Enski boltinn

Guzman til Swansea | Fyrrum lærisveinum Laudrup fjölgar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd / www.swanseacity.net
Jonathan de Guzman hefur skrifað undir eins árs lánssamning við enska úrvalsdeildarfélagið Swansea. Guzman er samningsbundinn Villarreal í efstu deild spænska boltans.

Guzman hittir fyrir Michael Laudrup fyrrum stjóra sinn hjá Mallorca á Spáni sem tók við stjórninni hjá Swansea í upphafi sumars.

Guzman er sóknarsinnaður miðjumaður sem spilaði yfir 100 leiki með aðalliði Feyenoord í Hollandi. Þaðan fór hann frjálsri sölu til Mallorca árið 2010 áður en hann var seldur til Villarreal á sjö milljónir punda í ágúst á síðasta ári.

Tækifæri Guzman hjá Villarreal voru af skornum skammti á síðustu leiktíð. Í viðtali á heimasíðu Swanea segist Guzman fyrst og fremst vilja spila reglulega og segir Swansea hafa vakið hjá sér athygli á síðustu leiktíð þegar liðið vann sigur á Manchester City. Swansea hefur kauprétt á Guzman að loknum lánstímanum.

Fyrr í dag var tilkynnt að Swansea hefði gengið frá kaupum á miðverðinum Chico Flores frá ítalska félaginu Genoa. Flores lék einnig undir stjórn Laudrup hjá Mallorca.

Swansea sækir QPR heim í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar 18. ágúst.


Tengdar fréttir

Chico Flores til liðs við Swansea

Spænski miðvörðurinn Jose Manuel Flores er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Swansea frá ítalska félaginu Genoa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×