Kjör heilbrigðisstétta Júlíana Hansdóttir Aspelund skrifar 15. desember 2012 06:00 Í frétt á RÚV þann 8. desember komu fram athyglisverðar tölur sem sýndu að iðjuþjálfar hafa hækkað minnst í launum af stéttum opinberra starfsmanna eða aðeins um 4,4% frá október 2008. Það sem er sérstaklega sláandi við þessar tölur er að þessar hækkanir eru lægri en kjarasamningar kveða á um. Þær stéttir sem hafa komið verst út eru sjúkraþjálfarar sem hafa hækkað um 7,7% og hjúkrunarfræðingar sem hafa hækkað um 9,7%. Til samanburðar má nefna að BHM-félagar sem flest þessara félaga tilheyra hafa hækkað um 15%. Laun á almennum markaði hafa hækkað langt umfram laun opinberra starfsmanna. Það sem er sameiginlegt með þessum stéttum er að þetta eru svokallaðar „kvennastéttir“ sem starfa á heilbrigðissviði. Er þetta það samfélag sem við viljum byggja upp? Er þetta það samfélag sem ríkisstjórnin sem kennir sig við velferð boðaði? Hvernig má það vera að launahækkanir iðjuþjálfa eru lægri en kjarasamningar kveða á um? Stórar opinberar heilbrigðisstofnanir um land allt hafa brugðið á það ráð í niðurskurðinum að fletja út skipulag stofnana. Það hefur markvisst verið unnið að því að færa iðjuþjálfa, sem og stéttir eins og sjúkraþjálfara, sálfræðinga og fleiri, niður í skipuriti og skerða laun þeirra í leiðinni. Það er þyngra en tárum taki að tækifæri þessara fagstétta til að vinna sig upp í starfi og hafa með virkum hætti áhrif á stefnumótun og stjórnun stofnana hafi verið skert.Skortur á iðjuþjálfum Byrjunarlaun iðjuþjálfa á Landspítala eru nú 266.413 kr. á mánuði. Það er uppskeran eftir fjögurra ára strembið háskólanám. Það er mikill skortur á iðjuþjálfum í flestum landshlutum hér á landi. Stofnanir staðsettar á höfuðborgarsvæðinu hafa ítrekað auglýst eftir iðjuþjálfum en engin umsókn hefur borist. Er hugsanlegt að iðjuþjálfar séu farnir að sækja á önnur mið? Getur verið að þeir sjái ekki fram á að geta framfleytt fjölskyldum sínum á þeim launum sem boðið er upp á? Iðjuþjálfun er afar fjölbreytt fag og er vaxandi stétt um allan heim. Flestir iðjuþjálfar hafa starfað inni á sjúkrahúsum og endurhæfingarstofnunum en með fleiri starfandi iðjuþjálfum hér á landi hefur starfsvettvangur þeirra breyst og breikkað í samræmi við þá fjölgun sem verður. Iðjuþjálfar láta til sín taka á ýmsum sviðum og hafa með hugviti sínu og hugmyndaauðgi sett á laggirnar úrræði eins og Ljósið – miðstöð fyrir krabbameinsgreinda, Hugarafl og Hlutverkasetur. Þessi úrræði hafa sannað sig og eru nú þegar mikilvæg fyrir samfélagið. Með sérþekkingu sinni setja iðjuþjálfar fram góðar og ódýrar lausnir sem geta skipt sköpum við að auka sjálfsbjargargetu fólks. Til að auka virkni, færni og sjálfsbjargargetu einstaklinga sem eiga við andleg, félagsleg eða líkamleg vandamál að etja skiptir ráðgjöf, stuðningur og þjálfun iðjuþjálfa miklu. Tenging við úrræði í samfélaginu er einnig mikilvægur hluti af starfi iðjuþjálfa. Markmiðið er að einstaklingar geti betur tekist á við daglegt líf sem er þeim og samfélaginu mikilvægt. Nú hafa um 20% hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum sagt upp störfum, þeir hafa fengið nóg. Búast má við að fleiri stéttir fari að grípa til þessara örþrifaráða. Tökum höndum saman um að halda í gott starfsfólk innan spítalanna, við viljum ekki byggja upp láglaunasjúkrahús. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Í frétt á RÚV þann 8. desember komu fram athyglisverðar tölur sem sýndu að iðjuþjálfar hafa hækkað minnst í launum af stéttum opinberra starfsmanna eða aðeins um 4,4% frá október 2008. Það sem er sérstaklega sláandi við þessar tölur er að þessar hækkanir eru lægri en kjarasamningar kveða á um. Þær stéttir sem hafa komið verst út eru sjúkraþjálfarar sem hafa hækkað um 7,7% og hjúkrunarfræðingar sem hafa hækkað um 9,7%. Til samanburðar má nefna að BHM-félagar sem flest þessara félaga tilheyra hafa hækkað um 15%. Laun á almennum markaði hafa hækkað langt umfram laun opinberra starfsmanna. Það sem er sameiginlegt með þessum stéttum er að þetta eru svokallaðar „kvennastéttir“ sem starfa á heilbrigðissviði. Er þetta það samfélag sem við viljum byggja upp? Er þetta það samfélag sem ríkisstjórnin sem kennir sig við velferð boðaði? Hvernig má það vera að launahækkanir iðjuþjálfa eru lægri en kjarasamningar kveða á um? Stórar opinberar heilbrigðisstofnanir um land allt hafa brugðið á það ráð í niðurskurðinum að fletja út skipulag stofnana. Það hefur markvisst verið unnið að því að færa iðjuþjálfa, sem og stéttir eins og sjúkraþjálfara, sálfræðinga og fleiri, niður í skipuriti og skerða laun þeirra í leiðinni. Það er þyngra en tárum taki að tækifæri þessara fagstétta til að vinna sig upp í starfi og hafa með virkum hætti áhrif á stefnumótun og stjórnun stofnana hafi verið skert.Skortur á iðjuþjálfum Byrjunarlaun iðjuþjálfa á Landspítala eru nú 266.413 kr. á mánuði. Það er uppskeran eftir fjögurra ára strembið háskólanám. Það er mikill skortur á iðjuþjálfum í flestum landshlutum hér á landi. Stofnanir staðsettar á höfuðborgarsvæðinu hafa ítrekað auglýst eftir iðjuþjálfum en engin umsókn hefur borist. Er hugsanlegt að iðjuþjálfar séu farnir að sækja á önnur mið? Getur verið að þeir sjái ekki fram á að geta framfleytt fjölskyldum sínum á þeim launum sem boðið er upp á? Iðjuþjálfun er afar fjölbreytt fag og er vaxandi stétt um allan heim. Flestir iðjuþjálfar hafa starfað inni á sjúkrahúsum og endurhæfingarstofnunum en með fleiri starfandi iðjuþjálfum hér á landi hefur starfsvettvangur þeirra breyst og breikkað í samræmi við þá fjölgun sem verður. Iðjuþjálfar láta til sín taka á ýmsum sviðum og hafa með hugviti sínu og hugmyndaauðgi sett á laggirnar úrræði eins og Ljósið – miðstöð fyrir krabbameinsgreinda, Hugarafl og Hlutverkasetur. Þessi úrræði hafa sannað sig og eru nú þegar mikilvæg fyrir samfélagið. Með sérþekkingu sinni setja iðjuþjálfar fram góðar og ódýrar lausnir sem geta skipt sköpum við að auka sjálfsbjargargetu fólks. Til að auka virkni, færni og sjálfsbjargargetu einstaklinga sem eiga við andleg, félagsleg eða líkamleg vandamál að etja skiptir ráðgjöf, stuðningur og þjálfun iðjuþjálfa miklu. Tenging við úrræði í samfélaginu er einnig mikilvægur hluti af starfi iðjuþjálfa. Markmiðið er að einstaklingar geti betur tekist á við daglegt líf sem er þeim og samfélaginu mikilvægt. Nú hafa um 20% hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum sagt upp störfum, þeir hafa fengið nóg. Búast má við að fleiri stéttir fari að grípa til þessara örþrifaráða. Tökum höndum saman um að halda í gott starfsfólk innan spítalanna, við viljum ekki byggja upp láglaunasjúkrahús.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun