Orkuauðlindir og atvinna Sigurbjörn Svavarsson skrifar 15. desember 2012 06:00 Ísland er einstaklega vel búið að náttúruauðlindum sem hægt er að nýta á mengunarlausan hátt, með endurnýjanlegri orku til almennings og fyrirtækja í fyrirséðri framtíð. Af nýtanlegri orku höfum við beislað um þriðjung og í fyrirliggjandi Rammaáætlun um orkunýtingu er gert ráð fyrir að hægt sé að nýta annan þriðjung án þess að valda óafturkræfum breytingum á náttúru landsins, þar af er hægt að virkja um helming á næstu 3-5 árum.Hvað á að gera við þessa orku? Þeir sem vilja ganga lengst í að virkja og sem fyrst sjá helst að selja hana til orkufrekrar stóriðju á lágu verði. Slík hugsun er af sama meiði og sú stóriðjustefna sem ríkt hefur allt of lengi, að framleiða mikið fyrir lítið. Nú hefur Landsvirkjun hafið áróður fyrir því að selja raforku gegnum sæstreng til Evrópu, ýmist er nefnd sala á nokkur hundruð megavöttum eða sala á árstíðabundinni umframorku í kerfinu. Nú síðast nefndi Landsvirkjun að sala gegnum sæstreng gæti skilað ofsagróða í líkingu við olíugróða Norðmanna, þó að engar hagkvæmnisathuganir hafi verið birtar. Eigum við að horfa fram hjá því að slík nýting skilar engri atvinnu né virðisauka hér á landi ef virkja á í þessum tilgangi? Þetta er sama hugsunin og ríkti fyrir áratugum í sjávarútvegi, að selja óunninn fisk úr landi einungis vegna hærra hráefnisverðs.Lítill hagur af stóriðju Ef við höfum lært eitthvað af hruninu og atvinnusögu okkar þá ættum við að vera gætin og íhuga vel hvað skilar landinu best í atvinnuuppbyggingu. Sérstaklega þarf að vera á verði þegar öflugir aðilar hvetja til orkufrekra stórframkvæmda í miklum flýti í einstakar mjög fjárfrekar fjárfestingar. Slíkar ákvarðanir eru gjarnan réttlættar með loforðum um aukinn hagvöxt, sem þó þegar nánar er skoðað skilar erlendum fjárfestum miklu en landinu litlu. Stóriðja hefur skilað íslensku samfélagi litlum skatttekjum gegnum árin og arðsemi orkusölu til hennar hefur verið svo léleg að tala má um niðurgreitt rafmagnsverð, sé tekið tillit til ríkisábyrgðar á lánum til Landsvirkjunar. Hagur þjóðarinnar af stóriðju er ekki mikill miðað við umfang hennar, skattar hafa verið litlir, arður af fjárfestingu í stóriðju fer úr landi, efnahagsáhrif lítil í samanburði við aðrar innlendar atvinnugreinar og hagur af henni í raun mjög lítill ef náttúru-, umhverfis- og mengunarkvótakostnaður er tekinn með í reikninginn. 1) Þó að stóriðjan sé að ná útflutningsverðmæti sjávarútvegsins er hún ekki nema hálfdrættingur á við sjávarútveginn í hreinum þjóðartekjum. Umfangi núverandi stóriðju verður ekki breytt né lélegum samningum nema á lengri tíma en það er mikilvægt að meiri orka verði ekki nýtt til stóriðju eða flutt út um sæstreng heldur til arðsamari nota fyrir þjóðina.Sköpum atvinnutækifæri Íslendingar hafa sterka stöðu í orkumálum og eiga ekki að bíða eftir lausnum í atvinnumálum sínum utan frá í formi erlendra fjárfestinga eða erlendra ráðgjafa. Aukna orkuframleiðslu á að nýta til uppbyggingar til atvinnugreina á mörgum sviðum og skapa þeim samkeppnisforskot til útflutnings og innflutnings. Orkukreppa er skollin á og mun endurspeglast í síhækkandi orkuverði, sem leiðir til hærra vöruverðs á framleiðsluvörum viðskiptalanda okkar. Þar mun rísa hæst eldsneytiskostnaður á innfluttu eldsneyti. Hagkvæm og arðsöm orkuframleiðsla getur skapað nýjar starfsgreinar og eflt aðrar sem fyrir eru í stað þess að selja orkuna úr landi eða til stóriðju.Vistvæn atvinnustefna Allar aðstæður eru fyrir hendi til að nýta orkuna á vistvænni og arðsamari hátt, m.a. fyrir heilnæma matvælaframleiðslu með hreinni orku í hreinu umhverfi. Þar má m.a. nefna: l Eflingu jarðar-, garð- og ylræktar til útflutnings. l Fóðurframleiðslu fyrir landbúnað og fiskeldi. l Áburðarframleiðslu. l Fiskeldi á landi. l Mengunarlausan efna- og lífefnaiðnað. Önnur svið eru m.a. framleiðsla á innlendum eldsneytisgjöfum í stað innfluttra. Allt eru þetta raunhæf markmið. Með markvissri atvinnuuppbyggingu til stuðnings þessum greinum skapast fljótt fjölbreytt atvinna fyrir þúsundir manna víða um land sem mun hafa mikil margfeldisáhrif í samfélaginu og verða mun arðbærari og vistvænni en stóriðjuverkefni. Stuðningur við uppbyggingu þarf að vera öflugur í upphafi, t.d. með ívilnandi skattlagningu og hagstæðum lánum í stað stóriðjunnar og kröfunnar um erlenda fjárfestingu. Mikilvægt er að atvinnutækifærin verði til utan höfuðborgarsvæðisins og stjórnvöld hafi öfluga atvinnustefnu til að styrkja landsbyggðina. Tækifæri til að nýta landfræðilega staðhætti fara forgörðum vegna minni áhuga fjármagnsins á minni fjárfestingum á landsbyggðinni og stjórnvöld verða að jafna slíkan aðstöðumun. 1) Skýrslan „Mat á arðsemi orkusölu til stóriðju“. Sjónarrönd nóv. 2011. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Ísland er einstaklega vel búið að náttúruauðlindum sem hægt er að nýta á mengunarlausan hátt, með endurnýjanlegri orku til almennings og fyrirtækja í fyrirséðri framtíð. Af nýtanlegri orku höfum við beislað um þriðjung og í fyrirliggjandi Rammaáætlun um orkunýtingu er gert ráð fyrir að hægt sé að nýta annan þriðjung án þess að valda óafturkræfum breytingum á náttúru landsins, þar af er hægt að virkja um helming á næstu 3-5 árum.Hvað á að gera við þessa orku? Þeir sem vilja ganga lengst í að virkja og sem fyrst sjá helst að selja hana til orkufrekrar stóriðju á lágu verði. Slík hugsun er af sama meiði og sú stóriðjustefna sem ríkt hefur allt of lengi, að framleiða mikið fyrir lítið. Nú hefur Landsvirkjun hafið áróður fyrir því að selja raforku gegnum sæstreng til Evrópu, ýmist er nefnd sala á nokkur hundruð megavöttum eða sala á árstíðabundinni umframorku í kerfinu. Nú síðast nefndi Landsvirkjun að sala gegnum sæstreng gæti skilað ofsagróða í líkingu við olíugróða Norðmanna, þó að engar hagkvæmnisathuganir hafi verið birtar. Eigum við að horfa fram hjá því að slík nýting skilar engri atvinnu né virðisauka hér á landi ef virkja á í þessum tilgangi? Þetta er sama hugsunin og ríkti fyrir áratugum í sjávarútvegi, að selja óunninn fisk úr landi einungis vegna hærra hráefnisverðs.Lítill hagur af stóriðju Ef við höfum lært eitthvað af hruninu og atvinnusögu okkar þá ættum við að vera gætin og íhuga vel hvað skilar landinu best í atvinnuuppbyggingu. Sérstaklega þarf að vera á verði þegar öflugir aðilar hvetja til orkufrekra stórframkvæmda í miklum flýti í einstakar mjög fjárfrekar fjárfestingar. Slíkar ákvarðanir eru gjarnan réttlættar með loforðum um aukinn hagvöxt, sem þó þegar nánar er skoðað skilar erlendum fjárfestum miklu en landinu litlu. Stóriðja hefur skilað íslensku samfélagi litlum skatttekjum gegnum árin og arðsemi orkusölu til hennar hefur verið svo léleg að tala má um niðurgreitt rafmagnsverð, sé tekið tillit til ríkisábyrgðar á lánum til Landsvirkjunar. Hagur þjóðarinnar af stóriðju er ekki mikill miðað við umfang hennar, skattar hafa verið litlir, arður af fjárfestingu í stóriðju fer úr landi, efnahagsáhrif lítil í samanburði við aðrar innlendar atvinnugreinar og hagur af henni í raun mjög lítill ef náttúru-, umhverfis- og mengunarkvótakostnaður er tekinn með í reikninginn. 1) Þó að stóriðjan sé að ná útflutningsverðmæti sjávarútvegsins er hún ekki nema hálfdrættingur á við sjávarútveginn í hreinum þjóðartekjum. Umfangi núverandi stóriðju verður ekki breytt né lélegum samningum nema á lengri tíma en það er mikilvægt að meiri orka verði ekki nýtt til stóriðju eða flutt út um sæstreng heldur til arðsamari nota fyrir þjóðina.Sköpum atvinnutækifæri Íslendingar hafa sterka stöðu í orkumálum og eiga ekki að bíða eftir lausnum í atvinnumálum sínum utan frá í formi erlendra fjárfestinga eða erlendra ráðgjafa. Aukna orkuframleiðslu á að nýta til uppbyggingar til atvinnugreina á mörgum sviðum og skapa þeim samkeppnisforskot til útflutnings og innflutnings. Orkukreppa er skollin á og mun endurspeglast í síhækkandi orkuverði, sem leiðir til hærra vöruverðs á framleiðsluvörum viðskiptalanda okkar. Þar mun rísa hæst eldsneytiskostnaður á innfluttu eldsneyti. Hagkvæm og arðsöm orkuframleiðsla getur skapað nýjar starfsgreinar og eflt aðrar sem fyrir eru í stað þess að selja orkuna úr landi eða til stóriðju.Vistvæn atvinnustefna Allar aðstæður eru fyrir hendi til að nýta orkuna á vistvænni og arðsamari hátt, m.a. fyrir heilnæma matvælaframleiðslu með hreinni orku í hreinu umhverfi. Þar má m.a. nefna: l Eflingu jarðar-, garð- og ylræktar til útflutnings. l Fóðurframleiðslu fyrir landbúnað og fiskeldi. l Áburðarframleiðslu. l Fiskeldi á landi. l Mengunarlausan efna- og lífefnaiðnað. Önnur svið eru m.a. framleiðsla á innlendum eldsneytisgjöfum í stað innfluttra. Allt eru þetta raunhæf markmið. Með markvissri atvinnuuppbyggingu til stuðnings þessum greinum skapast fljótt fjölbreytt atvinna fyrir þúsundir manna víða um land sem mun hafa mikil margfeldisáhrif í samfélaginu og verða mun arðbærari og vistvænni en stóriðjuverkefni. Stuðningur við uppbyggingu þarf að vera öflugur í upphafi, t.d. með ívilnandi skattlagningu og hagstæðum lánum í stað stóriðjunnar og kröfunnar um erlenda fjárfestingu. Mikilvægt er að atvinnutækifærin verði til utan höfuðborgarsvæðisins og stjórnvöld hafi öfluga atvinnustefnu til að styrkja landsbyggðina. Tækifæri til að nýta landfræðilega staðhætti fara forgörðum vegna minni áhuga fjármagnsins á minni fjárfestingum á landsbyggðinni og stjórnvöld verða að jafna slíkan aðstöðumun. 1) Skýrslan „Mat á arðsemi orkusölu til stóriðju“. Sjónarrönd nóv. 2011.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun