Besta kvikmynd Afflecks 8. nóvember 2012 00:01 Spennumyndin Argo verður frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum. Argo segir frá atburði sem átti sér stað í Teheran árið 1979. Hinn 4. nóvember það ár hertóku íranskir hermenn bandaríska sendiráðið og héldu starfsmönnum þess í gíslingu. Innrásin var gerð í hefndarskyni vegna stuðnings Bandaríkjanna við keisarann Reza Pahlavi sem hafði verið steypt af stóli nokkru áður. Sex starfsmönnum sendiráðsins tókst þó að komast undan og földu þeir sig í kanadíska sendiráðinu. Bandarísk stjórnvöld lögðu á ráðin um hvernig mætti koma sexmenningunum heim og ákváðu að dulbúa sérsveitarmenn sem kvikmyndagerðarfólk sem væri við tökur á kvikmynd í Íran. Ben Affleck leikur sérsveitarmanninn Tony Mendez, sem var fenginn til að stýra björgunaraðgerðinni. Mendez hafði áður starfað sem teiknari og hönnuður hjá fyrirtækinu Martin Marietta en hjá CIA fékkst hann oftast við skjalafals og búningahönnun. Affleck lætur sér ekki nægja að fara með aðalhlutverk myndarinnar heldur leikstýrir henni einnig. Hann tók myndina upp á venjulega filmu og stækkaði síðan hvern ramma til að ná þeirri myndupplausn sem sjá mátti í kvikmyndafilmum frá áttunda áratugnum. Affleck framleiðir jafnframt myndina ásamt leikurunum Grant Heslov og George Clooney. Með önnur hlutverk í myndinni fara Bryan Cranston, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt úr sjónvarpsþáttunum Breaking Bad, John Goodman, Alan Arkin, Tate Donovan, Victor Garber og Clea Duvall. Myndin hefur fengið glimrandi góða dóma víðast hvar og á vefsíðunni Rottentomatoes.com fær hún 95 prósent í einkunn. Gagnrýnendur segja myndina vera í hópi bestu kvikmynda ársins og telja nokkuð víst að hún muni keppa til Óskarsverðlaunanna í byrjun næsta árs. Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
Spennumyndin Argo verður frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum. Argo segir frá atburði sem átti sér stað í Teheran árið 1979. Hinn 4. nóvember það ár hertóku íranskir hermenn bandaríska sendiráðið og héldu starfsmönnum þess í gíslingu. Innrásin var gerð í hefndarskyni vegna stuðnings Bandaríkjanna við keisarann Reza Pahlavi sem hafði verið steypt af stóli nokkru áður. Sex starfsmönnum sendiráðsins tókst þó að komast undan og földu þeir sig í kanadíska sendiráðinu. Bandarísk stjórnvöld lögðu á ráðin um hvernig mætti koma sexmenningunum heim og ákváðu að dulbúa sérsveitarmenn sem kvikmyndagerðarfólk sem væri við tökur á kvikmynd í Íran. Ben Affleck leikur sérsveitarmanninn Tony Mendez, sem var fenginn til að stýra björgunaraðgerðinni. Mendez hafði áður starfað sem teiknari og hönnuður hjá fyrirtækinu Martin Marietta en hjá CIA fékkst hann oftast við skjalafals og búningahönnun. Affleck lætur sér ekki nægja að fara með aðalhlutverk myndarinnar heldur leikstýrir henni einnig. Hann tók myndina upp á venjulega filmu og stækkaði síðan hvern ramma til að ná þeirri myndupplausn sem sjá mátti í kvikmyndafilmum frá áttunda áratugnum. Affleck framleiðir jafnframt myndina ásamt leikurunum Grant Heslov og George Clooney. Með önnur hlutverk í myndinni fara Bryan Cranston, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt úr sjónvarpsþáttunum Breaking Bad, John Goodman, Alan Arkin, Tate Donovan, Victor Garber og Clea Duvall. Myndin hefur fengið glimrandi góða dóma víðast hvar og á vefsíðunni Rottentomatoes.com fær hún 95 prósent í einkunn. Gagnrýnendur segja myndina vera í hópi bestu kvikmynda ársins og telja nokkuð víst að hún muni keppa til Óskarsverðlaunanna í byrjun næsta árs.
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira