Systraverk innblásin af Sigur Rós 31. október 2012 11:27 Lilja Birgisdóttir Sýning hennar og systur hennar Ingibjargar verður opnuð í kvöld klukkan átta. Ingibjörg er nýbúin að eignast barn og átti því ekki heimangengt. Fréttablaðið/Valli Lilja og Ingibjörg Birgisdætur sýna listaverk innblásin af plötu Sigur Rósar, Valtari, á sýningunni Varúð sem haldin er í tengslum við Airwaves 2012. „Hafið leikur stórt hlutverk á Varúð,“ segir Lilja Birgisdóttir sem verður fyrir svörum, „enda sveipað dulúð og fegurð líkt og tónlist Valtara.“ Lilja og Ingibjörg gerðu plötuumslag Valtara. Verkin á sýningunni tengjast þó fæst plötunni beint, nema þó þannig að platan varð innblástur verkanna. „Á sýningunni eru handlitaðar ljósmyndir, vídeó- og hljóðverk. Sem dæmi um það síðastnefnda er verkið sem sýningin dregur nafn sitt af, Varúð, en það byggir á skipaflauti. Þegar blásnir eru fimm langir tónar þá þýðir það varúð.“ Lilja segir sýninguna því nokkurs konar samruna tónlistar og myndlistar. „Það er mjög áhugavert að velta þessum samruna listheima fyrir sér. Tónlist er huglæg í sjálfri sér og óáþreifanleg og með verkunum má segja að við sýnum áþreifanlega túlkun á tónlistinni og sköpum henni ákveðna efniskennd.“ Lilja og Ingibjörg eru systur sem báðar hafa fetað veg myndlistarinnar. Þær útskrifuðust báðar úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Þær eru systur Jónsa, söngvara Sigur Rósar. „Við unnum líka saman að plötuumslaginu og öllum listrænum verkefnum á plötunni hans, Go. Við erum mjög samrýndar enda bara tvö ár á milli okkar,“ segir Lilja að lokum. Sýningin verður opnuð í kvöld í Listamenn gallerí, Skúlagötu 32. Opnunin er á milli sex og átta í kvöld og eru allir hjartanlega velkomnir. Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Lilja og Ingibjörg Birgisdætur sýna listaverk innblásin af plötu Sigur Rósar, Valtari, á sýningunni Varúð sem haldin er í tengslum við Airwaves 2012. „Hafið leikur stórt hlutverk á Varúð,“ segir Lilja Birgisdóttir sem verður fyrir svörum, „enda sveipað dulúð og fegurð líkt og tónlist Valtara.“ Lilja og Ingibjörg gerðu plötuumslag Valtara. Verkin á sýningunni tengjast þó fæst plötunni beint, nema þó þannig að platan varð innblástur verkanna. „Á sýningunni eru handlitaðar ljósmyndir, vídeó- og hljóðverk. Sem dæmi um það síðastnefnda er verkið sem sýningin dregur nafn sitt af, Varúð, en það byggir á skipaflauti. Þegar blásnir eru fimm langir tónar þá þýðir það varúð.“ Lilja segir sýninguna því nokkurs konar samruna tónlistar og myndlistar. „Það er mjög áhugavert að velta þessum samruna listheima fyrir sér. Tónlist er huglæg í sjálfri sér og óáþreifanleg og með verkunum má segja að við sýnum áþreifanlega túlkun á tónlistinni og sköpum henni ákveðna efniskennd.“ Lilja og Ingibjörg eru systur sem báðar hafa fetað veg myndlistarinnar. Þær útskrifuðust báðar úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Þær eru systur Jónsa, söngvara Sigur Rósar. „Við unnum líka saman að plötuumslaginu og öllum listrænum verkefnum á plötunni hans, Go. Við erum mjög samrýndar enda bara tvö ár á milli okkar,“ segir Lilja að lokum. Sýningin verður opnuð í kvöld í Listamenn gallerí, Skúlagötu 32. Opnunin er á milli sex og átta í kvöld og eru allir hjartanlega velkomnir.
Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira