Erlent

Loughner fyrir dómara í dag

Jared Loughner
Jared Loughner mynd/AP
Talið er að hinn 23 ára gamli Jared Loughner muni taka afstöðu til ákæra á hendur sér í dag. Loughner er grunaður um að hafa myrt sex á götuhorni í Tuscon í Bandaríkjunum á síðasta ári.

Ákæran er í 49 liðum. Þá er hann sakaður um að hafa reynt að myrða bandarísku þingkonuna Gabrielle Giffords en hún særðist lífshættulega í árásinni. Þrettán aðrir særðust í skotárásinni.

Dómari mun skera úr um hvort að Loughner verði metinn sakhæfur. Grunur leikur á að hann sé haldinn geðklofa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×