Erlent

Þúsundir flýja heimili sín í Manila

Frá Manila í dag.
Frá Manila í dag. mynd/AFP
Tugþúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Manila, höfuðborg Filippseyja, í kjölfar mikilla flóða. Öllum skólum og verslunum í borginni hefur verið lokað.

Rúmur helmingur borgarinnar hefur orðið fyrir beinum áhrifum af flóðunum. Yfirvöld í Filipseyjum gera ráð fyrir að flóðin muni versna á næstu dögum.

Mikið vatnsveður hefur verið á svæðinu síðustu daga. Þá létust 50 þegar hitabeltisstormur gekk yfir norðurhluta landsins í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×