Skapandi greinar eru lóðið Össur Skarphéðinsson skrifar 26. október 2012 06:00 Gamla handboltahetjan Finnur Jóhannsson hjá True North tók mig eiginlega á tæknilegu rothöggi þegar hann kom til fundar við mig á sínum tíma. Hann afþakkaði sæti í ráðherrasófanum en skellti sér flötum beinum á gólfið. Þar hnyklaði hann tattóveraða vöðva og hélt innblásna ræðu um hversu ábatasamt og atvinnuskapandi það væri fyrir samfélagið að hækka endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Ríkisstjórnin samþykkti í kjölfarið tillögu mína um að hækka endurgreiðslurnar um næstum helming. Þær fóru upp í 20%. Finnur reyndist hafa rétt fyrir sér og hver stórmyndin hefur síðan rekið aðra. Alltof fáir skilja gildi skapandi greina fyrir hagkerfið. Alltof margir líta á stuðning við þær sem lúxus, jafnvel óþarfa. Nægir að minna á árlega síbylju ónefndrar ungliðahreyfingar gamalgróins stjórnmálaflokks. Staðreyndin er samt sú, að kraftmikil lista- og menningartengd sköpun á Íslandi er orðin mikilvægur þáttur í verðmætaframleiðslu á Íslandi. Rannsóknin, sem kennd er við 1. des., sýndi að nú starfa um tíu þúsund manns við það sem skilgreint er sem skapandi greinar á grundvelli aðferðafræði Unesco. Virðisaukaskattskyld velta þeirra er um 190 milljarðar á ársgrundvelli. Beinhörð útflutningsverðmæti eru 24 milljarðar króna. Það er álíka og loðnuvertíðin í fyrra, sem var þó býsna góð. Besta leiðin til að brjóta upp einhæfnina í alltof fábreyttu atvinnulífi Íslendinga er að efla skapandi greinar. Það þarf að örva þær með öflugu stuðningskerfi sem stenst því snúning sem aðrar greinar njóta. Það þarf „jafnræði atvinnugreina" þar sem skapandi iðja á kost á verkefnatengdum sjóðum eins og aðrar greinar til að örva frumkvæði einyrkja, og smáfyrirtæki sem dreymir um að stækka. Við þurfum meiri útflutning á vöru og þjónustu sem byggir á miðlun, hönnun, innsæi og ímyndunarafli – sem sagt alhliða sköpun. Í skapandi greinum dyljast mikil sóknarfæri inn í framtíðina. Við höfum horft fram hjá þeim of lengi. Nú þarf að nýta kröftugan efnahagsbata næstu ára til að búa þessum sóknargreinum jákvætt og örvandi umhverfi. Það er lóðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Gamla handboltahetjan Finnur Jóhannsson hjá True North tók mig eiginlega á tæknilegu rothöggi þegar hann kom til fundar við mig á sínum tíma. Hann afþakkaði sæti í ráðherrasófanum en skellti sér flötum beinum á gólfið. Þar hnyklaði hann tattóveraða vöðva og hélt innblásna ræðu um hversu ábatasamt og atvinnuskapandi það væri fyrir samfélagið að hækka endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Ríkisstjórnin samþykkti í kjölfarið tillögu mína um að hækka endurgreiðslurnar um næstum helming. Þær fóru upp í 20%. Finnur reyndist hafa rétt fyrir sér og hver stórmyndin hefur síðan rekið aðra. Alltof fáir skilja gildi skapandi greina fyrir hagkerfið. Alltof margir líta á stuðning við þær sem lúxus, jafnvel óþarfa. Nægir að minna á árlega síbylju ónefndrar ungliðahreyfingar gamalgróins stjórnmálaflokks. Staðreyndin er samt sú, að kraftmikil lista- og menningartengd sköpun á Íslandi er orðin mikilvægur þáttur í verðmætaframleiðslu á Íslandi. Rannsóknin, sem kennd er við 1. des., sýndi að nú starfa um tíu þúsund manns við það sem skilgreint er sem skapandi greinar á grundvelli aðferðafræði Unesco. Virðisaukaskattskyld velta þeirra er um 190 milljarðar á ársgrundvelli. Beinhörð útflutningsverðmæti eru 24 milljarðar króna. Það er álíka og loðnuvertíðin í fyrra, sem var þó býsna góð. Besta leiðin til að brjóta upp einhæfnina í alltof fábreyttu atvinnulífi Íslendinga er að efla skapandi greinar. Það þarf að örva þær með öflugu stuðningskerfi sem stenst því snúning sem aðrar greinar njóta. Það þarf „jafnræði atvinnugreina" þar sem skapandi iðja á kost á verkefnatengdum sjóðum eins og aðrar greinar til að örva frumkvæði einyrkja, og smáfyrirtæki sem dreymir um að stækka. Við þurfum meiri útflutning á vöru og þjónustu sem byggir á miðlun, hönnun, innsæi og ímyndunarafli – sem sagt alhliða sköpun. Í skapandi greinum dyljast mikil sóknarfæri inn í framtíðina. Við höfum horft fram hjá þeim of lengi. Nú þarf að nýta kröftugan efnahagsbata næstu ára til að búa þessum sóknargreinum jákvætt og örvandi umhverfi. Það er lóðið.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar