Android í skotlínunni 10. nóvember 2012 07:00 Rik Ferguson hjá TrendMicro er í hljómsveit og æfir karate. Þá hefur hann ráðlagt ESB um netöryggi og unnið fyrir Interpol. „Android er í sömu stöðu og Windows var í hér áður fyrr,“ segir Rik Ferguson, yfirmaður þróunar, rannsókna og samskipta hjá tölvuöryggisfyrirtækinu TrendMicro í Evrópu. Þessi staða geri stýrikerfið, sem er það vinsælasta í heimi fyrir snjallsíma, spjaldtölvur og margvísleg önnur tæki, að helsta skotmarki tölvuglæpamanna. „Þeir sömu og áður stóðu fyrir árásum á tölvur sjá nú hagnaðarvon í að herja á snjallsíma. Hér eru engir aukvisar á ferð,“ segir Ferguson, sem hélt erindi á „föstudagshugvekju“ Advania í gærmorgun. Óværan er svo af ýmsum toga. Sum forrit láta símann hringja eða senda skilaboð sem svo er rukkað hátt gjald fyrir, önnur stela gögnum og svo eru forrit sem láta símann „smella“ á auglýsingatengla þar sem eigendur þeirra fá greitt fyrir hvern smell. Á ráðstefnunni sýndi Ferguson líka hvernig fjarstýra mátti Android-farsíma sýktum af óværu og fylgjast með símtölum og SMS-sendingum, auk þess að láta hann taka upp það sem gerðist í kringum hann, allt án þess að notandinn yrði þess var. Helstu vörnina segir Ferguson að halda vöku sinni. Símar sýkist helst af óværu sem laumað er með öðrum hugbúnaði eða leikjum. Þá átti sig margir ekki á því að símar geti sýkst af því einu að smella á flýtivísun í tölvupósti eða SMS-skilaboðum. Þeir sem óttast sérstaklega að vera skotmörk óvandaðra tölvuglæpamanna ættu svo líka að velja símtæki með öruggara stýrikerfi en Android, segir Ferguson. Tölvuógnir fyrir farsíma séu hins vegar veruleiki sem bregðast verði við. olikr@frettabladid.is Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
„Android er í sömu stöðu og Windows var í hér áður fyrr,“ segir Rik Ferguson, yfirmaður þróunar, rannsókna og samskipta hjá tölvuöryggisfyrirtækinu TrendMicro í Evrópu. Þessi staða geri stýrikerfið, sem er það vinsælasta í heimi fyrir snjallsíma, spjaldtölvur og margvísleg önnur tæki, að helsta skotmarki tölvuglæpamanna. „Þeir sömu og áður stóðu fyrir árásum á tölvur sjá nú hagnaðarvon í að herja á snjallsíma. Hér eru engir aukvisar á ferð,“ segir Ferguson, sem hélt erindi á „föstudagshugvekju“ Advania í gærmorgun. Óværan er svo af ýmsum toga. Sum forrit láta símann hringja eða senda skilaboð sem svo er rukkað hátt gjald fyrir, önnur stela gögnum og svo eru forrit sem láta símann „smella“ á auglýsingatengla þar sem eigendur þeirra fá greitt fyrir hvern smell. Á ráðstefnunni sýndi Ferguson líka hvernig fjarstýra mátti Android-farsíma sýktum af óværu og fylgjast með símtölum og SMS-sendingum, auk þess að láta hann taka upp það sem gerðist í kringum hann, allt án þess að notandinn yrði þess var. Helstu vörnina segir Ferguson að halda vöku sinni. Símar sýkist helst af óværu sem laumað er með öðrum hugbúnaði eða leikjum. Þá átti sig margir ekki á því að símar geti sýkst af því einu að smella á flýtivísun í tölvupósti eða SMS-skilaboðum. Þeir sem óttast sérstaklega að vera skotmörk óvandaðra tölvuglæpamanna ættu svo líka að velja símtæki með öruggara stýrikerfi en Android, segir Ferguson. Tölvuógnir fyrir farsíma séu hins vegar veruleiki sem bregðast verði við. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira