Innlent

Vilja að sýktir gripir verði felldir

Sýnt er að á fjórða tug gripa verður felldur vegna sýkingarinnar.
Sýnt er að á fjórða tug gripa verður felldur vegna sýkingarinnar.
Matvælastofnun hefur sent atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu tillögu um að öllum gripum sem greinst hafa með smitandi barkabólgu verði slátrað, en ákvörðun um frekari niðurskurð verði tekin á grundvelli niðurstaðna þeirra rannsókna sem nú standa yfir.

Samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma er í höndum ráðherra að fyrirskipa ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að útrýma eða hindra útbreiðslu dýrasjúkdóma, að fengnum tillögum Matvælastofnunar.

Eins og greint hefur verið frá voru tekin sýni á öllum kúabúum á landinu og þau rannsökuð með tilliti til mótefna gegn nautgripaherpesveiru. Engin mótefni fundust á öðrum en þeim tveimur búum sem sýkingin hafði þegar greinst á, eða á Egilsstöðum og Fljótsbakka á Fljótsdalshéraði. Í byrjun vikunnar voru tekin blóðsýni úr öllum gripum eldri en sex mánaða á Egilsstöðum og Fljótsbakka. Niðurstöður rannsókna á þeim munu væntanlega liggja fyrir í næstu viku, segir á vef Matvælastofnunar, sem hefur ásamt Landssambandi kúabænda og Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti haft samvinnu um aðgerðir vegna málsins. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×