eða læknum um að velja einn valkost umfram annan – til dæmis fóstureyðingu frekar en að eignast barnið eða gefa það til ættleiðingar. Okkur finnst það umhugsunarvert að konur séu að velja fóstureyðingu vegna utanaðkomandi þrýstings. Það er ekki val, ekki frelsi. Og þess vegna höfum við ákveðið að beina sjónum okkar að öðrum valkostum og öðrum leiðum en fóstureyðingu, í þeim tilgangi að aðstoða þennan hóp kvenna. Á heimasíðunni http://www.valkostir.is er meðal annars hægt að finna upplýsingar um hvers konar aðstoð konur eiga rétt á að fá frá sínu sveitarfélagi, kjósi þær að ganga með og eignast börnin sín. Upplýsingar um aðstoð sem hægt er að fá frá einstaklingum og félagasamtökum og upplýsingar um valkostinn ættleiðingu. Þar að auki höfum við komið á fót eins konar stuðningsneti fyrir konur sem þurfa á aðstoð og ráðgjöf að halda. Sú ráðgjöf fer fram í gegnum tölvupóst, á netfanginu radgjof@valkostir.is. Með þessu móti viljum við reyna að hjálpa öllum þeim þunguðu konum sem eru í vafa um hvað þær eiga að gera, veita þeim upplýsingar um hvaða valkostir eru fyrir hendi ef þær ákveða að klára meðgönguna og hvers konar aðstoð þær hafi möguleika á að fá. Það ríkir 100% trúnaður, og öllum fyrirspurnum er svarað eins fljótt og auðið er. Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig í samtökin eða verða að liði á einhvern hátt, geta sent okkur línu á netfangið valkostir@valkostir.is. Einnig er hægt að nálgast okkur á facebook https://www.facebook.com/groups/333382636698912/. Allir eru velkomnir í hópinn sem styðja markmið hans. Við störfum óháð pólitískum skoðunum og trúarsannfæringu.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar