Grundvallarkosningar Viktor Orri Valgarðsson skrifar 17. október 2012 06:00 Árið 1874 afhenti forveri hæstvirts forseta vors, Kristján IX Danakonungur, okkur Íslendingum stjórnarskrá í afmælisgjöf. Sú stjórnarskrá hafði rætur í stjórnarskrám fyrri alda en var fyrst og fremst arfur einveldisins í Danmörku með örlitlum, áorðnum breytingum við afnám þess. Þá var bætt við greininni „Konungur lætur ráðherra framkvæma vald sitt" í stað þess að breyta ákvæðum um vald hans, til þess að særa ekki stolt konungsfjölskyldunnar. Með heimastjórn 1904 og fullveldisstjórnarskránni 1920 var afmælisgjöfinni síðan breytt til að auka völd þingsins gagnvart konungi og koma á fót íslenskum ráðherraembættum og Hæstarétti Íslands. Loks var konungssambandið afnumið og lýðveldi stofnað árið 1944, þegar embætti forseta var komið á í stað konungs. Þessar breytingar á stjórnarskránni voru að mestu gerðar í góðri sátt þings og þjóðar, enda sneru þær að framgangi sjálfstæðisbaráttu sem mikill samhugur var um í landinu. Það var einmitt sú ástæða sem gefin var fyrir því að fresta heildrænni endurskoðun hennar; talið var að stofnun lýðveldis þyrfti að byggja á ríkri samstöðu sem raskast gæti ef taka ætti aðrar breytingar til skoðunar. Þess vegna var aðeins kosið um sjálfstæði landsins við þá breytingu en þjóðinni lofað nýrri stjórnarskrá á næstu misserum Það loforð hefur hins vegar aldrei verið efnt. Næstu áratugi voru einungis gerðar breytingar á kjördæmaskipan og kosningarétti í stjórnarskránni og voru þær ætíð afar pólitískar og umdeildar, enda þingstyrkur flokkanna í húfi. Aðrar breytingar voru ekki gerðar fyrr en á síðasta áratug 20. aldar þegar deildir Alþingis voru sameinaðar, dómsvald aðskilið frá framkvæmdarvaldinu í héraði og mannréttindakaflinn uppfærður til samræmis við Mannréttindasáttmála Evrópu. Þar stöndum við í dag. Þrátt fyrir fjöldamargar þingnefndir og loforð fulltrúa þjóðarinnar hefur hin unga þjóð ekki enn fengið að semja sína eigin stjórnarskrá og kasta arfi einveldisins af herðum sér. Í stað samfélagssáttmála sitjum við því uppi með ævafornan bútasaum. Bútasaum sem er markaður af tillitssemi við danskan einvald, íslenskum sjálfsstæðisstjórnmálum og kjördæmapoti flokksvalda 20. aldarinnar. Táknmynd um vangetu þingsins til að standa við loforð sín gagnvart þjóðinni. Stjórnarskrá þjóðar í lýðræðisríki gegnir því hlutverki að vera sáttmáli um grundvöll laga, stjórnmála og samfélags. Hún á að draga valdmörk, hlutverk og ábyrgð valdhafa, tryggja réttindi borgaranna og endurspegla grunngildi samfélagsins til leiðbeiningar stjórnvöldum. Núgildandi stjórnarskrá er ekkert af þessu. Íslenska þjóðin hefur varla komið nálægt henni og hún er í litlu sem engu samræmi við samfélagslegan veruleika okkar og gildi. Hún virðist lýsa forsetaræði og minnist ekki á þingræði, stjórnmálaflokka eða ríkisstjórn; talar lítið sem ekkert um dómstóla eða sveitarfélög og byggir á fornu fulltrúaræði frekar en frjálslyndu lýðræði nútímasamfélags. Þar sem stjórnarskráin byggir á dönsku einveldi 19. aldar hefur íslensk stjórnarhefð þróast nær óháð henni, með tilheyrandi togstreitu og óvissu um hlutverk og ábyrgð einstakra valdhafa. Þetta ósamræmi dregur alvarlega úr þeirri borgaralegu vernd sem stjórnarskrár eiga að veita. Ef stjórnarskrá lýsir valdmörkum yfirvalda ekki á skýran hátt geta lögspekingar og stjórnarherrar mótað þau mörk eftir eigin geðþótta hverju sinni – þetta höfum við séð. Ef stjórnskipun, hlutverk og ábyrgð stjórnsýslunnar eru ekki skýr og í samræmi við raunveruleikann hafa borgararnir í engin hús að venda þegar fulltrúarnir bregðast trausti þeirra – það höfum við líka séð. Ef þjóðin skilur ekki sína eigin stjórnarskrá er henni ófært að leita réttar síns og veita valdhöfum aðhald á grundvelli hennar – þetta er orðið lýðum ljóst. Auk þess vantar í núverandi stjórnarskrá ýmislegt það sem kröfur hafa verið uppi um; gegnsæi og upplýsingaskyldu stjórnvalda, aukið þátttökulýðræði, víðtækari og skýrari mannréttindi, sjálfstæði þingsins gagnvart stjórnsýslunni og samráð meirihlutans við minnihluta. Um þessa hluti þarf þjóðin sjálf að eiga í samræðu og samráði; stjórnarskráin er ekki sáttmáli þings heldur þjóðar. Hún er grundvöllur laga, stjórnmála og samfélags okkar allra. Um slíkan grundvöll verða alltaf skiptar skoðanir – en á þeim skoðunum verður að skiptast. Til að skapa þann samfélagssáttmála sem þjóðin hefur verið svikin um í sjö áratugi og eyða óvissunni sem legið hefur samfélagi okkar til grundvallar. 20. október verður kosið um tillögur stjórnlagaráðs að nýjum grundvelli. Á sama tíma verður kosið um nokkur mikilvæg álitaefni; persónukjör, þjóðkirkju, auðlindir, þjóðaratkvæðagreiðslur og vægi atkvæða. 20. október gefst þjóðinni tækifæri til að koma vilja sínum um grundvöll samfélagsins á framfæri við fulltrúa sína; vilja sem þeim verður ekki stætt á að hunsa. Okkur hefur verið boðið til samræðu um samfélagssáttmála okkar allra – það er samræða sem við verðum að taka þátt í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Árið 1874 afhenti forveri hæstvirts forseta vors, Kristján IX Danakonungur, okkur Íslendingum stjórnarskrá í afmælisgjöf. Sú stjórnarskrá hafði rætur í stjórnarskrám fyrri alda en var fyrst og fremst arfur einveldisins í Danmörku með örlitlum, áorðnum breytingum við afnám þess. Þá var bætt við greininni „Konungur lætur ráðherra framkvæma vald sitt" í stað þess að breyta ákvæðum um vald hans, til þess að særa ekki stolt konungsfjölskyldunnar. Með heimastjórn 1904 og fullveldisstjórnarskránni 1920 var afmælisgjöfinni síðan breytt til að auka völd þingsins gagnvart konungi og koma á fót íslenskum ráðherraembættum og Hæstarétti Íslands. Loks var konungssambandið afnumið og lýðveldi stofnað árið 1944, þegar embætti forseta var komið á í stað konungs. Þessar breytingar á stjórnarskránni voru að mestu gerðar í góðri sátt þings og þjóðar, enda sneru þær að framgangi sjálfstæðisbaráttu sem mikill samhugur var um í landinu. Það var einmitt sú ástæða sem gefin var fyrir því að fresta heildrænni endurskoðun hennar; talið var að stofnun lýðveldis þyrfti að byggja á ríkri samstöðu sem raskast gæti ef taka ætti aðrar breytingar til skoðunar. Þess vegna var aðeins kosið um sjálfstæði landsins við þá breytingu en þjóðinni lofað nýrri stjórnarskrá á næstu misserum Það loforð hefur hins vegar aldrei verið efnt. Næstu áratugi voru einungis gerðar breytingar á kjördæmaskipan og kosningarétti í stjórnarskránni og voru þær ætíð afar pólitískar og umdeildar, enda þingstyrkur flokkanna í húfi. Aðrar breytingar voru ekki gerðar fyrr en á síðasta áratug 20. aldar þegar deildir Alþingis voru sameinaðar, dómsvald aðskilið frá framkvæmdarvaldinu í héraði og mannréttindakaflinn uppfærður til samræmis við Mannréttindasáttmála Evrópu. Þar stöndum við í dag. Þrátt fyrir fjöldamargar þingnefndir og loforð fulltrúa þjóðarinnar hefur hin unga þjóð ekki enn fengið að semja sína eigin stjórnarskrá og kasta arfi einveldisins af herðum sér. Í stað samfélagssáttmála sitjum við því uppi með ævafornan bútasaum. Bútasaum sem er markaður af tillitssemi við danskan einvald, íslenskum sjálfsstæðisstjórnmálum og kjördæmapoti flokksvalda 20. aldarinnar. Táknmynd um vangetu þingsins til að standa við loforð sín gagnvart þjóðinni. Stjórnarskrá þjóðar í lýðræðisríki gegnir því hlutverki að vera sáttmáli um grundvöll laga, stjórnmála og samfélags. Hún á að draga valdmörk, hlutverk og ábyrgð valdhafa, tryggja réttindi borgaranna og endurspegla grunngildi samfélagsins til leiðbeiningar stjórnvöldum. Núgildandi stjórnarskrá er ekkert af þessu. Íslenska þjóðin hefur varla komið nálægt henni og hún er í litlu sem engu samræmi við samfélagslegan veruleika okkar og gildi. Hún virðist lýsa forsetaræði og minnist ekki á þingræði, stjórnmálaflokka eða ríkisstjórn; talar lítið sem ekkert um dómstóla eða sveitarfélög og byggir á fornu fulltrúaræði frekar en frjálslyndu lýðræði nútímasamfélags. Þar sem stjórnarskráin byggir á dönsku einveldi 19. aldar hefur íslensk stjórnarhefð þróast nær óháð henni, með tilheyrandi togstreitu og óvissu um hlutverk og ábyrgð einstakra valdhafa. Þetta ósamræmi dregur alvarlega úr þeirri borgaralegu vernd sem stjórnarskrár eiga að veita. Ef stjórnarskrá lýsir valdmörkum yfirvalda ekki á skýran hátt geta lögspekingar og stjórnarherrar mótað þau mörk eftir eigin geðþótta hverju sinni – þetta höfum við séð. Ef stjórnskipun, hlutverk og ábyrgð stjórnsýslunnar eru ekki skýr og í samræmi við raunveruleikann hafa borgararnir í engin hús að venda þegar fulltrúarnir bregðast trausti þeirra – það höfum við líka séð. Ef þjóðin skilur ekki sína eigin stjórnarskrá er henni ófært að leita réttar síns og veita valdhöfum aðhald á grundvelli hennar – þetta er orðið lýðum ljóst. Auk þess vantar í núverandi stjórnarskrá ýmislegt það sem kröfur hafa verið uppi um; gegnsæi og upplýsingaskyldu stjórnvalda, aukið þátttökulýðræði, víðtækari og skýrari mannréttindi, sjálfstæði þingsins gagnvart stjórnsýslunni og samráð meirihlutans við minnihluta. Um þessa hluti þarf þjóðin sjálf að eiga í samræðu og samráði; stjórnarskráin er ekki sáttmáli þings heldur þjóðar. Hún er grundvöllur laga, stjórnmála og samfélags okkar allra. Um slíkan grundvöll verða alltaf skiptar skoðanir – en á þeim skoðunum verður að skiptast. Til að skapa þann samfélagssáttmála sem þjóðin hefur verið svikin um í sjö áratugi og eyða óvissunni sem legið hefur samfélagi okkar til grundvallar. 20. október verður kosið um tillögur stjórnlagaráðs að nýjum grundvelli. Á sama tíma verður kosið um nokkur mikilvæg álitaefni; persónukjör, þjóðkirkju, auðlindir, þjóðaratkvæðagreiðslur og vægi atkvæða. 20. október gefst þjóðinni tækifæri til að koma vilja sínum um grundvöll samfélagsins á framfæri við fulltrúa sína; vilja sem þeim verður ekki stætt á að hunsa. Okkur hefur verið boðið til samræðu um samfélagssáttmála okkar allra – það er samræða sem við verðum að taka þátt í.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar