Hvernig verja menn sig gagnvart hugverkaþjófum? Jón Þorvarðarson skrifar 31. október 2012 08:00 Meðan Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, gegndi stöðu markaðsstjóra boðaði hún mig á fund í höfuðstöðvar bankans til kynna fyrir sér og markaðsdeild bankans hugmyndavinnu er nýst gæti til markaðssóknar. Á þeim fundi lagði ég m.a. til að þáverandi vígorð bankans, „Íslandsbanki 100%", yrði skipt út fyrir hið hugmyndamiðaða vígorð „Reiknaðu með okkur". Til að útskýra nánar hugmyndina bak við hið nýja vígorð lagði ég fram kynningarbækling sem ber yfirskriftina „Reiknaðu með okkur" og fletti í gegnum hann, blaðsíðu fyrir blaðsíðu, með fundarmönnum. Eftir að Birna Einarsdóttir og hennar nánasta samstarfsfólk hafði rannsakað hugmyndir mínar ofan í kjölinn í heilan mánuð kvað hún upp úr að bankinn kysi að halda sig til hlés að sinni. Um mitt árið 2011 tekur Fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka upp nafnið Ergo og fylgdi nafnabreytingunni úr hlaði með mjög kröftugri markaðsherferð undir vígorðinu „Reiknaðu með okkur". Vígorðið hafði nákvæmlega sömu skírskotun og ég hafði lagt áherslu á þegar hugmyndavinna mín var kynnt fyrir Birnu Einarsdóttur. Til þessarar markaðsherferðar var stofnað, án alls vafa í mínum huga, með því að opna hugmyndapakka minn upp á gátt og gjörnýta innsta kjarna hans í þágu Ergo. Þar sem um augljósan hugmyndastuld var að ræða að mínu mati setti ég mig í samband við Birnu Einarsdóttur og krafðist þess að bankinn leiðrétti sinn hlut gagnvart mér. Sú leiðrétting hefur ekki enn séð dagsins ljós enda Birna upptekin við að þvo hendur sínar af ósómanum. Og með samstilltu átaki Jóns Hannesar Karlssonar, framkvæmdastjóra Ergo, og Hólmfríðar Einarsdóttur, núverandi markaðsstjóra, átti að sjá til þess að hvorki félli blettur né hrukka á Birnu Einarsdóttur í þessu máli. Í viðtölum hefur Birna borið fyrir sig minnisleysi þegar hugverk mitt hefur borið á góma. Sem helgast helst af því að þegar hún gegndi stöðu markaðsstjóra þá stóðu menn í biðröðum fyrir utan bankann og vildu ólmir selja bankanum uppskriftir að markaðsherferðum. Og Birna hafði bara ekki undan að taka við hugmyndum, fékk víst 5-10 uppskriftir á viku að eigin sögn. En óvart missti hún út úr sér í sama viðtali að ég hefði matreitt ofan í hana markaðshugmyndir á sínum tíma. Svo að eina stundina er hún marghrjáð af minnisleysi en aðra stundina bregst minnið henni ekki. Birna telur líka að það skipti máli að bankinn hafi skipt um auglýsingastofu í millitíðinni! Hverju breytir það varðandi hugverkakynningu mína innan bankans? Og hvers vegna skiptir það máli þegar vitað er að markaðsdeild bankans og auglýsingastofan búa hvort eð er í sömu blokk ef svo má að orði komast? Auk þess hefur Birna haldið því á lofti að hún hafi enga aðkomu að markaðsherferðum og lætur í það skína að markaðsdeildin sé henni nánast óviðkomandi. Og hún, fyrrverandi markaðsstjórinn, heldur því fram að hún sé ekkert „inni í" málum markaðsdeildarinnar. En á sama tíma keppist hún við á bankaþingum að lofa markaðsdeild bankans fyrir markaðsherferð Ergo! Málflutningur Birnu Einarsdóttur hefur verið fráleitur í alla staði. Það segir sig auðvitað sjálft að þegar bankastjóri hefur fengið rækilega kynningu á sértæku markaðshugverki þá getur markaðsskúta bankans ekki veitt hugverkið í net sitt og síðan borið þann skjöld fyrir sig að bankastjórinn hafi ekki staðið á dekki þegar trollið var híft inn! Og hver ber annars ábyrgð á þeim verkum sem hrint er í framkvæmd með vitund og vilja bankastjórans? Það skyldi þó ekki vera Birna sjálf? Menningarmálaráðuneytið í Danmörku hefur orðið þess áskynja að hugverkasmiðir eru tregir til að kynna hugmyndir sínar innan fyrirtækja af ótta við að hugverki þeirra verði stolið. Lagagreinar þar í landi leggja blátt bann við því að fyrirtæki geti í heimildarleysi nýtt sér hugmyndavinnu sem hefur verið kynnt innan fyrirtækisins. Til að koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar geti stolið hugverkum annarra hefur ráðuneytið danska hvatt hugverkasmiði til að treysta varnir sínar gagnvart mögulegum hugmyndaþjófum. Lagt er til að hugverkasmiðir, sem vilja koma hugmyndum sínum á framfæri, láti viðkomandi fyrirtæki skrifa undir yfirlýsingu um algjöran trúnað og leynd. Auk þess er mælst til þess að hugverkasmiðir leiti til lögmanns sem staðfestir með dagsetningu og undirskrift hver sé höfundur umrætts hugverks. Mistök mín fólust í því að treysta orðum manna og það skyldi enginn gera í mínum sporum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Meðan Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, gegndi stöðu markaðsstjóra boðaði hún mig á fund í höfuðstöðvar bankans til kynna fyrir sér og markaðsdeild bankans hugmyndavinnu er nýst gæti til markaðssóknar. Á þeim fundi lagði ég m.a. til að þáverandi vígorð bankans, „Íslandsbanki 100%", yrði skipt út fyrir hið hugmyndamiðaða vígorð „Reiknaðu með okkur". Til að útskýra nánar hugmyndina bak við hið nýja vígorð lagði ég fram kynningarbækling sem ber yfirskriftina „Reiknaðu með okkur" og fletti í gegnum hann, blaðsíðu fyrir blaðsíðu, með fundarmönnum. Eftir að Birna Einarsdóttir og hennar nánasta samstarfsfólk hafði rannsakað hugmyndir mínar ofan í kjölinn í heilan mánuð kvað hún upp úr að bankinn kysi að halda sig til hlés að sinni. Um mitt árið 2011 tekur Fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka upp nafnið Ergo og fylgdi nafnabreytingunni úr hlaði með mjög kröftugri markaðsherferð undir vígorðinu „Reiknaðu með okkur". Vígorðið hafði nákvæmlega sömu skírskotun og ég hafði lagt áherslu á þegar hugmyndavinna mín var kynnt fyrir Birnu Einarsdóttur. Til þessarar markaðsherferðar var stofnað, án alls vafa í mínum huga, með því að opna hugmyndapakka minn upp á gátt og gjörnýta innsta kjarna hans í þágu Ergo. Þar sem um augljósan hugmyndastuld var að ræða að mínu mati setti ég mig í samband við Birnu Einarsdóttur og krafðist þess að bankinn leiðrétti sinn hlut gagnvart mér. Sú leiðrétting hefur ekki enn séð dagsins ljós enda Birna upptekin við að þvo hendur sínar af ósómanum. Og með samstilltu átaki Jóns Hannesar Karlssonar, framkvæmdastjóra Ergo, og Hólmfríðar Einarsdóttur, núverandi markaðsstjóra, átti að sjá til þess að hvorki félli blettur né hrukka á Birnu Einarsdóttur í þessu máli. Í viðtölum hefur Birna borið fyrir sig minnisleysi þegar hugverk mitt hefur borið á góma. Sem helgast helst af því að þegar hún gegndi stöðu markaðsstjóra þá stóðu menn í biðröðum fyrir utan bankann og vildu ólmir selja bankanum uppskriftir að markaðsherferðum. Og Birna hafði bara ekki undan að taka við hugmyndum, fékk víst 5-10 uppskriftir á viku að eigin sögn. En óvart missti hún út úr sér í sama viðtali að ég hefði matreitt ofan í hana markaðshugmyndir á sínum tíma. Svo að eina stundina er hún marghrjáð af minnisleysi en aðra stundina bregst minnið henni ekki. Birna telur líka að það skipti máli að bankinn hafi skipt um auglýsingastofu í millitíðinni! Hverju breytir það varðandi hugverkakynningu mína innan bankans? Og hvers vegna skiptir það máli þegar vitað er að markaðsdeild bankans og auglýsingastofan búa hvort eð er í sömu blokk ef svo má að orði komast? Auk þess hefur Birna haldið því á lofti að hún hafi enga aðkomu að markaðsherferðum og lætur í það skína að markaðsdeildin sé henni nánast óviðkomandi. Og hún, fyrrverandi markaðsstjórinn, heldur því fram að hún sé ekkert „inni í" málum markaðsdeildarinnar. En á sama tíma keppist hún við á bankaþingum að lofa markaðsdeild bankans fyrir markaðsherferð Ergo! Málflutningur Birnu Einarsdóttur hefur verið fráleitur í alla staði. Það segir sig auðvitað sjálft að þegar bankastjóri hefur fengið rækilega kynningu á sértæku markaðshugverki þá getur markaðsskúta bankans ekki veitt hugverkið í net sitt og síðan borið þann skjöld fyrir sig að bankastjórinn hafi ekki staðið á dekki þegar trollið var híft inn! Og hver ber annars ábyrgð á þeim verkum sem hrint er í framkvæmd með vitund og vilja bankastjórans? Það skyldi þó ekki vera Birna sjálf? Menningarmálaráðuneytið í Danmörku hefur orðið þess áskynja að hugverkasmiðir eru tregir til að kynna hugmyndir sínar innan fyrirtækja af ótta við að hugverki þeirra verði stolið. Lagagreinar þar í landi leggja blátt bann við því að fyrirtæki geti í heimildarleysi nýtt sér hugmyndavinnu sem hefur verið kynnt innan fyrirtækisins. Til að koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar geti stolið hugverkum annarra hefur ráðuneytið danska hvatt hugverkasmiði til að treysta varnir sínar gagnvart mögulegum hugmyndaþjófum. Lagt er til að hugverkasmiðir, sem vilja koma hugmyndum sínum á framfæri, láti viðkomandi fyrirtæki skrifa undir yfirlýsingu um algjöran trúnað og leynd. Auk þess er mælst til þess að hugverkasmiðir leiti til lögmanns sem staðfestir með dagsetningu og undirskrift hver sé höfundur umrætts hugverks. Mistök mín fólust í því að treysta orðum manna og það skyldi enginn gera í mínum sporum!
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar