Veitir fólki innblástur með risaverki 22. september 2012 19:00 Rafaella Brizuela Sigurðardóttir málar risastórt málverk á vegg á Laugaveginum. fréttablaðið/valli „Það þarf að lífga upp á þetta hverfi því þarna er lítið útsýni. Vonandi veitir þessi mynd fólki innblástur," segir listakonan Rafaella Brizuela Sigurðardóttir. Hún er önnum kafin þessa dagana við að mála risastórt málverk, sem kallast Draumur hafsins, á hundrað fermetra húsgafl á Laugavegi 159. Verkefnið hófst fyrir þremur vikum og stefnt er á að það klárist eftir um tvær vikur. „Bróðir vinar míns á íbúð í þessu húsi. Hann vildi lífga upp á þennan stað og spurði hvort ég hefði áhuga á að hjálpa til. Ég játaði því en fór svo til Kína og það varð ekkert úr þessu fyrr en þremur árum seinna þegar ég kom til baka," segir Rafaella. Um eitt ár fór í að sækja um styrki fyrir verkefnið, auk þess sem Stoð útvegaði ókeypis stillansa og Málning útvegaði málninguna. Eldur og ís hefur styrkt verkefnið með léttum veitingum. Þetta er stærsta veggmynd Rafaellu til þessa. Hún öðlaðist reynslu af slíkum verkum þegar hún var í listnámi í Los Angeles og starfaði undir stjórn aðgerðasinna og listamanns sem hefur gert stór slík verk þar í borg. Hún hefur fengið aðstoð frá ýmsum síðan verkið hófst, jafnt ungum sem öldnum. „Það eru allir rosalega spenntir og þetta veitir fólki innblástur. Sumir koma líka með mat, þannig að þetta hefur verið alveg yndislegt." Rafaella málar á hverjum degi þangað til sólin sest um hálfníuleytið. „Þetta er dálítið erfitt. Ég fæddist í Mexíkó og er með svolítið suðrænt blóð og skinn, þannig að mér er rosalega kalt en þetta er líka mjög spennandi." Hugmyndin á bak við listaverkið kemur úr gamalli persneskri sögu úr bahái-trúnni og einnig úr íslenskri menningu. „Myndin er um fiska og haf. Ég hugsa mikið um sjómennina og það sem Íslendingar eru búnir að ganga í gegnum." Hægt er að fylgjast með framgangi málverksins á Facebook-síðunni Draumur hafsins. freyr@frettabladid.is Menning Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
„Það þarf að lífga upp á þetta hverfi því þarna er lítið útsýni. Vonandi veitir þessi mynd fólki innblástur," segir listakonan Rafaella Brizuela Sigurðardóttir. Hún er önnum kafin þessa dagana við að mála risastórt málverk, sem kallast Draumur hafsins, á hundrað fermetra húsgafl á Laugavegi 159. Verkefnið hófst fyrir þremur vikum og stefnt er á að það klárist eftir um tvær vikur. „Bróðir vinar míns á íbúð í þessu húsi. Hann vildi lífga upp á þennan stað og spurði hvort ég hefði áhuga á að hjálpa til. Ég játaði því en fór svo til Kína og það varð ekkert úr þessu fyrr en þremur árum seinna þegar ég kom til baka," segir Rafaella. Um eitt ár fór í að sækja um styrki fyrir verkefnið, auk þess sem Stoð útvegaði ókeypis stillansa og Málning útvegaði málninguna. Eldur og ís hefur styrkt verkefnið með léttum veitingum. Þetta er stærsta veggmynd Rafaellu til þessa. Hún öðlaðist reynslu af slíkum verkum þegar hún var í listnámi í Los Angeles og starfaði undir stjórn aðgerðasinna og listamanns sem hefur gert stór slík verk þar í borg. Hún hefur fengið aðstoð frá ýmsum síðan verkið hófst, jafnt ungum sem öldnum. „Það eru allir rosalega spenntir og þetta veitir fólki innblástur. Sumir koma líka með mat, þannig að þetta hefur verið alveg yndislegt." Rafaella málar á hverjum degi þangað til sólin sest um hálfníuleytið. „Þetta er dálítið erfitt. Ég fæddist í Mexíkó og er með svolítið suðrænt blóð og skinn, þannig að mér er rosalega kalt en þetta er líka mjög spennandi." Hugmyndin á bak við listaverkið kemur úr gamalli persneskri sögu úr bahái-trúnni og einnig úr íslenskri menningu. „Myndin er um fiska og haf. Ég hugsa mikið um sjómennina og það sem Íslendingar eru búnir að ganga í gegnum." Hægt er að fylgjast með framgangi málverksins á Facebook-síðunni Draumur hafsins. freyr@frettabladid.is
Menning Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira