Gatslitið föðurland Margrét Jónsdóttir skrifar 17. desember 2012 16:00 Síðsumars sá ég mjög svo góða heimildarmynd Herdísar Þorvaldsdóttur um bágborið ástand gróðurhulu landsins okkar. Efni myndarinnar kom mér svo sem ekkert á óvart því um þau mál vissi ég ósköp vel fyrir og hef oft skrifað um þau. Hins vegar kom það mér á óvart hvað myndin var vönduð í alla staði. Allt gekk upp frá a til ö, eins og maðurinn sagði. Handritið afbragð í alla staði og nýjar og gamlar myndatökur góðar, en átakanlegar. Þarna komu fram skoðanir margra okkar bestu sérfræðinga á þessu sviði svo og viðtöl við fjóra bændur og að sjálfsögðu skoðanir þeirra. Myndefnið var bæði nýtt og gamalt eins og gengur með heimildarmyndir. Frábærlega vel gerð mynd í alla staði, sem flestir sem ég hef haft samband við eru ánægðir með. Hafi Herdís hjartans þökk fyrir þetta mjög svo þarfa framlag til umræðunnar um slæmt ástand gróðurs landsins, sem nú þegar hefur skilað sér inn á Alþingi. Þar var lögð fram tillaga hennar um að bændur beri alfarið ábyrgð á búpeningi sínum og það innan girðingar. Rómantísk áróðursmynd Sem svar við þessari mynd Herdísar gerðu sauðfjárbændur, í samvinnu við sín samtök, mjög fallega og rómantíska áróðursmynd um gott ástand sömu gróðurhulu. Þar var allt í stakasta lagi og algjör óþarfi að huga að breytingum enda litaði haustsólin gul grös þann daginn. Beitarhólf fásinna, enda óþörf að þeirra mati. Skoðum þetta nánar. Þegar rætt er um beitarhólf er enginn að tala um einhver lítil hólf sem jafnvel þarf að gefa hey inn á, eins og Guðni Ágústsson ímyndar sér. Nei, menn eru einfaldlega að tala um að bændur girði sínar jarðir af, hólfi þær og hafi sinn búpening þar. Sem dæmi vil ég nefna að vinkona mín, sem er hrossabóndi, lét girða sína jörð af sem beitarland fyrir sín hross. Bændur í nágrenni við hana urðu arfavitlausir þegar þeir misstu "beitarlandið sitt" sem þeir höfðu alltaf haft til umráða. Þeir einfaldlega litu á hennar jörð sem eitt af beitarsvæðum sveitarinnar, eins og reyndar allar aðrar ógirtar jarðir á Íslandi. Menn óskapast yfir væntanlegum girðingarkostnaði. Nú þegar borgar ríkið allar girðingar beggja vegna þjóðvegar um allt land. Ætli það standi nokkuð á því að bæta við girðingum svo til verði "beitarhólf", eða hvað sem menn vilja kalla það að hafa búpening á afgirtu svæði í heimahögum, svo hvíla megi hálendið, heiðar, brattar hlíðar og allt kjarr. Það er okkar sameiginlega verkefni að græða landið. Þetta er ekki einni kynslóð bænda að kenna hvernig komið er. Nei, við berum öll ábyrgð. Landið gaf okkur líf og nú gefum við því gróðurinn til baka sem við neyddumst til að nýta of mikið þegar neyðin var stærst. Nú er komið að skuldadögum. Aumkunarverð hugsunÞað er eitthvað svo aumkunarverð hugsun að allan gróður verði alveg endilega að nýta til beitar, um leið og einhver svæði hjarna við, og það af ótta við að of mikill gróður gæti hugsanlega farið að vaxa. Svona "illgresi eins og birki og víðir", eins og einn ágætur bændahöfðingi sagði hér í útvarpinu um árið og nýir taka upp í dag. Í þessu sambandi er sú vísa aldrei of oft kveðin að minna fólk á að hér þakti gróður um 75% af landinu við landnám en nú aðeins um 25% af því. Um 4% af þessum blessaða gróðri eru heil þekja, allt annað er meira eða minna gatað. Gatslitið föðurland. Ekki gleyma þessu í næstu kosningum, þið í Norðurlandskjördæmi vestra, þegar bændur verða í efstu sætum allra flokka á landsbyggðinni, til þess eins að tryggja áframhaldandi meðlög sín og hindra inngöngu okkar í ESB. Ég vil taka það fram að allir bændur, sem urðu fyrir skaða í óveðrinu sem geisaði á Norðurlandi í september, eiga samúð mína alla. En ég vil líka minna á að skaðinn hefði orðið töluvert minni ef allt fé hefði verið í afgirtum beitarhólfum í heimahögum. Ég er líka hlynnt því að hjálpa öllu fólki sem lendir í náttúruhamförum, þó að ég sé alfarið á móti því að borga ákveðnum atvinnuhópum (hér sauðfjárbændum) himinháar peningaupphæðir, svona dags daglega, til þess eins að láta rollur naga fátæklegan gróður landsins og flytja svo kjötið af þeim úr landi. Í beitarhólf með allan búpening! Burt með beingreiðslur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Síðsumars sá ég mjög svo góða heimildarmynd Herdísar Þorvaldsdóttur um bágborið ástand gróðurhulu landsins okkar. Efni myndarinnar kom mér svo sem ekkert á óvart því um þau mál vissi ég ósköp vel fyrir og hef oft skrifað um þau. Hins vegar kom það mér á óvart hvað myndin var vönduð í alla staði. Allt gekk upp frá a til ö, eins og maðurinn sagði. Handritið afbragð í alla staði og nýjar og gamlar myndatökur góðar, en átakanlegar. Þarna komu fram skoðanir margra okkar bestu sérfræðinga á þessu sviði svo og viðtöl við fjóra bændur og að sjálfsögðu skoðanir þeirra. Myndefnið var bæði nýtt og gamalt eins og gengur með heimildarmyndir. Frábærlega vel gerð mynd í alla staði, sem flestir sem ég hef haft samband við eru ánægðir með. Hafi Herdís hjartans þökk fyrir þetta mjög svo þarfa framlag til umræðunnar um slæmt ástand gróðurs landsins, sem nú þegar hefur skilað sér inn á Alþingi. Þar var lögð fram tillaga hennar um að bændur beri alfarið ábyrgð á búpeningi sínum og það innan girðingar. Rómantísk áróðursmynd Sem svar við þessari mynd Herdísar gerðu sauðfjárbændur, í samvinnu við sín samtök, mjög fallega og rómantíska áróðursmynd um gott ástand sömu gróðurhulu. Þar var allt í stakasta lagi og algjör óþarfi að huga að breytingum enda litaði haustsólin gul grös þann daginn. Beitarhólf fásinna, enda óþörf að þeirra mati. Skoðum þetta nánar. Þegar rætt er um beitarhólf er enginn að tala um einhver lítil hólf sem jafnvel þarf að gefa hey inn á, eins og Guðni Ágústsson ímyndar sér. Nei, menn eru einfaldlega að tala um að bændur girði sínar jarðir af, hólfi þær og hafi sinn búpening þar. Sem dæmi vil ég nefna að vinkona mín, sem er hrossabóndi, lét girða sína jörð af sem beitarland fyrir sín hross. Bændur í nágrenni við hana urðu arfavitlausir þegar þeir misstu "beitarlandið sitt" sem þeir höfðu alltaf haft til umráða. Þeir einfaldlega litu á hennar jörð sem eitt af beitarsvæðum sveitarinnar, eins og reyndar allar aðrar ógirtar jarðir á Íslandi. Menn óskapast yfir væntanlegum girðingarkostnaði. Nú þegar borgar ríkið allar girðingar beggja vegna þjóðvegar um allt land. Ætli það standi nokkuð á því að bæta við girðingum svo til verði "beitarhólf", eða hvað sem menn vilja kalla það að hafa búpening á afgirtu svæði í heimahögum, svo hvíla megi hálendið, heiðar, brattar hlíðar og allt kjarr. Það er okkar sameiginlega verkefni að græða landið. Þetta er ekki einni kynslóð bænda að kenna hvernig komið er. Nei, við berum öll ábyrgð. Landið gaf okkur líf og nú gefum við því gróðurinn til baka sem við neyddumst til að nýta of mikið þegar neyðin var stærst. Nú er komið að skuldadögum. Aumkunarverð hugsunÞað er eitthvað svo aumkunarverð hugsun að allan gróður verði alveg endilega að nýta til beitar, um leið og einhver svæði hjarna við, og það af ótta við að of mikill gróður gæti hugsanlega farið að vaxa. Svona "illgresi eins og birki og víðir", eins og einn ágætur bændahöfðingi sagði hér í útvarpinu um árið og nýir taka upp í dag. Í þessu sambandi er sú vísa aldrei of oft kveðin að minna fólk á að hér þakti gróður um 75% af landinu við landnám en nú aðeins um 25% af því. Um 4% af þessum blessaða gróðri eru heil þekja, allt annað er meira eða minna gatað. Gatslitið föðurland. Ekki gleyma þessu í næstu kosningum, þið í Norðurlandskjördæmi vestra, þegar bændur verða í efstu sætum allra flokka á landsbyggðinni, til þess eins að tryggja áframhaldandi meðlög sín og hindra inngöngu okkar í ESB. Ég vil taka það fram að allir bændur, sem urðu fyrir skaða í óveðrinu sem geisaði á Norðurlandi í september, eiga samúð mína alla. En ég vil líka minna á að skaðinn hefði orðið töluvert minni ef allt fé hefði verið í afgirtum beitarhólfum í heimahögum. Ég er líka hlynnt því að hjálpa öllu fólki sem lendir í náttúruhamförum, þó að ég sé alfarið á móti því að borga ákveðnum atvinnuhópum (hér sauðfjárbændum) himinháar peningaupphæðir, svona dags daglega, til þess eins að láta rollur naga fátæklegan gróður landsins og flytja svo kjötið af þeim úr landi. Í beitarhólf með allan búpening! Burt með beingreiðslur!
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun