Af geðsjúkdómum og staðalímyndum; að segja eða þegja? Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar 15. desember 2012 06:00 Högni Egilsson tónlistarmaður hefur nú stigið fram í sviðsljósið og sagt frá því opinberlega að hann þjáist af geðhvarfasýki. Sú ákvörðun hans að tala opinberlega um sjúkdóm sinn var tekin með það að leiðarljósi að vekja athygli á geðsjúkdómum og algengi þeirra. Það vill nefnilega svo til að tónlistarmenn og þekktir einstaklingar geta líka þjáðst af geðsjúkdómum, alveg eins og læknar, smiðir og kennarar. Isaac Newton, Edgar Allan Poe og Beethoven þjáðust allir af geðhvarfasýki, Winston Churchill þjáðist af þunglyndi, Charles Darwin af víðáttufælni og svona mætti lengi telja. Geðsjúkdómar spyrja nefnilega sjaldnast um stétt eða stöðu. Það er engu að síður staðreynd að geðsjúkdómar virðast mæta minni skilningi í þjóðfélaginu en aðrir sjúkdómar, ástand sem virðist vera þrálátt þrátt fyrir vitundarvakningu á heilsufari almennt. Sem sálfræðingur hef ég fengið ótal spurningar tengdar geðsjúkdómum. Það er mín reynsla að skilningsleysi margra hvað geðsjúkdóma varðar felst, að hluta til í það minnsta, í vanþekkingu, skorti á upplýsingum og umræðu. Fólk einfaldlega veit ekki hvað það felur í sér að þjást af geðsjúkdómi, lái því hver sem vill. Sem dæmi má nefna þá staðreynd að sumir telja þá sem þjást af geðsjúkdómum líklegri en þá sem þjást af öðrum sjúkdómum til að hafa stjórn á ástandi sínu, orsaka það eða viðhalda. Þetta viðhorf þykir mér með ólíkindum þar sem rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á það að geðsjúkdómar, margir hverjir, eru ekki síður líkamlegt ástand en andlegt. Geðsjúkdómar samanstanda af flóknu samspili lífefnafræðilegra þátta, umhverfis og erfða, og þeir sem þjást af geðsjúkdómum eru engu líklegri til að bera ábyrgð á eigin ástandi en þeir sem þjást af krabbameini eða hjartasjúkdómum. Ef til vill liggur ábyrgðin á vanþekkingu almennings þegar kemur að geðsjúkdómum að hluta til hjá okkur sem höfum þekkinguna, en það er engu að síður grátleg staðreynd að mörgum þykir umræða um geðsjúkdóma óþægileg og að staðalímyndir varðandi hvað það þýðir að þjást af geðsjúkdómi eru enn ríkjandi í samfélaginu. Ég verð sorgmædd að hugsa til þess að árið 2012 skuli skilningur á geðsjúkdómum og umburðarlyndi gagnvart þeim ekki vera meira en raun ber vitni. Margir hverjir kjósa að halda geðsjúkdómum leyndum því staðan sem blasir við er sú að fólk mætir ekki skilningi frá samfélaginu. Á meðan þeir sem þjást af geðsjúkdómum sjá þann kostinn skástan að þegja yfir ástandi sínu kemur samfélagið seint til með að skilja. Á meðan samfélagið einkennist af skilningsleysi munu þeir sem þjást af geðsjúkdómum seint sjá hag sinn í því að tala um veikindi sín. Vitundarvakning kemur ekki til með að eiga sér stað ef umræðan er engin. Því ber að fagna þegar fólk hefur kjark til að stíga fram og vekja máls á geðsjúkdómum og málefnum þeirra sem af þeim þjást. Umræðan er þörf og löngu tímabær. Það er líka löngu tímabært að við spörkum dómarasætinu út í horn og fögnum fjölbreytileika fólks almennt, því mikið ofboðslega væri lífið leiðinlegt ef allir væru eins. Höfundur er sálfræðingur að mennt. Hrafnhildur Lilja Harðardóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Högni Egilsson tónlistarmaður hefur nú stigið fram í sviðsljósið og sagt frá því opinberlega að hann þjáist af geðhvarfasýki. Sú ákvörðun hans að tala opinberlega um sjúkdóm sinn var tekin með það að leiðarljósi að vekja athygli á geðsjúkdómum og algengi þeirra. Það vill nefnilega svo til að tónlistarmenn og þekktir einstaklingar geta líka þjáðst af geðsjúkdómum, alveg eins og læknar, smiðir og kennarar. Isaac Newton, Edgar Allan Poe og Beethoven þjáðust allir af geðhvarfasýki, Winston Churchill þjáðist af þunglyndi, Charles Darwin af víðáttufælni og svona mætti lengi telja. Geðsjúkdómar spyrja nefnilega sjaldnast um stétt eða stöðu. Það er engu að síður staðreynd að geðsjúkdómar virðast mæta minni skilningi í þjóðfélaginu en aðrir sjúkdómar, ástand sem virðist vera þrálátt þrátt fyrir vitundarvakningu á heilsufari almennt. Sem sálfræðingur hef ég fengið ótal spurningar tengdar geðsjúkdómum. Það er mín reynsla að skilningsleysi margra hvað geðsjúkdóma varðar felst, að hluta til í það minnsta, í vanþekkingu, skorti á upplýsingum og umræðu. Fólk einfaldlega veit ekki hvað það felur í sér að þjást af geðsjúkdómi, lái því hver sem vill. Sem dæmi má nefna þá staðreynd að sumir telja þá sem þjást af geðsjúkdómum líklegri en þá sem þjást af öðrum sjúkdómum til að hafa stjórn á ástandi sínu, orsaka það eða viðhalda. Þetta viðhorf þykir mér með ólíkindum þar sem rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á það að geðsjúkdómar, margir hverjir, eru ekki síður líkamlegt ástand en andlegt. Geðsjúkdómar samanstanda af flóknu samspili lífefnafræðilegra þátta, umhverfis og erfða, og þeir sem þjást af geðsjúkdómum eru engu líklegri til að bera ábyrgð á eigin ástandi en þeir sem þjást af krabbameini eða hjartasjúkdómum. Ef til vill liggur ábyrgðin á vanþekkingu almennings þegar kemur að geðsjúkdómum að hluta til hjá okkur sem höfum þekkinguna, en það er engu að síður grátleg staðreynd að mörgum þykir umræða um geðsjúkdóma óþægileg og að staðalímyndir varðandi hvað það þýðir að þjást af geðsjúkdómi eru enn ríkjandi í samfélaginu. Ég verð sorgmædd að hugsa til þess að árið 2012 skuli skilningur á geðsjúkdómum og umburðarlyndi gagnvart þeim ekki vera meira en raun ber vitni. Margir hverjir kjósa að halda geðsjúkdómum leyndum því staðan sem blasir við er sú að fólk mætir ekki skilningi frá samfélaginu. Á meðan þeir sem þjást af geðsjúkdómum sjá þann kostinn skástan að þegja yfir ástandi sínu kemur samfélagið seint til með að skilja. Á meðan samfélagið einkennist af skilningsleysi munu þeir sem þjást af geðsjúkdómum seint sjá hag sinn í því að tala um veikindi sín. Vitundarvakning kemur ekki til með að eiga sér stað ef umræðan er engin. Því ber að fagna þegar fólk hefur kjark til að stíga fram og vekja máls á geðsjúkdómum og málefnum þeirra sem af þeim þjást. Umræðan er þörf og löngu tímabær. Það er líka löngu tímabært að við spörkum dómarasætinu út í horn og fögnum fjölbreytileika fólks almennt, því mikið ofboðslega væri lífið leiðinlegt ef allir væru eins. Höfundur er sálfræðingur að mennt. Hrafnhildur Lilja Harðardóttir
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun