Barnamiðuð nálgun í barnaverndarstarfi Anni G. Haugen og María Gunnarsdóttir skrifar 17. desember 2012 15:30 Hér á landi búum við við þau forréttindi að vera með gott barnaverndarkerfi sem er ætlað að styðja fjölskyldur og hlúa að börnum sem búa við vanrækslu eða ofbeldi. Barnaverndarstarfið er viðkvæmt og stundum flókið þar sem ætíð er um að ræða viðkvæm mál sem varða börn, foreldra þeirra og stundum aðra ættingja. Á undanförnum árum hefur verið lögð æ meiri áhersla á að virkja börnin til þátttöku þegar mál þeirra er komið til kasta barnaverndarnefnda. Þessi stefna er í samræmi við ákvæði Barnasáttmálans og barnaverndarlaganna þar sem skýrt er kveðið á um rétt barna til þátttöku í ákvörðunum og málum sem varða þau sjálf. Fræðimenn hafa einnig bent á að sjónarhorn barna er oft og tíðum annað en sýn hinna fullorðnu. Hér er ekki átt við að börnin eigi að taka allar ákvarðanir í sínu lífi heldur að þau fái tækifæri til að segja sína hlið á málinu og að hlustað sé á þær hugmyndir sem þau hafa fram að færa. Vilja taka þátt Rannsóknir á þátttöku barna í barnaverndarmálum benda til að nokkuð skorti á að þau fái að taka þátt og að leitað sé eftir sjónarmiðum þeirra. Þetta er í samræmi við aðrar rannsóknir sem sýna að almennt er lítið talað við börn sem búa við erfiðar aðstæður svo sem skilnað foreldra eða ofbeldi. Þegar börnin sjálf eru spurð kemur hins vegar í ljós að þau vilja taka þátt, þau vilja að á þau sé hlustað, að rætt sé við þau um þær erfiðu aðstæður sem þau kunna að vera í. Fagfólk talar stundum um að hlífa eigi börnum við slíkum samtölum en þeim finnst þau ekki erfið, enda er þá verið að ræða um þeirra raunveruleika og upplifun á aðstæðunum. Barnamiðuð nálgun er viðurkennd vinnuaðferð félagsráðgjafa í barnavernd þar sem þátttaka barna er höfð að leiðarljósi og þungamiðja starfsins. Lögð er áhersla á að bæði börnin og foreldrar þeirra komi fram með sjónarmið sín og þau virkjuð til að finna viðeigandi lausnir á þeim vanda sem fjölskyldan stendur frammi fyrir. Með þessu er verið að viðurkenna barnið sem sjálfstæðan einstakling með eigin þarfir sem ber að virða og hlusta á. Ýmsar vísbendingar eru nú um aukna áherslu á barnamiðaðri nálgun í starfi félagsráðgjafa í barnavernd. Eins og aðstæður eru í dag er vinnuálag barnaverndarstarfsmanna mjög mikið. Árið 2011 barst barnaverndarnefndum landsins 8.680 tilkynningar. Ef haft er í huga að starfsmenn nefndanna á landinu öllu voru 116 er ljóst að vinnuálag er mikið og að erfitt getur verið að vinna út frá kröfum samtímans er varða þátttöku barna. Mikilvægt er að styrkja þetta vinnulag en til þess að það verði hægt er nauðsynlegt að skapa barnaverndarstarfsmönnum aukið svigrúm, tíma, aðstæður og þannig mæta réttindum og óskum barna um þátttöku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Hér á landi búum við við þau forréttindi að vera með gott barnaverndarkerfi sem er ætlað að styðja fjölskyldur og hlúa að börnum sem búa við vanrækslu eða ofbeldi. Barnaverndarstarfið er viðkvæmt og stundum flókið þar sem ætíð er um að ræða viðkvæm mál sem varða börn, foreldra þeirra og stundum aðra ættingja. Á undanförnum árum hefur verið lögð æ meiri áhersla á að virkja börnin til þátttöku þegar mál þeirra er komið til kasta barnaverndarnefnda. Þessi stefna er í samræmi við ákvæði Barnasáttmálans og barnaverndarlaganna þar sem skýrt er kveðið á um rétt barna til þátttöku í ákvörðunum og málum sem varða þau sjálf. Fræðimenn hafa einnig bent á að sjónarhorn barna er oft og tíðum annað en sýn hinna fullorðnu. Hér er ekki átt við að börnin eigi að taka allar ákvarðanir í sínu lífi heldur að þau fái tækifæri til að segja sína hlið á málinu og að hlustað sé á þær hugmyndir sem þau hafa fram að færa. Vilja taka þátt Rannsóknir á þátttöku barna í barnaverndarmálum benda til að nokkuð skorti á að þau fái að taka þátt og að leitað sé eftir sjónarmiðum þeirra. Þetta er í samræmi við aðrar rannsóknir sem sýna að almennt er lítið talað við börn sem búa við erfiðar aðstæður svo sem skilnað foreldra eða ofbeldi. Þegar börnin sjálf eru spurð kemur hins vegar í ljós að þau vilja taka þátt, þau vilja að á þau sé hlustað, að rætt sé við þau um þær erfiðu aðstæður sem þau kunna að vera í. Fagfólk talar stundum um að hlífa eigi börnum við slíkum samtölum en þeim finnst þau ekki erfið, enda er þá verið að ræða um þeirra raunveruleika og upplifun á aðstæðunum. Barnamiðuð nálgun er viðurkennd vinnuaðferð félagsráðgjafa í barnavernd þar sem þátttaka barna er höfð að leiðarljósi og þungamiðja starfsins. Lögð er áhersla á að bæði börnin og foreldrar þeirra komi fram með sjónarmið sín og þau virkjuð til að finna viðeigandi lausnir á þeim vanda sem fjölskyldan stendur frammi fyrir. Með þessu er verið að viðurkenna barnið sem sjálfstæðan einstakling með eigin þarfir sem ber að virða og hlusta á. Ýmsar vísbendingar eru nú um aukna áherslu á barnamiðaðri nálgun í starfi félagsráðgjafa í barnavernd. Eins og aðstæður eru í dag er vinnuálag barnaverndarstarfsmanna mjög mikið. Árið 2011 barst barnaverndarnefndum landsins 8.680 tilkynningar. Ef haft er í huga að starfsmenn nefndanna á landinu öllu voru 116 er ljóst að vinnuálag er mikið og að erfitt getur verið að vinna út frá kröfum samtímans er varða þátttöku barna. Mikilvægt er að styrkja þetta vinnulag en til þess að það verði hægt er nauðsynlegt að skapa barnaverndarstarfsmönnum aukið svigrúm, tíma, aðstæður og þannig mæta réttindum og óskum barna um þátttöku.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun