Brennandi Alicia Keys 29. nóvember 2012 00:00 Bandaríska söngkonan geysivinsæla Alicia Keys hefur sent frá sér fína fimmtu breiðskífu, Girl On Fire. Hún segist hafa breyst og líði eins og allt sé nýtt. „Það er langt um liðið og ég er ekki sú sem ég var áður," segir í upphafslínum fyrsta lagsins á Girl On Fire, nýútkominni breiðskífu söngkonunnar Aliciu Keys. Platan er sú fimmta í röðinni frá Keys, sem vakti fyrst athygli aðeins tvítug að aldri árið 2001 með frumburðinum Songs in A Minor. Sú plata seldist í bílförmum, hefur selst í alls um tólf milljónum eintökum í dag, vann til fimm Grammy-verðlauna og skartaði meðal annars metsölulaginu Fallin' sem lifað hefur góðu lífi síðustu tæpu tólf árin. Í kjölfar útkomu Songs in A Minor fylgdu þrjár breiðskífur, The Diary of Alicia Keys frá 2003, As I Am frá 2007 og The Element of Freedom frá 2009. Allar nutu þær fáheyrðra vinsælda og héldu söngkonunni í fremstu röð poppsöngkvenna á heimsvísu, þótt þeirri síðastnefndu hafi raunar mistekist að komast á topp vinsældalista í Bandaríkjunum eins og fyrirrennurum hennar. Hún náði þó öðru sætinu í heimalandi Keys og efsta sætinu í Bretlandi, en hagir söngkonunnar breyttust heilmikið eftir útgáfu The Element of Freedom og hefur hún haft tiltölulega hljótt um sig í undanfara útgáfu nýju plötunnar, Girl on Fire, að minnsta kosti sé miðað við árin á undan þegar hún þeyttist linnulítið heimshorna á milli og skammtaði sjálfri sér lítinn sem engan frítíma. Undantekningin var þátttaka hennar í risasmellinum Empire State of Mind ásamt Jay-Z, einu allra vinsælasta lagi ársins 2009 og raunar síðari ára í heiminum. Ástæðuna fyrir hlédrægninni má að stórum hluta rekja til þess að í kringum útkomu The Element of Freedom árið 2009 tilkynnti Keys um trúlofun sína og upptökustjórans Swizz Beatz. Parið gekk í það heilaga í Suður-Afríku meðan á Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu stóð í landinu sumarið 2010 og fyrsta barn söngkonunnar, sonurinn Egypt, leit dagsins ljós nokkrum mánuðum síðar. Ferðalögum hefur því farið fækkandi hjá hjónum og barni, en þess í stað hefur Keys haldið sér í æfingu með því að leikstýra uppfærslu á Broadway og stuttmynd, hanna strigaskólínu fyrir Reebok, komið fram sem gestasöngvari hjá ýmsum listamönnum og tekist á hendur einstaka tónleika. Girl On Fire, sem einkennist að miklu leyti af lögum í rólegri kantinum og píanóleik Keys sjálfrar, var tekin upp í Bandaríkjunum, Bretlandi og á Jamaíku (sem útskýrir hugsanlega reggí-áhrifin sem sveima yfir nokkrum laganna), með aðstoð nafntogaðra upptökustjóra á borð við Dr. Dre og Babyface. „Þessi plata er trúrri því sem ég er og sögunni sem ég er að reyna að segja en áður…Það er mjög mikilvægt fyrir mig að lýsa því hvernig mér líður og hvernig heiminum líður. Heimurinn er nýr! Mér líður eins og allt sé nýtt," segir Keys um plötuna, sem er vissulega ný. Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Bandaríska söngkonan geysivinsæla Alicia Keys hefur sent frá sér fína fimmtu breiðskífu, Girl On Fire. Hún segist hafa breyst og líði eins og allt sé nýtt. „Það er langt um liðið og ég er ekki sú sem ég var áður," segir í upphafslínum fyrsta lagsins á Girl On Fire, nýútkominni breiðskífu söngkonunnar Aliciu Keys. Platan er sú fimmta í röðinni frá Keys, sem vakti fyrst athygli aðeins tvítug að aldri árið 2001 með frumburðinum Songs in A Minor. Sú plata seldist í bílförmum, hefur selst í alls um tólf milljónum eintökum í dag, vann til fimm Grammy-verðlauna og skartaði meðal annars metsölulaginu Fallin' sem lifað hefur góðu lífi síðustu tæpu tólf árin. Í kjölfar útkomu Songs in A Minor fylgdu þrjár breiðskífur, The Diary of Alicia Keys frá 2003, As I Am frá 2007 og The Element of Freedom frá 2009. Allar nutu þær fáheyrðra vinsælda og héldu söngkonunni í fremstu röð poppsöngkvenna á heimsvísu, þótt þeirri síðastnefndu hafi raunar mistekist að komast á topp vinsældalista í Bandaríkjunum eins og fyrirrennurum hennar. Hún náði þó öðru sætinu í heimalandi Keys og efsta sætinu í Bretlandi, en hagir söngkonunnar breyttust heilmikið eftir útgáfu The Element of Freedom og hefur hún haft tiltölulega hljótt um sig í undanfara útgáfu nýju plötunnar, Girl on Fire, að minnsta kosti sé miðað við árin á undan þegar hún þeyttist linnulítið heimshorna á milli og skammtaði sjálfri sér lítinn sem engan frítíma. Undantekningin var þátttaka hennar í risasmellinum Empire State of Mind ásamt Jay-Z, einu allra vinsælasta lagi ársins 2009 og raunar síðari ára í heiminum. Ástæðuna fyrir hlédrægninni má að stórum hluta rekja til þess að í kringum útkomu The Element of Freedom árið 2009 tilkynnti Keys um trúlofun sína og upptökustjórans Swizz Beatz. Parið gekk í það heilaga í Suður-Afríku meðan á Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu stóð í landinu sumarið 2010 og fyrsta barn söngkonunnar, sonurinn Egypt, leit dagsins ljós nokkrum mánuðum síðar. Ferðalögum hefur því farið fækkandi hjá hjónum og barni, en þess í stað hefur Keys haldið sér í æfingu með því að leikstýra uppfærslu á Broadway og stuttmynd, hanna strigaskólínu fyrir Reebok, komið fram sem gestasöngvari hjá ýmsum listamönnum og tekist á hendur einstaka tónleika. Girl On Fire, sem einkennist að miklu leyti af lögum í rólegri kantinum og píanóleik Keys sjálfrar, var tekin upp í Bandaríkjunum, Bretlandi og á Jamaíku (sem útskýrir hugsanlega reggí-áhrifin sem sveima yfir nokkrum laganna), með aðstoð nafntogaðra upptökustjóra á borð við Dr. Dre og Babyface. „Þessi plata er trúrri því sem ég er og sögunni sem ég er að reyna að segja en áður…Það er mjög mikilvægt fyrir mig að lýsa því hvernig mér líður og hvernig heiminum líður. Heimurinn er nýr! Mér líður eins og allt sé nýtt," segir Keys um plötuna, sem er vissulega ný.
Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög