Utanríkisráðherra á villigötum Ragnheiður Elín Árnadóttir skrifar 12. september 2012 06:00 Með venjulegan skammt af sjálfshóli í farteskinu stærir Össur Skarphéðinsson sig í aðsendri grein í Fréttablaðinu 11. september af snilli ríkisstjórnarinnar í baráttunni við atvinnuleysið í kreppunni. Átakið „Allir vinna“, þar sem ákveðið var að endurgreiða 100% virðisaukaskatt af vinnu iðnaðarmanna við viðhald bygginga, kallar hann „eitt allra snjallasta ráðið…til að skapa störf“ og „djarfa ákvörðun“ sem ríkisstjórnin tók alein, eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hvarf úr ríkisstjórn. Ég vil í upphafi fagna því að í fyrsta sinn í mjög langan tíma stígur forystumaður í Samfylkingunni fram sem virðist muna eftir því að Samfylkingin hafi verið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Hann segir það að vísu ekki beint, en hann lætur þó í það skína. Það er ákveðin framför. Skilaboð greinar ráðherrans eru hins vegar kostuleg og eiginlega ótrúlegt að hann skuli leggja í þennan leiðangur. Á sama tíma og tilvonandi fráfarandi fjármálaráðherra háir heilaga skattahækkunarbaráttu við ferðaþjónustuna með þeim rökum að lægra virðisaukaskattsþrepið sé ígildi ríkisstyrks, kemur utanríkisráðherrann og gumar af því „snjallræði“ að önnur atvinnugrein fái sína skatta endurgreidda. Hann lætur þess reyndar ógetið að endurgreiðsla þessi er ýmsum takmörkunum háð og mismunar iðnaðarmönnum með mjög grófum hætti. Ef málarinn t.d. málar handrið á staðnum má draga skattinn frá en ef handriðið er flutt á verkstæðið er fullur skattur á verkinu – svo lítið dæmi sé nefnt. En þarna er vinstri mönnum rétt lýst – þeir vilja með stjórnvaldsákvörðunum ákveða hverjir fá að vinna og hverjir ekki, hvort skurðurinn sé grafinn með skóflu eða gröfu. Að mínu mati eiga stjórnvöld að láta slíkar ákvarðanir eiga sig. Stóri lærdómurinn af átakinu „Allir vinna“ er að lægri skattar auka umsvif í þjóðfélaginu, hvetja til atvinnuuppbyggingar og hagvaxtar vegna þess að þá verður meira eftir í vasa einstaklinganna sjálfra. Þannig vinna allir – ekki bara sumir eins og utanríkisráðherrann virðist vera svo stoltur af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Með venjulegan skammt af sjálfshóli í farteskinu stærir Össur Skarphéðinsson sig í aðsendri grein í Fréttablaðinu 11. september af snilli ríkisstjórnarinnar í baráttunni við atvinnuleysið í kreppunni. Átakið „Allir vinna“, þar sem ákveðið var að endurgreiða 100% virðisaukaskatt af vinnu iðnaðarmanna við viðhald bygginga, kallar hann „eitt allra snjallasta ráðið…til að skapa störf“ og „djarfa ákvörðun“ sem ríkisstjórnin tók alein, eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hvarf úr ríkisstjórn. Ég vil í upphafi fagna því að í fyrsta sinn í mjög langan tíma stígur forystumaður í Samfylkingunni fram sem virðist muna eftir því að Samfylkingin hafi verið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Hann segir það að vísu ekki beint, en hann lætur þó í það skína. Það er ákveðin framför. Skilaboð greinar ráðherrans eru hins vegar kostuleg og eiginlega ótrúlegt að hann skuli leggja í þennan leiðangur. Á sama tíma og tilvonandi fráfarandi fjármálaráðherra háir heilaga skattahækkunarbaráttu við ferðaþjónustuna með þeim rökum að lægra virðisaukaskattsþrepið sé ígildi ríkisstyrks, kemur utanríkisráðherrann og gumar af því „snjallræði“ að önnur atvinnugrein fái sína skatta endurgreidda. Hann lætur þess reyndar ógetið að endurgreiðsla þessi er ýmsum takmörkunum háð og mismunar iðnaðarmönnum með mjög grófum hætti. Ef málarinn t.d. málar handrið á staðnum má draga skattinn frá en ef handriðið er flutt á verkstæðið er fullur skattur á verkinu – svo lítið dæmi sé nefnt. En þarna er vinstri mönnum rétt lýst – þeir vilja með stjórnvaldsákvörðunum ákveða hverjir fá að vinna og hverjir ekki, hvort skurðurinn sé grafinn með skóflu eða gröfu. Að mínu mati eiga stjórnvöld að láta slíkar ákvarðanir eiga sig. Stóri lærdómurinn af átakinu „Allir vinna“ er að lægri skattar auka umsvif í þjóðfélaginu, hvetja til atvinnuuppbyggingar og hagvaxtar vegna þess að þá verður meira eftir í vasa einstaklinganna sjálfra. Þannig vinna allir – ekki bara sumir eins og utanríkisráðherrann virðist vera svo stoltur af.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun