Fjarlægðin gerir fjöllin blá Eygló Harðardóttir skrifar 10. september 2012 06:00 Síðastliðinn fimmtudag skrifaði Jón Steinsson mikla lofræðu um ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur í Fréttablaðið. Jóni svíður að stjórnvöld skuli ekki njóta sannmælis meðal íslensks almennings og tínir til ýmis atriði sem hann telur henni til tekna. Vissulega er rétt hjá Jóni að ríkisstjórnin er ekki alslæm og ýmislegt hefur áunnist við að reisa landið úr rústum fjármálahrunsins. En heldur þótti mér sérkennilegt að telja til afreka tvö af stærstu mistökum stjórnarinnar. Í greininni hrósar Jón stjórnvöldum fyrir vel heppnaða einkavæðingu bankanna og að hafa ekki farið í almennar aðgerðir til hjálpar skuldugum heimilum. Einmitt í þessum tveimur atriðum greinir á milli stefnu stjórnvalda og þeirra leiða sem Framsóknarflokkurinn lagði til í kjölfar hrunsins. Við lögðum til að við uppgjör milli gömlu og nýju bankanna yrði svigrúmið sem þar myndaðist nýtt til að fara í almennar leiðréttingar á lánum heimila og fyrirtækja. Með því yrði tryggt að jafnt yrði látið yfir alla ganga og þeir sem varlega fóru fengju aðstoð, ekki síður en þeir sem spenntu bogann of hátt fyrir hrun. Tekið yrði tillit til hugsanlegs ólögmætis gengistryggingarinnar við uppgjörið og kröfuhafar látnir taka ábyrgð á óvarlegum lánveitingum til bankanna. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hunsaði þetta allt. Andlitslausum vogunarsjóðum voru afhentar skuldir heimilanna til innheimtu og aðgangsharka þeirra hefur skilað bönkunum 200 milljarða hagnaði frá hruni. Jón heldur því fram að tillögur Framsóknarmanna hefðu ?verðlaunað þá sem fóru sér að voða fjárhagslega á árunum fyrir hrun á kostnað þeirra sem fóru varlegar?. Staðreyndin er sú að það er einmitt það sem núverandi stjórnvöld hafa gert. Helstu úrlausnir á skuldavandanum hafa ekki komið frá ríkisstjórninni, heldur með þrautseigju einstaklinga fyrir dómstólum. Aðgerðir stjórnvalda hafa nánast verið eins og að spila í rússneskri rúllettu – hending ein hefur ráðið því hvort tegund láns, orðalag samninga, tímasetning eða veð hafa orðið til þess að fólk hafi fengið úrlausn sinna mála eða skilið eftir í skuldafjötrunum. Í aðgerðum stjórnvalda hefur ekki falist nein sanngirni, réttlæti eða jöfnuður. Afleiðingin er að aldrei hafa fleiri Íslendingar verið á vanskilaskrá og aldrei fleiri í vanskilum við Íbúðalánasjóð. Það er spurning hvort í orðum Jóns Steinssonar endurspeglist málshátturinn að fjarlægðin geri fjöllin blá og mennina mikla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Sjá meira
Síðastliðinn fimmtudag skrifaði Jón Steinsson mikla lofræðu um ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur í Fréttablaðið. Jóni svíður að stjórnvöld skuli ekki njóta sannmælis meðal íslensks almennings og tínir til ýmis atriði sem hann telur henni til tekna. Vissulega er rétt hjá Jóni að ríkisstjórnin er ekki alslæm og ýmislegt hefur áunnist við að reisa landið úr rústum fjármálahrunsins. En heldur þótti mér sérkennilegt að telja til afreka tvö af stærstu mistökum stjórnarinnar. Í greininni hrósar Jón stjórnvöldum fyrir vel heppnaða einkavæðingu bankanna og að hafa ekki farið í almennar aðgerðir til hjálpar skuldugum heimilum. Einmitt í þessum tveimur atriðum greinir á milli stefnu stjórnvalda og þeirra leiða sem Framsóknarflokkurinn lagði til í kjölfar hrunsins. Við lögðum til að við uppgjör milli gömlu og nýju bankanna yrði svigrúmið sem þar myndaðist nýtt til að fara í almennar leiðréttingar á lánum heimila og fyrirtækja. Með því yrði tryggt að jafnt yrði látið yfir alla ganga og þeir sem varlega fóru fengju aðstoð, ekki síður en þeir sem spenntu bogann of hátt fyrir hrun. Tekið yrði tillit til hugsanlegs ólögmætis gengistryggingarinnar við uppgjörið og kröfuhafar látnir taka ábyrgð á óvarlegum lánveitingum til bankanna. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hunsaði þetta allt. Andlitslausum vogunarsjóðum voru afhentar skuldir heimilanna til innheimtu og aðgangsharka þeirra hefur skilað bönkunum 200 milljarða hagnaði frá hruni. Jón heldur því fram að tillögur Framsóknarmanna hefðu ?verðlaunað þá sem fóru sér að voða fjárhagslega á árunum fyrir hrun á kostnað þeirra sem fóru varlegar?. Staðreyndin er sú að það er einmitt það sem núverandi stjórnvöld hafa gert. Helstu úrlausnir á skuldavandanum hafa ekki komið frá ríkisstjórninni, heldur með þrautseigju einstaklinga fyrir dómstólum. Aðgerðir stjórnvalda hafa nánast verið eins og að spila í rússneskri rúllettu – hending ein hefur ráðið því hvort tegund láns, orðalag samninga, tímasetning eða veð hafa orðið til þess að fólk hafi fengið úrlausn sinna mála eða skilið eftir í skuldafjötrunum. Í aðgerðum stjórnvalda hefur ekki falist nein sanngirni, réttlæti eða jöfnuður. Afleiðingin er að aldrei hafa fleiri Íslendingar verið á vanskilaskrá og aldrei fleiri í vanskilum við Íbúðalánasjóð. Það er spurning hvort í orðum Jóns Steinssonar endurspeglist málshátturinn að fjarlægðin geri fjöllin blá og mennina mikla.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar