Fer í Útsvarið í janúar með Simma 15. desember 2012 10:00 Þóra Arnórsdóttir varð ekki forseti Íslands en hún stjórnar stóru heimili og vinnur að verðugum verkefnum bæði innan þess og utan, meðal annars heimildarmynd. Hin sjö mánaða Ásdís Hulda, sem Þóra eignaðist í vor í miðri kosningabaráttu, sefur úti í vagni en „stóra Ásdís“ frænka hennar hlustar eftir henni meðan viðtalið fer fram. „Litla Ásdís heitir eftir þeirri stóru. Það er mjög gott. Þannig erum við búin að tryggja okkur barnapössun!“ segir Þóra hlæjandi. Eiginmaður hennar, Svavar Halldórsson, fréttamaður Rúv, er í vinnunni og hin börnin fimm í skóla og leikskóla. Hvernig skyldi svo Þóru hafa liðið frá því forsetaframboðinu lauk? „Alveg prýðilega,“ svarar hún að bragði. „Allt hefur gengið ákaflega vel. Auðvitað er brjálað að gera. Bara það að kaupa þetta hús á árinu sér okkur fyrir eilífðarverkefnum. Svavar er orðinn mjög góður í að smíða veggi, stiga og fleira.“ Um tveggja hæða raðhús í Hafnarfirði er að ræða og í kjallaranum hafa þau hjón útbúið tvær leiguíbúðir. Þóra segir átta manna fjölskylduna vel komast fyrir á þeim 158 fermetrum sem eftir eru. „Þetta er spurning um skipulag, vilja og hjartarúm,“ segir hún brosandi. Venjulegur dagur á þessu stóra heimili hefst fyrir klukkan sjö. „Þá eru allir reknir á fætur,“ eins og húsfreyjan orðar það. „Svavar er oftast á vöktum frá 8 til 20 og tekur strætó um 7.30 en ég keyri stelpurnar upp í Salaskóla í Kópavogi, þar sem þær eru í áttunda, níunda og tíunda bekk. Svo fer ég með sjö ára soninn í skólann hér í hverfinu og fjögurra ára dótturina í leikskólann. Þetta er svona 50-60 mínútna rúntur, sú litla er auðvitað með mér og oftast er hún sofnuð þegar við komum heim.“ Þóra er í fæðingarorlofi að hluta til. Mörg verk falla til á stóru heimili, þvottur af átta manns er til dæmis mikill að vöxtum. Síðdegis tekur við aðstoð með heimanám og skutl í fimleika og flaututíma. Af og til heldur hún fyrirlestra fyrir hópa útlendinga, undir yfirskriftinni Ísland og Íslendingar fyrir og eftir hrun, auk þess að stýra ráðstefnum og fundum. Aðalverkefnið utan heimilisstarfa er þó gerð heimildarmyndar um bændur í Ísafjarðardjúpi, fyrir Rúv, með „stóru Ásdísi“ Ólafsdóttur. „Það er hluti af púsluspilinu,“ segir hún glaðlega. „Við hófum tökur í fyrrahaust á mynd um bændur í Inndjúpinu, frá Skötufirði og inn úr. Jóhannes Jónsson, tökumaður á Ísafirði, er að vinna þetta með okkur. Við tókum viðtöl við alla sem eru eftir með einhvern búrekstur, því þeim fer mjög fækkandi og ljóst að hefðbundinn búskapur, eins og hann hefur verið frá landnámi, er þarna að hverfa.“ Þóra segir þær Ásdísi Ólafs búnar að eiga dásamlegar stundir í Djúpinu því viðmælendurnir séu fjölbreytt og skemmtileg flóra. „Þetta verður frábær mynd þegar hún verður tilbúin. Ég get alveg lofað því,“ segir hún. Þóra upplýsir líka að við fáum brátt að sjá hana á skjánum. „Ég fer í Útsvarið í janúar með Simma, svo mikið veit ég,“ segir hún. „Ég er búin að vinna hjá Rúv síðan 1998, með smá hléum. Það er frábær vinnustaður og ég á þar góða félaga á öllum hæðum. En við Svavar fáum nýjar hugmyndir á hverjum degi. Við gætum hugsað okkur að fara til Afríku, reka gistiheimili úti í sveit – en líka halda áfram við það sem við höfum verið að gera.“ Langar hana kannski að búa inni í Djúpi? „Hluta úr árinu, já. En ég gæti ekki hugsað mér að vera þar að vetrinum og þurfa að senda börnin í skólann alla leið til Hólmavíkur.“ Jólaundirbúningurinn er byrjaður hjá Þóru og hún kveðst njóta hans í botn. „Ég býst ekki við að fá marga svona desembermánuði heima við og nú ætla ég að gera allt sem á að gera á aðventu, án þess að vera í stressi.“ Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Þóra Arnórsdóttir varð ekki forseti Íslands en hún stjórnar stóru heimili og vinnur að verðugum verkefnum bæði innan þess og utan, meðal annars heimildarmynd. Hin sjö mánaða Ásdís Hulda, sem Þóra eignaðist í vor í miðri kosningabaráttu, sefur úti í vagni en „stóra Ásdís“ frænka hennar hlustar eftir henni meðan viðtalið fer fram. „Litla Ásdís heitir eftir þeirri stóru. Það er mjög gott. Þannig erum við búin að tryggja okkur barnapössun!“ segir Þóra hlæjandi. Eiginmaður hennar, Svavar Halldórsson, fréttamaður Rúv, er í vinnunni og hin börnin fimm í skóla og leikskóla. Hvernig skyldi svo Þóru hafa liðið frá því forsetaframboðinu lauk? „Alveg prýðilega,“ svarar hún að bragði. „Allt hefur gengið ákaflega vel. Auðvitað er brjálað að gera. Bara það að kaupa þetta hús á árinu sér okkur fyrir eilífðarverkefnum. Svavar er orðinn mjög góður í að smíða veggi, stiga og fleira.“ Um tveggja hæða raðhús í Hafnarfirði er að ræða og í kjallaranum hafa þau hjón útbúið tvær leiguíbúðir. Þóra segir átta manna fjölskylduna vel komast fyrir á þeim 158 fermetrum sem eftir eru. „Þetta er spurning um skipulag, vilja og hjartarúm,“ segir hún brosandi. Venjulegur dagur á þessu stóra heimili hefst fyrir klukkan sjö. „Þá eru allir reknir á fætur,“ eins og húsfreyjan orðar það. „Svavar er oftast á vöktum frá 8 til 20 og tekur strætó um 7.30 en ég keyri stelpurnar upp í Salaskóla í Kópavogi, þar sem þær eru í áttunda, níunda og tíunda bekk. Svo fer ég með sjö ára soninn í skólann hér í hverfinu og fjögurra ára dótturina í leikskólann. Þetta er svona 50-60 mínútna rúntur, sú litla er auðvitað með mér og oftast er hún sofnuð þegar við komum heim.“ Þóra er í fæðingarorlofi að hluta til. Mörg verk falla til á stóru heimili, þvottur af átta manns er til dæmis mikill að vöxtum. Síðdegis tekur við aðstoð með heimanám og skutl í fimleika og flaututíma. Af og til heldur hún fyrirlestra fyrir hópa útlendinga, undir yfirskriftinni Ísland og Íslendingar fyrir og eftir hrun, auk þess að stýra ráðstefnum og fundum. Aðalverkefnið utan heimilisstarfa er þó gerð heimildarmyndar um bændur í Ísafjarðardjúpi, fyrir Rúv, með „stóru Ásdísi“ Ólafsdóttur. „Það er hluti af púsluspilinu,“ segir hún glaðlega. „Við hófum tökur í fyrrahaust á mynd um bændur í Inndjúpinu, frá Skötufirði og inn úr. Jóhannes Jónsson, tökumaður á Ísafirði, er að vinna þetta með okkur. Við tókum viðtöl við alla sem eru eftir með einhvern búrekstur, því þeim fer mjög fækkandi og ljóst að hefðbundinn búskapur, eins og hann hefur verið frá landnámi, er þarna að hverfa.“ Þóra segir þær Ásdísi Ólafs búnar að eiga dásamlegar stundir í Djúpinu því viðmælendurnir séu fjölbreytt og skemmtileg flóra. „Þetta verður frábær mynd þegar hún verður tilbúin. Ég get alveg lofað því,“ segir hún. Þóra upplýsir líka að við fáum brátt að sjá hana á skjánum. „Ég fer í Útsvarið í janúar með Simma, svo mikið veit ég,“ segir hún. „Ég er búin að vinna hjá Rúv síðan 1998, með smá hléum. Það er frábær vinnustaður og ég á þar góða félaga á öllum hæðum. En við Svavar fáum nýjar hugmyndir á hverjum degi. Við gætum hugsað okkur að fara til Afríku, reka gistiheimili úti í sveit – en líka halda áfram við það sem við höfum verið að gera.“ Langar hana kannski að búa inni í Djúpi? „Hluta úr árinu, já. En ég gæti ekki hugsað mér að vera þar að vetrinum og þurfa að senda börnin í skólann alla leið til Hólmavíkur.“ Jólaundirbúningurinn er byrjaður hjá Þóru og hún kveðst njóta hans í botn. „Ég býst ekki við að fá marga svona desembermánuði heima við og nú ætla ég að gera allt sem á að gera á aðventu, án þess að vera í stressi.“
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira