Lífið

Foxx leikur illmenni

Jamie Foxx leikur að öllum líkindum illmennið Electro.
nordicphotos/getty
Jamie Foxx leikur að öllum líkindum illmennið Electro. nordicphotos/getty
Jamie Foxx ætlar að taka að sér hlutverk illmennisins Electro í framhaldi The Amazing Spider-Man sem er væntanlegt 2014. Tíðindin hafa ekki verið gerð opinber en Foxx hefur sjálfur gefið í skyn að hann leiki í myndinni. „Ég klæddi mig upp sem Electro á hrekkjavökunni í gærkvöldi. Búningurinn fór mér vel,“ skrifaði hann á Twitter.

Electro birtist fyrst í myndasögu Marvels, Spider-Man, í febrúar 1964. Þeir Köngulóarmaðurinn hafa lengi eldað grátt silfur saman í myndasögunum en Electro hefur aldrei komist á hvíta tjaldið áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.