Verum ekki of neikvæð Svavar Gestsson skrifar 18. október 2012 06:00 Nú er komið að því að greiða atkvæði um fimm atriði sem hugsanlega verða í nýrri stjórnarskrá og um meginspurninguna hvort leggja skuli tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Það er algerlega sjálfsagt að taka þátt í þeirri kosningu. Það er hins vegar vandasamt a) vegna spurninganna eins og þær eru orðaðar og b) vegna túlkunar þeirra sem aðallega tala fyrir þessum breytingum eins og þær liggja fyrir í tillögum stjórnlagaráðs. Alþingi er vandi á höndum því þangað fara niðurstöðurnar. – Verður nú farið yfir spurningarnar: Fyrst er spurt hvort kjósandinn vilji að tillögur stjórnlagaráðs verði „lagðar til grundvallar“ frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Ég er ósammála mörgu í tillögum um nýja stjórnarskrá, margt er óskýrt, og túlkanir stjórnlagaráðsmanna hafa ekki skýrt málin heldur flækt þau. Það er til dæmis fáránlegt að stilla málum þannig upp að Alþingi verði að fallast á tillögur stjórnlagaráðs óbreyttar. Það er enginn þess umkominn að stilla Alþingi upp við vegg. Ég hallast fremur að því að segja já en nei við þessari spurningu í trausti þess að tillögur stjórnlagaráðs verði hafðar til hliðsjónar en ekki verði litið á þær sem úrslitakosti fyrir Alþingi. Ég mun segja já við spurningu tvö. Þessi spurning fjallar um þjóðareign á auðlindum. Ég hygg að andstaða Sjálfstæðisflokksins við atkvæðagreiðsluna í heild stafi reyndar sérstaklega af andstöðu við einmitt þetta ákvæði sem er efnislega í andstöðu við stefnu þess flokks. Þriðja spurningin er flókin. Það er unnt að hafa ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskránni en jafnframt að hafa þar skýrt ákvæði um algert trúfrelsi og að enginn trúflokkur megi vera öðrum æðri í framkvæmd trúfrelsisákvæðanna. Mér finnst sérkennilegt ef þeir sem styðja þjóðkirkjuákvæðið fjölmenna ekki á kjörstað til þess að styðja þjóðkirkjuna sérstaklega. Athyglisvert er að Samband ungra sjálfstæðismanna vill einmitt segja nei við þessari spurningu. Athygli vekur reyndar að þessi samtök eru einu stjórnmálasamtökin sem þannig formlega lýsa andstöðu við þjóðkirkjuna. Er það einnig skoðun Sjálfstæðisflokksins sem flokks? Í fjórðu spurningunni er spurt um persónukjör. Ég hef verið hlynntur persónukjöri. Ég hef lengi talið að kjósa ætti til Alþingis í tvennu lagi, annars vegar með persónukjöri þar sem menn eru kosnir í einmenningskjördæmum – eins og helmingur alþingismanna – hins vegar að landið væri allt eitt kjördæmi þegar kjósa ætti helming alþingismanna. Prófkjörin eru auðvitað eins konar persónukjör og þannig hafa einstaklingar mikil áhrif. Það styrkir líka áhrifavald einstaklinga að landinu er skipt í fleiri kjördæmi. Það dregur úr miðstýrðu valdi flokksforystunnar og getur skapað svigrúm fyrir þingmenn sem vilja fara aðrar leiðir. En gleymum því ekki að stjórnmálaflokkarnir hafa þýðingarmiklu málefnalegu hlutverki að gegna í lýðræðissamfélagi. Með því að auka vægi persónukjörs enn frá því sem nú er þá værum við að draga úr málefnalegu vægi kosninganna hverju sinni. Ég segi nei við spurningu fimm um jafnt vægi atkvæða á öllu landinu. Landsbyggðin hefur á seinni árum lotið í lægra haldi fyrir markaðsöflunum á mörgum sviðum. Það er algerlega ljóst að yfirgnæfandi já við þessari spurningu yrði misnotað til þess að gera landið allt að einu kjördæmi. Það má ekki gerast. En það væri líka ólýðræðislegt; þar með væri forystu flokkanna fært allt vald í hendur því uppstilling á framboðslista yrði á einum stað. Það að gera allt landið að einu kjördæmi væri því ólýðræðislegt – auk þess sem það vegur að hagsmunum landsbyggðarinnar. Ég mun svara síðustu spurningunni með jái – treystandi því að Alþingi finni þar eðlilegt meðalhóf en þar er spurt hvort setja eigi í stjórnarskrá ákvæði um að tiltekinn hluti landsmanna geti fengið þjóðaratkvæði með undirskriftum sínum. Með þessu tali hef ég sýnt fram á að það væri ábyrgðarlaust að sitja heima. En það er sérstaklega umhugsunarvert ef það er flokkslína Sjálfstæðisflokksins að láta kylfu ráða kasti um málefni sem sá flokkur hefur talið mikilvæg eins og þjóðkirkjuákvæðið. Þessi flokkur hefur lengst af talið sig sérstakan fulltrúa þjóðkirkjunnar í stjórnmálum. Er sú tíð liðin? Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að snúa baki við þjóðkirkjunni? Það er einnig umhugsunarvert að flokkur sá láti sig einu gilda um hagsmuni landsbyggðarinnar og á hann þó vaska talsmenn dreifbýlis í sínum röðum. Sjálfstæðisflokkurinn er hér nefndur oft af því að hann er eini flokkurinn sem hefur sem flokkur viljað beita sér eins og samþykkt Sambands ungra sjálfstæðismanna er til marks um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Sjá meira
Nú er komið að því að greiða atkvæði um fimm atriði sem hugsanlega verða í nýrri stjórnarskrá og um meginspurninguna hvort leggja skuli tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Það er algerlega sjálfsagt að taka þátt í þeirri kosningu. Það er hins vegar vandasamt a) vegna spurninganna eins og þær eru orðaðar og b) vegna túlkunar þeirra sem aðallega tala fyrir þessum breytingum eins og þær liggja fyrir í tillögum stjórnlagaráðs. Alþingi er vandi á höndum því þangað fara niðurstöðurnar. – Verður nú farið yfir spurningarnar: Fyrst er spurt hvort kjósandinn vilji að tillögur stjórnlagaráðs verði „lagðar til grundvallar“ frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Ég er ósammála mörgu í tillögum um nýja stjórnarskrá, margt er óskýrt, og túlkanir stjórnlagaráðsmanna hafa ekki skýrt málin heldur flækt þau. Það er til dæmis fáránlegt að stilla málum þannig upp að Alþingi verði að fallast á tillögur stjórnlagaráðs óbreyttar. Það er enginn þess umkominn að stilla Alþingi upp við vegg. Ég hallast fremur að því að segja já en nei við þessari spurningu í trausti þess að tillögur stjórnlagaráðs verði hafðar til hliðsjónar en ekki verði litið á þær sem úrslitakosti fyrir Alþingi. Ég mun segja já við spurningu tvö. Þessi spurning fjallar um þjóðareign á auðlindum. Ég hygg að andstaða Sjálfstæðisflokksins við atkvæðagreiðsluna í heild stafi reyndar sérstaklega af andstöðu við einmitt þetta ákvæði sem er efnislega í andstöðu við stefnu þess flokks. Þriðja spurningin er flókin. Það er unnt að hafa ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskránni en jafnframt að hafa þar skýrt ákvæði um algert trúfrelsi og að enginn trúflokkur megi vera öðrum æðri í framkvæmd trúfrelsisákvæðanna. Mér finnst sérkennilegt ef þeir sem styðja þjóðkirkjuákvæðið fjölmenna ekki á kjörstað til þess að styðja þjóðkirkjuna sérstaklega. Athyglisvert er að Samband ungra sjálfstæðismanna vill einmitt segja nei við þessari spurningu. Athygli vekur reyndar að þessi samtök eru einu stjórnmálasamtökin sem þannig formlega lýsa andstöðu við þjóðkirkjuna. Er það einnig skoðun Sjálfstæðisflokksins sem flokks? Í fjórðu spurningunni er spurt um persónukjör. Ég hef verið hlynntur persónukjöri. Ég hef lengi talið að kjósa ætti til Alþingis í tvennu lagi, annars vegar með persónukjöri þar sem menn eru kosnir í einmenningskjördæmum – eins og helmingur alþingismanna – hins vegar að landið væri allt eitt kjördæmi þegar kjósa ætti helming alþingismanna. Prófkjörin eru auðvitað eins konar persónukjör og þannig hafa einstaklingar mikil áhrif. Það styrkir líka áhrifavald einstaklinga að landinu er skipt í fleiri kjördæmi. Það dregur úr miðstýrðu valdi flokksforystunnar og getur skapað svigrúm fyrir þingmenn sem vilja fara aðrar leiðir. En gleymum því ekki að stjórnmálaflokkarnir hafa þýðingarmiklu málefnalegu hlutverki að gegna í lýðræðissamfélagi. Með því að auka vægi persónukjörs enn frá því sem nú er þá værum við að draga úr málefnalegu vægi kosninganna hverju sinni. Ég segi nei við spurningu fimm um jafnt vægi atkvæða á öllu landinu. Landsbyggðin hefur á seinni árum lotið í lægra haldi fyrir markaðsöflunum á mörgum sviðum. Það er algerlega ljóst að yfirgnæfandi já við þessari spurningu yrði misnotað til þess að gera landið allt að einu kjördæmi. Það má ekki gerast. En það væri líka ólýðræðislegt; þar með væri forystu flokkanna fært allt vald í hendur því uppstilling á framboðslista yrði á einum stað. Það að gera allt landið að einu kjördæmi væri því ólýðræðislegt – auk þess sem það vegur að hagsmunum landsbyggðarinnar. Ég mun svara síðustu spurningunni með jái – treystandi því að Alþingi finni þar eðlilegt meðalhóf en þar er spurt hvort setja eigi í stjórnarskrá ákvæði um að tiltekinn hluti landsmanna geti fengið þjóðaratkvæði með undirskriftum sínum. Með þessu tali hef ég sýnt fram á að það væri ábyrgðarlaust að sitja heima. En það er sérstaklega umhugsunarvert ef það er flokkslína Sjálfstæðisflokksins að láta kylfu ráða kasti um málefni sem sá flokkur hefur talið mikilvæg eins og þjóðkirkjuákvæðið. Þessi flokkur hefur lengst af talið sig sérstakan fulltrúa þjóðkirkjunnar í stjórnmálum. Er sú tíð liðin? Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að snúa baki við þjóðkirkjunni? Það er einnig umhugsunarvert að flokkur sá láti sig einu gilda um hagsmuni landsbyggðarinnar og á hann þó vaska talsmenn dreifbýlis í sínum röðum. Sjálfstæðisflokkurinn er hér nefndur oft af því að hann er eini flokkurinn sem hefur sem flokkur viljað beita sér eins og samþykkt Sambands ungra sjálfstæðismanna er til marks um.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun