Mikilvægur dagur fyrir Álftnesinga og Garðbæinga 17. október 2012 06:00 Laugardagurinn 20. október er af tvennum sökum stór dagur fyrir okkur á Álftanesi og í Garðabæ. Þá býðst okkur að greiða atkvæði um tvennt sem varðar framtíð okkar. Annars vegar í þjóðaratkvæðagreiðslu um endurbætta stjórnarskrá og hins vegar í atkvæðagreiðslu um endursameiningu Álftaness og Garðabæjar eftir aðskilnað byggðanna á ofanverðri nítjándu öld. Sameiningin hefur verið vel undirbúin af hálfu beggja sveitarstjórna og annarra sem málið varðar. Eftir ítarlega hreingerningu á fjármálum Álftness geta sveitarfélögin nú sameinast á jafnræðisgrundvelli. Það er því ekki eftir neinu að bíða. Sameinað sveitarfélag verður með um 14 þúsund íbúa á víðfeðmu landsvæði með ríkulegri náttúru. Þessi sveitarfélög henta einkar vel til sameiningar. Í fyrsta lagi liggja þau hvort að öðru og eiga sér sameiginlega fortíð. Í öðru lagi verður fjölbreytni lands og náttúru meiri í hinu sameinaða landssvæði en er í þeim hvoru um sig; við strendur og fjörur Álftaness bætast hraun og eldvörp í Garðabæ. Í þriðja lagi verður aldurssamsetning íbúanna eðlileg eftir sameiningu, en börn eru óvenju stór hluti íbúa á Álftanesinu en aldraðir margir í Garðabæ. Og svo mætti lengi telja. Sameinað sveitarfélag getur veitt íbúunum nútímalega þjónustu hvort sem það er handa börnum eða öldruðum. Sveitarfélagið nýja getur með reisn tekið við þeim verkefnum sem efalaust verða færð frá ríkinu heim í héruðin. Í tillögunum nýju um stjórnarskrá er sérstaklega að því stefnt. Undirritaður sat í hreppsnefnd í þáverandi Bessastaðahreppi fyrir þremur áratugum. Þá var ég hikandi í sameiningarmálum. Reynslan af rekstrar- og stjórnunarvanda Álftaness hefur kennt mér, og vonandi sem flestum þeim sem voru sama sinnis, að við höfðum á röngu að standa. Hikið er horfið fyrir sannfæringu um að sameiningin verður báðum sveitarfélögunum til góðs, líka okkur á Álftanesi. Álftnesingar! Mætum öll á kjörstað í skólanum 20. október og greiðum atkvæði um tvö mál sem skipta framtíð okkar miklu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Laugardagurinn 20. október er af tvennum sökum stór dagur fyrir okkur á Álftanesi og í Garðabæ. Þá býðst okkur að greiða atkvæði um tvennt sem varðar framtíð okkar. Annars vegar í þjóðaratkvæðagreiðslu um endurbætta stjórnarskrá og hins vegar í atkvæðagreiðslu um endursameiningu Álftaness og Garðabæjar eftir aðskilnað byggðanna á ofanverðri nítjándu öld. Sameiningin hefur verið vel undirbúin af hálfu beggja sveitarstjórna og annarra sem málið varðar. Eftir ítarlega hreingerningu á fjármálum Álftness geta sveitarfélögin nú sameinast á jafnræðisgrundvelli. Það er því ekki eftir neinu að bíða. Sameinað sveitarfélag verður með um 14 þúsund íbúa á víðfeðmu landsvæði með ríkulegri náttúru. Þessi sveitarfélög henta einkar vel til sameiningar. Í fyrsta lagi liggja þau hvort að öðru og eiga sér sameiginlega fortíð. Í öðru lagi verður fjölbreytni lands og náttúru meiri í hinu sameinaða landssvæði en er í þeim hvoru um sig; við strendur og fjörur Álftaness bætast hraun og eldvörp í Garðabæ. Í þriðja lagi verður aldurssamsetning íbúanna eðlileg eftir sameiningu, en börn eru óvenju stór hluti íbúa á Álftanesinu en aldraðir margir í Garðabæ. Og svo mætti lengi telja. Sameinað sveitarfélag getur veitt íbúunum nútímalega þjónustu hvort sem það er handa börnum eða öldruðum. Sveitarfélagið nýja getur með reisn tekið við þeim verkefnum sem efalaust verða færð frá ríkinu heim í héruðin. Í tillögunum nýju um stjórnarskrá er sérstaklega að því stefnt. Undirritaður sat í hreppsnefnd í þáverandi Bessastaðahreppi fyrir þremur áratugum. Þá var ég hikandi í sameiningarmálum. Reynslan af rekstrar- og stjórnunarvanda Álftaness hefur kennt mér, og vonandi sem flestum þeim sem voru sama sinnis, að við höfðum á röngu að standa. Hikið er horfið fyrir sannfæringu um að sameiningin verður báðum sveitarfélögunum til góðs, líka okkur á Álftanesi. Álftnesingar! Mætum öll á kjörstað í skólanum 20. október og greiðum atkvæði um tvö mál sem skipta framtíð okkar miklu.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar