Þjóðin mótar nýja stjórnarskrá Gunnar Hersveinn skrifar 9. október 2012 06:00 Fátt er betra fyrir samfélagið en öflugur borgari sem hefur hugrekki til að taka þátt, mæla með og mótmæla. Borgara sem sofnar á verðinum er á hinn bóginn sama um það sem gerist næst, hann er skeytingarlaus um framtíðina og horfist ekki í augu við að hann verði síðar samábyrgur gagnvart kjörum næstu kynslóðar. „... saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu," segir í aðfararorðum að frumvarpi til stjórnskipunarlaga. Enginn getur afsalað sér þessari ábyrgð. 20. október verður þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá, þar verður m.a. spurt hvort leggja eigi tillögurnar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Borgari sem telur sér trú um að þetta sé léttvæg spurning og ætlar að sofa heima hefur glatað trúnni á eigin kraft og samtakamátt og sýnir skeytingarleysi, ekki síst gagnvart næstu kynslóðum. Hver borgari hefur allar stundir tækifæri til að láta til sín taka í samfélaginu, til að gagnrýna og til að byggja upp. Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október er sérlega mikilvæg því hægt er að tjá sig um þýðingarmikið verkefni sem hefur staðið yfir í mörg ár. Spurt verður m.a. um hvort lýsa eigi náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeigu, sem þjóðareign. Við þekkjum ótal dæmi úr sögunni um þjóðir sem hafa glatað auðlindum sínum í hendur annarra sem hafa eytt þeim. Þjóðir hafa verið sviptar ríkidæmi sínu, stundum með ofbeldi en einnig oft með blekkingum eða bara vegna þess að þær sofnuðu á verðinum. „Öllum skal með lögum tryggður réttur á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru," segir í 33. gr. í tillögum stjórnlagaráðs. Þetta líta Íslendingar á sem órjúfanlegan þátt í lífi sínu, sem enginn getur tekið frá þeim. Þó kveður núverandi stjórnarskrá ekki á um þennan rétt og eru mörg dæmi til um þjóðir sem hafa glatað þessum verðmætum. Hlustið ekki á úrtöluraddir, takið bara þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hersveinn Mest lesið Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fátt er betra fyrir samfélagið en öflugur borgari sem hefur hugrekki til að taka þátt, mæla með og mótmæla. Borgara sem sofnar á verðinum er á hinn bóginn sama um það sem gerist næst, hann er skeytingarlaus um framtíðina og horfist ekki í augu við að hann verði síðar samábyrgur gagnvart kjörum næstu kynslóðar. „... saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu," segir í aðfararorðum að frumvarpi til stjórnskipunarlaga. Enginn getur afsalað sér þessari ábyrgð. 20. október verður þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá, þar verður m.a. spurt hvort leggja eigi tillögurnar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Borgari sem telur sér trú um að þetta sé léttvæg spurning og ætlar að sofa heima hefur glatað trúnni á eigin kraft og samtakamátt og sýnir skeytingarleysi, ekki síst gagnvart næstu kynslóðum. Hver borgari hefur allar stundir tækifæri til að láta til sín taka í samfélaginu, til að gagnrýna og til að byggja upp. Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október er sérlega mikilvæg því hægt er að tjá sig um þýðingarmikið verkefni sem hefur staðið yfir í mörg ár. Spurt verður m.a. um hvort lýsa eigi náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeigu, sem þjóðareign. Við þekkjum ótal dæmi úr sögunni um þjóðir sem hafa glatað auðlindum sínum í hendur annarra sem hafa eytt þeim. Þjóðir hafa verið sviptar ríkidæmi sínu, stundum með ofbeldi en einnig oft með blekkingum eða bara vegna þess að þær sofnuðu á verðinum. „Öllum skal með lögum tryggður réttur á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru," segir í 33. gr. í tillögum stjórnlagaráðs. Þetta líta Íslendingar á sem órjúfanlegan þátt í lífi sínu, sem enginn getur tekið frá þeim. Þó kveður núverandi stjórnarskrá ekki á um þennan rétt og eru mörg dæmi til um þjóðir sem hafa glatað þessum verðmætum. Hlustið ekki á úrtöluraddir, takið bara þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun