Jón Steinsson, Landsvirkjun og ríkisstjórnin Friðrik Sophusson skrifar 12. september 2012 06:00 Jón Steinsson, dósent við Columbia-háskóla í New York, skrifaði í síðustu viku grein í Fréttablaðið til varnar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Vörnina byggir Jón á átta tölusettum köflum. Einn þeirra fjallar um Landsvirkjun og hljóðar svo: „Hún (ríkisstjórnin) skipaði nýjan forstjóra Landsvirkjunar, sem hefur gjörbreytt stefnu fyrirtækisins í þá átt að hámarka verðið (og þar með arðinn) sem við fáum fyrir auðlindina. Fyrir tíð þessarar ríkisstjórnar neitaði Landsvirkjun af einhverjum ástæðum að upplýsa almenning um orkuverð til stóriðju. Öll umræða um skynsemi stóriðjuframkvæmda var af þeim sökum út og suður. Þessu var strax breytt eftir að ný forysta tók við. Þá kom í ljós að Landsvirkjun hafði verið að selja orkuna með nokkuð ríflegum afslætti af einhverjum ástæðum. En nýr forstjóri hefur síðan lagt áherslu á að hverfa af þeirri braut. Og nú glittir í það að Landsvirkjun geti farið að greiða eiganda sínum arð. Það var mikið!" Það vekur athygli að í þessum stutta texta fer Jón rangt með í nánast öllum atriðum. 1. Jón segir að ríkisstjórnin hafi skipað nýjan forstjóra Landsvirkjunar. Það er að sjálfsögðu rangt, því að stjórn fyrirtækisins ræður forstjóra þess í samræmi við lög. Samkvæmt ráðningarsamningi var gert ráð fyrir því að ég léti af störfum í október 2008, en í kjölfar bankahrunsins fór Bryndís Hlöðversdóttir, formaður stjórnar, fram á það við mig að ég sinnti starfinu áfram til að senda lánardrottnum þau skýru skilaboð að engar breytingar yrðu á forystu fyrirtækisins, sem ávallt hefur staðið í skilum. Sumarið 2009 ákvað stjórn LV samhljóða að ráða Hörð Arnarson til fyrirtækisins og kom hann til starfa um haustið. Hafi ríkisstjórnin „skipað" forstjórann eins og Jón Steinsson heldur fram eru það nýjar fréttir, sem Jón þarf að skýra betur. 2. Það hefur ávallt verið stefna LV að fá sem hæst verð fyrir orku til orkufreks iðnaðar. Smám saman hefur orkuverð farið hækkandi til stóriðju. Það er eðlilegt vegna alþjóðlegrar verðþróunar og eins vegna þess að við endurnýjun orkusamninga geta iðjuverin greitt hærra verð eftir að hafa afskrifað verulegan hluta upphaflegs stofnkostnaðar. Stóru orkusamningarnir gera flestir ráð fyrir að orkuverðið breytist með álverði og LV ver sig síðan með framvirkum samningum. Nýjasti samningurinn við RTA er hins vegar bundinn bandarískri vísitölu sem dregur úr áhættu vegna mikilla sveiflna í álverði. Það er auðvitað alrangt „að LV hafði verið að selja orkuna með nokkrum afslætti af einhverjum ástæðum". Slíkar dylgjur hafa oft komið fram og jafnharðan verið hrundið. 3. Áratugum saman var hægt að lesa meðalverð á orku til orkufreks iðnaðar úr reikningum Landsvirkjunar. Hins vegar hefur fyrirtækið ekki birt opinberlega orkuverð einstakra orkusamninga, hvorki til erlendra né innlendra kaupenda, ef slíkt hefur verið trúnaðarmál. Sama gildir um samninga annarra íslenskra orkufyrirtækja og hefur þessi stefna ekkert breyst í tíð núverandi ríkisstjórnar þvert á það sem Jón segir í grein sinni. 4. Raforkusamningar við orkufrek fyrirtæki hafa ávallt verið kynntir fyrir eigendum Landsvirkjunar. Landsvirkjun hefur gert ítarlegar arðsemisgreiningar áður en ráðist hefur verið í umfangsmiklar fjárfestingar og notað til þess viðurkenndar aðferðir. Í nær öllum tilfellum hefur fyrirtækið síðan leitað til innlendra og erlendra ráðgjafa s.s. Sumitomo Bank, Ráðgjafar og efnahagsspár og Capacent til að leggja mat á niðurstöður útreikninga. Vegna ábyrgðar eigendanna hafa allar forsendur og útreikningar verið kynnt eigendum áður en ákvörðun hefur verið tekin um framkvæmdir og í ákveðnum tilvikum hafa þeir látið gera sínar eigin athuganir með aðstoð sérfræðinga. Það er því augljóst að umræða og ákvarðanir á vettvangi eigenda LV hafa byggt á vandaðri greiningu og góðum upplýsingum eins og vera ber. 5. Þótt eigendur LV hafi aldrei lagt fyrirtækinu til beina fjármuni hefur fyrirtækið greitt þeim arð að öllu jöfnu. Á árinu 2009 ákvað stjórn LV hins vegar í samráði við ríkisstjórnina (Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra) að ekki yrði greiddur arður vegna ársins 2008. Þetta var gert til að undirstrika að ríkisstjórnin ætlaði ekki að taka fé úr rekstri fyrirtækisins til eigin nota að sinni. Miklu skipti að lánasamningar fyrirtækisins héldu, en LV hefur ávallt staðið í skilum og nýtur trausts hjá lánardrottnum sínum. 6. Vegna hraðrar uppbyggingar á undanförnum árum er LV skuldsett fyrirtæki. Efnahagur fyrirtækisins er hins vegar afar traustur. Samkvæmt nýbirtu hálfsársuppgjöri eru hreinar eignir u.þ.b. 1.650 milljónir Bandaríkjadala, sem jafngildir 200 milljörðum íslenskra króna. Eiginfjárhlutfallið er 36%. Þessi sterka staða er til orðin vegna öflugrar fjármálastjórnar um langt skeið. Til viðbótar má minna á þá staðreynd að orkuverð til almennings og fyrirtækja er talsvert lægra en í nágrannalöndunum og njóta landsmenn góðs af því. Vegna mikils vaxtar Landsvirkjunar á undanförnum árum hafa eigendur skilið verulegan hluta arðsins eftir í fyrirtækinu. Þegar vaxtarskeiðinu lýkur getur fyrirtækið hins vegar greitt út mikinn arð til eigandans eins og allar spár sýna. 7. Það vekur sérstaka athygli að Jón Steinsson lætur undir höfuð leggjast að fjalla um afrek ríkisstjórnarinnar í því að skapa grundvöll fyrir auknum útflutningi með erlendri fjárfestingu í orkufrekum iðnaði, en til þess þarf að virkja. Fyrir liggja virkjunarkostir í neðanverðri Þjórsá. Öll sveitarfélög á svæðinu hafa samþykkt skipulag, sem gerir ráð fyrir þessum virkjunum og þær hafa allar farið í gegnum umhverfismat. Ríkið á nánast öll vatnsréttindi á svæðinu. Verkefnisstjórn um rammaáætlun gerði í tillögum sínum ráð fyrir þessum virkjunum í nýtingarflokki. Á síðari stigum greip ríkisstjórnin til þess bragðs að breyta fyrirliggjandi tillögu og færa þessar virkjanir í biðflokk. Þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar er því ekki í samræmi við niðurstöður rammaáætlunar. Með því hefur ríkisstjórninni tekist tvennt í senn: Annars vegar að leggja stein í götu Landsvirkjunar og uppbyggingar iðnaðar til útflutnings, en LV var stofnuð í þeim tilgangi að virkja til útflutnings. Hins vegar hefur ríkisstjórninni tekist að grafa undan þeirri vinnu sem staðið hefur yfir í meira en áratug og hafði að markmiði að skapa sátt á milli verndar og nýtingar. Þessa afstöðu verður einnig að skoða í ljósi þess að ríkisstjórnin lofaði á sínum tíma að ryðja úr vegi hindrunum fyrir uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Það er m.a. vegna slíkra vinnubragða sem fjarar undan fylgi við ríkisstjórnina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Jón Steinsson, dósent við Columbia-háskóla í New York, skrifaði í síðustu viku grein í Fréttablaðið til varnar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Vörnina byggir Jón á átta tölusettum köflum. Einn þeirra fjallar um Landsvirkjun og hljóðar svo: „Hún (ríkisstjórnin) skipaði nýjan forstjóra Landsvirkjunar, sem hefur gjörbreytt stefnu fyrirtækisins í þá átt að hámarka verðið (og þar með arðinn) sem við fáum fyrir auðlindina. Fyrir tíð þessarar ríkisstjórnar neitaði Landsvirkjun af einhverjum ástæðum að upplýsa almenning um orkuverð til stóriðju. Öll umræða um skynsemi stóriðjuframkvæmda var af þeim sökum út og suður. Þessu var strax breytt eftir að ný forysta tók við. Þá kom í ljós að Landsvirkjun hafði verið að selja orkuna með nokkuð ríflegum afslætti af einhverjum ástæðum. En nýr forstjóri hefur síðan lagt áherslu á að hverfa af þeirri braut. Og nú glittir í það að Landsvirkjun geti farið að greiða eiganda sínum arð. Það var mikið!" Það vekur athygli að í þessum stutta texta fer Jón rangt með í nánast öllum atriðum. 1. Jón segir að ríkisstjórnin hafi skipað nýjan forstjóra Landsvirkjunar. Það er að sjálfsögðu rangt, því að stjórn fyrirtækisins ræður forstjóra þess í samræmi við lög. Samkvæmt ráðningarsamningi var gert ráð fyrir því að ég léti af störfum í október 2008, en í kjölfar bankahrunsins fór Bryndís Hlöðversdóttir, formaður stjórnar, fram á það við mig að ég sinnti starfinu áfram til að senda lánardrottnum þau skýru skilaboð að engar breytingar yrðu á forystu fyrirtækisins, sem ávallt hefur staðið í skilum. Sumarið 2009 ákvað stjórn LV samhljóða að ráða Hörð Arnarson til fyrirtækisins og kom hann til starfa um haustið. Hafi ríkisstjórnin „skipað" forstjórann eins og Jón Steinsson heldur fram eru það nýjar fréttir, sem Jón þarf að skýra betur. 2. Það hefur ávallt verið stefna LV að fá sem hæst verð fyrir orku til orkufreks iðnaðar. Smám saman hefur orkuverð farið hækkandi til stóriðju. Það er eðlilegt vegna alþjóðlegrar verðþróunar og eins vegna þess að við endurnýjun orkusamninga geta iðjuverin greitt hærra verð eftir að hafa afskrifað verulegan hluta upphaflegs stofnkostnaðar. Stóru orkusamningarnir gera flestir ráð fyrir að orkuverðið breytist með álverði og LV ver sig síðan með framvirkum samningum. Nýjasti samningurinn við RTA er hins vegar bundinn bandarískri vísitölu sem dregur úr áhættu vegna mikilla sveiflna í álverði. Það er auðvitað alrangt „að LV hafði verið að selja orkuna með nokkrum afslætti af einhverjum ástæðum". Slíkar dylgjur hafa oft komið fram og jafnharðan verið hrundið. 3. Áratugum saman var hægt að lesa meðalverð á orku til orkufreks iðnaðar úr reikningum Landsvirkjunar. Hins vegar hefur fyrirtækið ekki birt opinberlega orkuverð einstakra orkusamninga, hvorki til erlendra né innlendra kaupenda, ef slíkt hefur verið trúnaðarmál. Sama gildir um samninga annarra íslenskra orkufyrirtækja og hefur þessi stefna ekkert breyst í tíð núverandi ríkisstjórnar þvert á það sem Jón segir í grein sinni. 4. Raforkusamningar við orkufrek fyrirtæki hafa ávallt verið kynntir fyrir eigendum Landsvirkjunar. Landsvirkjun hefur gert ítarlegar arðsemisgreiningar áður en ráðist hefur verið í umfangsmiklar fjárfestingar og notað til þess viðurkenndar aðferðir. Í nær öllum tilfellum hefur fyrirtækið síðan leitað til innlendra og erlendra ráðgjafa s.s. Sumitomo Bank, Ráðgjafar og efnahagsspár og Capacent til að leggja mat á niðurstöður útreikninga. Vegna ábyrgðar eigendanna hafa allar forsendur og útreikningar verið kynnt eigendum áður en ákvörðun hefur verið tekin um framkvæmdir og í ákveðnum tilvikum hafa þeir látið gera sínar eigin athuganir með aðstoð sérfræðinga. Það er því augljóst að umræða og ákvarðanir á vettvangi eigenda LV hafa byggt á vandaðri greiningu og góðum upplýsingum eins og vera ber. 5. Þótt eigendur LV hafi aldrei lagt fyrirtækinu til beina fjármuni hefur fyrirtækið greitt þeim arð að öllu jöfnu. Á árinu 2009 ákvað stjórn LV hins vegar í samráði við ríkisstjórnina (Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra) að ekki yrði greiddur arður vegna ársins 2008. Þetta var gert til að undirstrika að ríkisstjórnin ætlaði ekki að taka fé úr rekstri fyrirtækisins til eigin nota að sinni. Miklu skipti að lánasamningar fyrirtækisins héldu, en LV hefur ávallt staðið í skilum og nýtur trausts hjá lánardrottnum sínum. 6. Vegna hraðrar uppbyggingar á undanförnum árum er LV skuldsett fyrirtæki. Efnahagur fyrirtækisins er hins vegar afar traustur. Samkvæmt nýbirtu hálfsársuppgjöri eru hreinar eignir u.þ.b. 1.650 milljónir Bandaríkjadala, sem jafngildir 200 milljörðum íslenskra króna. Eiginfjárhlutfallið er 36%. Þessi sterka staða er til orðin vegna öflugrar fjármálastjórnar um langt skeið. Til viðbótar má minna á þá staðreynd að orkuverð til almennings og fyrirtækja er talsvert lægra en í nágrannalöndunum og njóta landsmenn góðs af því. Vegna mikils vaxtar Landsvirkjunar á undanförnum árum hafa eigendur skilið verulegan hluta arðsins eftir í fyrirtækinu. Þegar vaxtarskeiðinu lýkur getur fyrirtækið hins vegar greitt út mikinn arð til eigandans eins og allar spár sýna. 7. Það vekur sérstaka athygli að Jón Steinsson lætur undir höfuð leggjast að fjalla um afrek ríkisstjórnarinnar í því að skapa grundvöll fyrir auknum útflutningi með erlendri fjárfestingu í orkufrekum iðnaði, en til þess þarf að virkja. Fyrir liggja virkjunarkostir í neðanverðri Þjórsá. Öll sveitarfélög á svæðinu hafa samþykkt skipulag, sem gerir ráð fyrir þessum virkjunum og þær hafa allar farið í gegnum umhverfismat. Ríkið á nánast öll vatnsréttindi á svæðinu. Verkefnisstjórn um rammaáætlun gerði í tillögum sínum ráð fyrir þessum virkjunum í nýtingarflokki. Á síðari stigum greip ríkisstjórnin til þess bragðs að breyta fyrirliggjandi tillögu og færa þessar virkjanir í biðflokk. Þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar er því ekki í samræmi við niðurstöður rammaáætlunar. Með því hefur ríkisstjórninni tekist tvennt í senn: Annars vegar að leggja stein í götu Landsvirkjunar og uppbyggingar iðnaðar til útflutnings, en LV var stofnuð í þeim tilgangi að virkja til útflutnings. Hins vegar hefur ríkisstjórninni tekist að grafa undan þeirri vinnu sem staðið hefur yfir í meira en áratug og hafði að markmiði að skapa sátt á milli verndar og nýtingar. Þessa afstöðu verður einnig að skoða í ljósi þess að ríkisstjórnin lofaði á sínum tíma að ryðja úr vegi hindrunum fyrir uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Það er m.a. vegna slíkra vinnubragða sem fjarar undan fylgi við ríkisstjórnina.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar