Nei við þjóðkirkjuákvæði? Hjalti Hugason skrifar 18. september 2012 06:00 Nýlega hafa birst hér í Fréttablaðinu tveir pistlar sem hvetja fólk til að greiða atkvæði gegn þjóðkirkjuákvæði í nýrri stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. okt. nk. Báðir eru allrar athygli verðir. Þó verður að gera veigamiklar athugasemdir við röksemdafærslu beggja. Í greininni ?Vilt þú ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá?? (15. sept.) staðhæfir Þorkell Helgason, sem sat í stjórnlagaráði, að með því að krossa við JÁ séu kjósendur ?væntanlega að greiða því atkvæði að ákvæði um þjóðkirkjuna verði óbreytt frá því sem er í gildandi stjórnarskrá?? Þetta fær ekki staðist. Upphaflega var ráðgert að þjóðkirkjuspurningin lyti einmitt að óbreyttu þjóðkirkjuákvæði. Síðar var fallið frá því og nú er aðeins spurt: ?Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?? Þessi breyting sýnir að Þorkell oftúlkar merkingu jákvæðra svara. Þessi breyting varð svo einmitt til þess að ég treysti mér til að greiða atkvæði með já-i. Ég tel að enn um hríð séu gildar forsendur fyrir að þjóðkirkja sé nefnd í stjórnarskránni en tel að það eigi ekki að gera með 19. aldar hætti eins og nú er heldur í anda 21. aldarinnar. Það verður best gert með að tryggja öllum skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum sambærilega stöðu í stjórnarskránni og kveða í framhaldi af því á um takmarkaða sérstöðu þjóðkirkjunnar gagnvart hinu opinbera meðan hún nýtur sérstöðu meðal þjóðarinnar eins og vissulega er enn raunin. Viku áður (7. sept.) birtist brot úr bloggfærslu Friðriks Þórs Guðmundssonar ?Nei við þjóðkirkjuákvæði?. Sé færslan lesin í heild er hún málefnalegt innlegg í umræðu um trúmálarétt á 21. öld sem vel er hægt að taka undir í meginatriðum þótt atkvæði yrði greitt með já-i. Kaflanum sem birtur var í Fréttablaðinu lýkur hins vegar svo: ?Það er ekki hlutverk ríkisins að lýsa því yfir að eitt trúfélag, ein trúarskoðun, sé betri og réttari en önnur?. Væri þetta merking núgildandi 62. gr. stjskr. mundi ég greiða atkvæði með nei-i eins og Þorkell og Friðrik. En nú er þetta sannarlega ekki rétt túlkun sé greinin skoðuð í lögfræðilegu og sögulegu ljósi. Í 62. gr. felast bæði réttindi og skyldur þjóðkirkjunni til handa. Greinin kveður á um að evangelíska lúterska kirkjan skuli njóta stuðnings og verndar ríkisvaldsins ?að því leyti? sem hún er þjóðkirkja. Það var hún svo sannarlega 1874. Fram til þess tíma hafði þjóðinni borið skylda til að vera lútersk. Með stjórnarskránni var hins vegar innleitt trúfrelsi. Allur þorri þjóðarinnar var þó áfram lúterskur í einhverri merkingu og tilheyrði kirkjunni. Því var hún þjóðkirkja, kirkja þjóðarinnar. Í ákvæðinu fólst aftur á móti ekki að ríkisvaldið skyldi styðja og vernda þessa kirkju vegna þess að hún boðaði réttari trú en aðrar kirkjur. Ríkisvaldið hafði vissulega litið svo á fyrir daga trúfrelsisins en ekki eftir að því var komið á. Umrædd grein skyldar þjóðkirkjuna svo til að vera áfram lútersk kirkja og þannig til þess hæf að mynda ramma um trúarlíf mikils meirihluta þjóðar sem býr að 500 ára gamalli lúterskri hefð. Því er þjóðkirkjuákvæði réttlætanlegt svo lengi sem meirihluti þjóðarinnar kýs sér slíkan ramma – hvert og eitt okkar á sínum forendum. Í þjóðkirkjuákvæðinu felst því enginn gildisdómur af hendi ríkisvaldsins um að lútersk kristni sé réttari eða betri en önnur trú. Þrátt fyrir ákvæðið er ríkisvaldið trúarlega hlutlaust eins og kemur fram í 63.–65. gr. stjskr. Það er m.a. þess vegna sem ég treysti mér til að greiða atkvæði með já-i þann 20. okt. Það hvet ég líka aðra til að gera. Ekki til að kjósa óbreytt ástand heldur til að þróa íslenskan trú- og lífsskoðunarrétt áfram inn í 21. öldina en á þeim grundvelli sem byggt hefur verið á frá 1874. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Nýlega hafa birst hér í Fréttablaðinu tveir pistlar sem hvetja fólk til að greiða atkvæði gegn þjóðkirkjuákvæði í nýrri stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. okt. nk. Báðir eru allrar athygli verðir. Þó verður að gera veigamiklar athugasemdir við röksemdafærslu beggja. Í greininni ?Vilt þú ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá?? (15. sept.) staðhæfir Þorkell Helgason, sem sat í stjórnlagaráði, að með því að krossa við JÁ séu kjósendur ?væntanlega að greiða því atkvæði að ákvæði um þjóðkirkjuna verði óbreytt frá því sem er í gildandi stjórnarskrá?? Þetta fær ekki staðist. Upphaflega var ráðgert að þjóðkirkjuspurningin lyti einmitt að óbreyttu þjóðkirkjuákvæði. Síðar var fallið frá því og nú er aðeins spurt: ?Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?? Þessi breyting sýnir að Þorkell oftúlkar merkingu jákvæðra svara. Þessi breyting varð svo einmitt til þess að ég treysti mér til að greiða atkvæði með já-i. Ég tel að enn um hríð séu gildar forsendur fyrir að þjóðkirkja sé nefnd í stjórnarskránni en tel að það eigi ekki að gera með 19. aldar hætti eins og nú er heldur í anda 21. aldarinnar. Það verður best gert með að tryggja öllum skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum sambærilega stöðu í stjórnarskránni og kveða í framhaldi af því á um takmarkaða sérstöðu þjóðkirkjunnar gagnvart hinu opinbera meðan hún nýtur sérstöðu meðal þjóðarinnar eins og vissulega er enn raunin. Viku áður (7. sept.) birtist brot úr bloggfærslu Friðriks Þórs Guðmundssonar ?Nei við þjóðkirkjuákvæði?. Sé færslan lesin í heild er hún málefnalegt innlegg í umræðu um trúmálarétt á 21. öld sem vel er hægt að taka undir í meginatriðum þótt atkvæði yrði greitt með já-i. Kaflanum sem birtur var í Fréttablaðinu lýkur hins vegar svo: ?Það er ekki hlutverk ríkisins að lýsa því yfir að eitt trúfélag, ein trúarskoðun, sé betri og réttari en önnur?. Væri þetta merking núgildandi 62. gr. stjskr. mundi ég greiða atkvæði með nei-i eins og Þorkell og Friðrik. En nú er þetta sannarlega ekki rétt túlkun sé greinin skoðuð í lögfræðilegu og sögulegu ljósi. Í 62. gr. felast bæði réttindi og skyldur þjóðkirkjunni til handa. Greinin kveður á um að evangelíska lúterska kirkjan skuli njóta stuðnings og verndar ríkisvaldsins ?að því leyti? sem hún er þjóðkirkja. Það var hún svo sannarlega 1874. Fram til þess tíma hafði þjóðinni borið skylda til að vera lútersk. Með stjórnarskránni var hins vegar innleitt trúfrelsi. Allur þorri þjóðarinnar var þó áfram lúterskur í einhverri merkingu og tilheyrði kirkjunni. Því var hún þjóðkirkja, kirkja þjóðarinnar. Í ákvæðinu fólst aftur á móti ekki að ríkisvaldið skyldi styðja og vernda þessa kirkju vegna þess að hún boðaði réttari trú en aðrar kirkjur. Ríkisvaldið hafði vissulega litið svo á fyrir daga trúfrelsisins en ekki eftir að því var komið á. Umrædd grein skyldar þjóðkirkjuna svo til að vera áfram lútersk kirkja og þannig til þess hæf að mynda ramma um trúarlíf mikils meirihluta þjóðar sem býr að 500 ára gamalli lúterskri hefð. Því er þjóðkirkjuákvæði réttlætanlegt svo lengi sem meirihluti þjóðarinnar kýs sér slíkan ramma – hvert og eitt okkar á sínum forendum. Í þjóðkirkjuákvæðinu felst því enginn gildisdómur af hendi ríkisvaldsins um að lútersk kristni sé réttari eða betri en önnur trú. Þrátt fyrir ákvæðið er ríkisvaldið trúarlega hlutlaust eins og kemur fram í 63.–65. gr. stjskr. Það er m.a. þess vegna sem ég treysti mér til að greiða atkvæði með já-i þann 20. okt. Það hvet ég líka aðra til að gera. Ekki til að kjósa óbreytt ástand heldur til að þróa íslenskan trú- og lífsskoðunarrétt áfram inn í 21. öldina en á þeim grundvelli sem byggt hefur verið á frá 1874.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun