Þjóðin mótar nýja stjórnarskrá Gunnar Hersveinn skrifar 9. október 2012 06:00 Fátt er betra fyrir samfélagið en öflugur borgari sem hefur hugrekki til að taka þátt, mæla með og mótmæla. Borgara sem sofnar á verðinum er á hinn bóginn sama um það sem gerist næst, hann er skeytingarlaus um framtíðina og horfist ekki í augu við að hann verði síðar samábyrgur gagnvart kjörum næstu kynslóðar. „... saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu," segir í aðfararorðum að frumvarpi til stjórnskipunarlaga. Enginn getur afsalað sér þessari ábyrgð. 20. október verður þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá, þar verður m.a. spurt hvort leggja eigi tillögurnar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Borgari sem telur sér trú um að þetta sé léttvæg spurning og ætlar að sofa heima hefur glatað trúnni á eigin kraft og samtakamátt og sýnir skeytingarleysi, ekki síst gagnvart næstu kynslóðum. Hver borgari hefur allar stundir tækifæri til að láta til sín taka í samfélaginu, til að gagnrýna og til að byggja upp. Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október er sérlega mikilvæg því hægt er að tjá sig um þýðingarmikið verkefni sem hefur staðið yfir í mörg ár. Spurt verður m.a. um hvort lýsa eigi náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeigu, sem þjóðareign. Við þekkjum ótal dæmi úr sögunni um þjóðir sem hafa glatað auðlindum sínum í hendur annarra sem hafa eytt þeim. Þjóðir hafa verið sviptar ríkidæmi sínu, stundum með ofbeldi en einnig oft með blekkingum eða bara vegna þess að þær sofnuðu á verðinum. „Öllum skal með lögum tryggður réttur á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru," segir í 33. gr. í tillögum stjórnlagaráðs. Þetta líta Íslendingar á sem órjúfanlegan þátt í lífi sínu, sem enginn getur tekið frá þeim. Þó kveður núverandi stjórnarskrá ekki á um þennan rétt og eru mörg dæmi til um þjóðir sem hafa glatað þessum verðmætum. Hlustið ekki á úrtöluraddir, takið bara þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hersveinn Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fátt er betra fyrir samfélagið en öflugur borgari sem hefur hugrekki til að taka þátt, mæla með og mótmæla. Borgara sem sofnar á verðinum er á hinn bóginn sama um það sem gerist næst, hann er skeytingarlaus um framtíðina og horfist ekki í augu við að hann verði síðar samábyrgur gagnvart kjörum næstu kynslóðar. „... saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu," segir í aðfararorðum að frumvarpi til stjórnskipunarlaga. Enginn getur afsalað sér þessari ábyrgð. 20. október verður þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá, þar verður m.a. spurt hvort leggja eigi tillögurnar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Borgari sem telur sér trú um að þetta sé léttvæg spurning og ætlar að sofa heima hefur glatað trúnni á eigin kraft og samtakamátt og sýnir skeytingarleysi, ekki síst gagnvart næstu kynslóðum. Hver borgari hefur allar stundir tækifæri til að láta til sín taka í samfélaginu, til að gagnrýna og til að byggja upp. Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október er sérlega mikilvæg því hægt er að tjá sig um þýðingarmikið verkefni sem hefur staðið yfir í mörg ár. Spurt verður m.a. um hvort lýsa eigi náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeigu, sem þjóðareign. Við þekkjum ótal dæmi úr sögunni um þjóðir sem hafa glatað auðlindum sínum í hendur annarra sem hafa eytt þeim. Þjóðir hafa verið sviptar ríkidæmi sínu, stundum með ofbeldi en einnig oft með blekkingum eða bara vegna þess að þær sofnuðu á verðinum. „Öllum skal með lögum tryggður réttur á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru," segir í 33. gr. í tillögum stjórnlagaráðs. Þetta líta Íslendingar á sem órjúfanlegan þátt í lífi sínu, sem enginn getur tekið frá þeim. Þó kveður núverandi stjórnarskrá ekki á um þennan rétt og eru mörg dæmi til um þjóðir sem hafa glatað þessum verðmætum. Hlustið ekki á úrtöluraddir, takið bara þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar