Hryggð yfir alþingishúsinu Steinunn Jóhannesdóttir skrifar 20. september 2012 06:00 Þrátt fyrir sorg og leiða yfir stjórnmálaástandinu í landinu fann ég hjá mér löngun til þess að fara á þingpalla og hlýða á stefnuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að kvöldi 12. september. Mig langaði til þess að vera viðstödd þegar fyrsta konan, sem leitt hefur ríkisstjórn á Íslandi, ávarpaði þing og þjóð við upphaf síðasta vetrar kjörtímabilsins. Ég leit á það sem sögulega stund. Jóhanna tók við stjórnartaumum við erfiðustu aðstæður frá stofnun lýðveldisins. Erfiðleikarnir reyndust ekki bara fólgnir í því risavaxna verkefni að reisa við efnahag þjóðar, sem haustið 2008 rambaði á barmi gjaldþrots, heldur hefur hún þurft að glíma við fádæma skort á samstöðu um viðfangsefnið, innan þings sem utan. Ég klæddi mig í vindjakkann, setti á mig rauðu prjónahúfuna, sem mig langaði til að taka ofan fyrir henni, og skundaði niður á Austurvöll í myrkrinu og suddanum.Víggirðing Mér brá í brún þegar ég kom að hárri víggirðingu úr járni sem náði frá Alþingisgarðinum, utan um bílastæði dómkirkjunnar, út á miðjan Austurvöll og þaðan að skrifstofum Alþingis í Kirkjustræti. Á bak við dómkirkjuna voru tveir stæðilegir lögreglumenn á vakt við virkið og þegar ég bað þá um að hleypa mér inn fyrir svo ég kæmist upp á þingpalla til að hlusta á Jóhönnu sögðu þeir að það væri bannað. Þeir upplýstu mig um að ég gæti séð stefnuræðuna í sjónvarpinu. Ég sagði að það væri ekki það sama og að fylgjast með af pöllunum. Ég teldi það borgaralegan rétt minn. Þeir bentu mér á að tala við starfsbræður sína við aðalinnganginn Kirkjustrætismegin. Ég gekk því yfir Austurvöll, þar sem nokkrir beljakar stóðu við bláar tunnur sem þeir börðu af miklum móð. Hávaðinn var ærandi og mér stóð ekki á sama. Löggurnar við Kirkjustræti voru engu fúsari en hinir til þess að hleypa mér inn svo ég sá þann kost vænstan að fara aftur heim. Ég staldraði við hjá styttunni af Jóni og horfði hrygg í átt að Alþingishúsinu og dómkirkjunni, þessum fallegu og yfirlætislausu byggingum, táknum sögu og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þetta var eins og að horfa í átt að fangabúðum. Eftir nær fjögurra ára baráttu við eftirköst efnahagshrunsins leið alþingismönnum augljóslega eins og þeir hefðu verið kosnir til refsivistar en ekki virðingarverðs löggjafarstarfs.Egg og tómatar Þetta er fjórða haustið í röð sem ég fyllist hryggð við að ganga fram hjá Alþingishúsinu að lokinni þingsetningu. Húsið hefur verið útbíað í eggjum, tómötum, skyri og öðrum matvælum, ásamt ókjörum af klósettpappír, rúður í gluggum hafa verið brotnar og illyrtar orðsendingar til þings og ríkisstjórnar á miðum og mótmælaspjöldum legið eftir á stéttinni. Fyrir ári lá við slysi, þegar einn þingmaður fékk sendingu í höfuðið og féll í götuna. Við sama tækifæri vippaði forsetafrúin sér yfir reipið sem þá skildi að mótmælendur og löggjafarsamkunduna og hvarf út á Austurvöll. Í ár mætti hún ekki til þingsetningarinnar með forsetanum. Útreiðin á Alþingishúsinu er til vitnis um illa haldna og sundraða þjóð, þjóð sem fór út af sporinu í efnahagsmálum og glataði við það hluta af sjálfsvirðingunni. Sjálfsvirðing þjóðar og þings verður ekki endurreist með því að víggirða Alþingishúsið. Hún verður ekki endurreist með hótunum forsetans um að taka völdin af Alþingi og ríkisstjórn. Virðingin vex einungis með því að fleiri hafi hugrekki, þrek og úthald á borð við það sem Jóhanna hefur sýnt við að þoka málum til betri vegar eftir þingræðislegum leiðum, þrátt fyrir mótlætið. Þingið getur hrist af sér eggin og tómatana. Þingið getur öðlast fyrri virðingu með virðingarverðari vinnubrögðum. En þingmenn í lýðræðisríki geta ekki skýlt sér á bak við járntjald sem reist er á milli þeirra og hinna reiðu og vonsviknu. Járnvirki hindraði að ég gæti tekið ofan fyrir Jóhönnu 12. september. Eftir sem áður vona ég að henni takist að stýra ríkisstjórnarfarinu heilu í höfn á komandi vetri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Jóhannesdóttir Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir sorg og leiða yfir stjórnmálaástandinu í landinu fann ég hjá mér löngun til þess að fara á þingpalla og hlýða á stefnuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að kvöldi 12. september. Mig langaði til þess að vera viðstödd þegar fyrsta konan, sem leitt hefur ríkisstjórn á Íslandi, ávarpaði þing og þjóð við upphaf síðasta vetrar kjörtímabilsins. Ég leit á það sem sögulega stund. Jóhanna tók við stjórnartaumum við erfiðustu aðstæður frá stofnun lýðveldisins. Erfiðleikarnir reyndust ekki bara fólgnir í því risavaxna verkefni að reisa við efnahag þjóðar, sem haustið 2008 rambaði á barmi gjaldþrots, heldur hefur hún þurft að glíma við fádæma skort á samstöðu um viðfangsefnið, innan þings sem utan. Ég klæddi mig í vindjakkann, setti á mig rauðu prjónahúfuna, sem mig langaði til að taka ofan fyrir henni, og skundaði niður á Austurvöll í myrkrinu og suddanum.Víggirðing Mér brá í brún þegar ég kom að hárri víggirðingu úr járni sem náði frá Alþingisgarðinum, utan um bílastæði dómkirkjunnar, út á miðjan Austurvöll og þaðan að skrifstofum Alþingis í Kirkjustræti. Á bak við dómkirkjuna voru tveir stæðilegir lögreglumenn á vakt við virkið og þegar ég bað þá um að hleypa mér inn fyrir svo ég kæmist upp á þingpalla til að hlusta á Jóhönnu sögðu þeir að það væri bannað. Þeir upplýstu mig um að ég gæti séð stefnuræðuna í sjónvarpinu. Ég sagði að það væri ekki það sama og að fylgjast með af pöllunum. Ég teldi það borgaralegan rétt minn. Þeir bentu mér á að tala við starfsbræður sína við aðalinnganginn Kirkjustrætismegin. Ég gekk því yfir Austurvöll, þar sem nokkrir beljakar stóðu við bláar tunnur sem þeir börðu af miklum móð. Hávaðinn var ærandi og mér stóð ekki á sama. Löggurnar við Kirkjustræti voru engu fúsari en hinir til þess að hleypa mér inn svo ég sá þann kost vænstan að fara aftur heim. Ég staldraði við hjá styttunni af Jóni og horfði hrygg í átt að Alþingishúsinu og dómkirkjunni, þessum fallegu og yfirlætislausu byggingum, táknum sögu og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þetta var eins og að horfa í átt að fangabúðum. Eftir nær fjögurra ára baráttu við eftirköst efnahagshrunsins leið alþingismönnum augljóslega eins og þeir hefðu verið kosnir til refsivistar en ekki virðingarverðs löggjafarstarfs.Egg og tómatar Þetta er fjórða haustið í röð sem ég fyllist hryggð við að ganga fram hjá Alþingishúsinu að lokinni þingsetningu. Húsið hefur verið útbíað í eggjum, tómötum, skyri og öðrum matvælum, ásamt ókjörum af klósettpappír, rúður í gluggum hafa verið brotnar og illyrtar orðsendingar til þings og ríkisstjórnar á miðum og mótmælaspjöldum legið eftir á stéttinni. Fyrir ári lá við slysi, þegar einn þingmaður fékk sendingu í höfuðið og féll í götuna. Við sama tækifæri vippaði forsetafrúin sér yfir reipið sem þá skildi að mótmælendur og löggjafarsamkunduna og hvarf út á Austurvöll. Í ár mætti hún ekki til þingsetningarinnar með forsetanum. Útreiðin á Alþingishúsinu er til vitnis um illa haldna og sundraða þjóð, þjóð sem fór út af sporinu í efnahagsmálum og glataði við það hluta af sjálfsvirðingunni. Sjálfsvirðing þjóðar og þings verður ekki endurreist með því að víggirða Alþingishúsið. Hún verður ekki endurreist með hótunum forsetans um að taka völdin af Alþingi og ríkisstjórn. Virðingin vex einungis með því að fleiri hafi hugrekki, þrek og úthald á borð við það sem Jóhanna hefur sýnt við að þoka málum til betri vegar eftir þingræðislegum leiðum, þrátt fyrir mótlætið. Þingið getur hrist af sér eggin og tómatana. Þingið getur öðlast fyrri virðingu með virðingarverðari vinnubrögðum. En þingmenn í lýðræðisríki geta ekki skýlt sér á bak við járntjald sem reist er á milli þeirra og hinna reiðu og vonsviknu. Járnvirki hindraði að ég gæti tekið ofan fyrir Jóhönnu 12. september. Eftir sem áður vona ég að henni takist að stýra ríkisstjórnarfarinu heilu í höfn á komandi vetri.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar