Lífið

Hestamannaball í Laugardalshöll fært til vegna veðurs

Helgi Björnsson.
Helgi Björnsson.
Það er líklega ekki oft sem skemmtun er færð vegna veðurs, það er að segja vegna blíðunnar, en það er samt þannig með stórtónleika sem átti að halda í Laugardalshöll í kvöld í tengslum við Landsmót hestanna sem nú fer fram í Víðidal.

Helgi Björnsson, tónlistarmaður og forsprakki Reiðmanna vindanna segir að vegna veðurs hafi verið ákveðið að færa skemmtunina í Víðidalinn vegna veðurs. Þannig hefjast tónleikarnir í dalnum klukkan átta og síðar um kvöldið verður gleðin færð upp í Reiðhöll.

Tæplega níu þúsund manns eru nú á Landsmótinu og má því búast við miklu fjöri þegar stjörnur eins og Páll Óskar Hjálmtýsson, Ingó og Veðurguðirnir og að sjálfsögðu Helgi Björns og Reiðmenn vindanna stíga á stokk í kvöld.

Helgi bendir einnig á að vilji gestir, sem eru ekki á Landsmótinu, koma í kvöld, þá lækkar verðið á dagpassanum eftir klukkan átta niður í fimm þúsund krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.