Fjarlægðin gerir fjöllin blá Eygló Harðardóttir skrifar 10. september 2012 06:00 Síðastliðinn fimmtudag skrifaði Jón Steinsson mikla lofræðu um ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur í Fréttablaðið. Jóni svíður að stjórnvöld skuli ekki njóta sannmælis meðal íslensks almennings og tínir til ýmis atriði sem hann telur henni til tekna. Vissulega er rétt hjá Jóni að ríkisstjórnin er ekki alslæm og ýmislegt hefur áunnist við að reisa landið úr rústum fjármálahrunsins. En heldur þótti mér sérkennilegt að telja til afreka tvö af stærstu mistökum stjórnarinnar. Í greininni hrósar Jón stjórnvöldum fyrir vel heppnaða einkavæðingu bankanna og að hafa ekki farið í almennar aðgerðir til hjálpar skuldugum heimilum. Einmitt í þessum tveimur atriðum greinir á milli stefnu stjórnvalda og þeirra leiða sem Framsóknarflokkurinn lagði til í kjölfar hrunsins. Við lögðum til að við uppgjör milli gömlu og nýju bankanna yrði svigrúmið sem þar myndaðist nýtt til að fara í almennar leiðréttingar á lánum heimila og fyrirtækja. Með því yrði tryggt að jafnt yrði látið yfir alla ganga og þeir sem varlega fóru fengju aðstoð, ekki síður en þeir sem spenntu bogann of hátt fyrir hrun. Tekið yrði tillit til hugsanlegs ólögmætis gengistryggingarinnar við uppgjörið og kröfuhafar látnir taka ábyrgð á óvarlegum lánveitingum til bankanna. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hunsaði þetta allt. Andlitslausum vogunarsjóðum voru afhentar skuldir heimilanna til innheimtu og aðgangsharka þeirra hefur skilað bönkunum 200 milljarða hagnaði frá hruni. Jón heldur því fram að tillögur Framsóknarmanna hefðu ?verðlaunað þá sem fóru sér að voða fjárhagslega á árunum fyrir hrun á kostnað þeirra sem fóru varlegar?. Staðreyndin er sú að það er einmitt það sem núverandi stjórnvöld hafa gert. Helstu úrlausnir á skuldavandanum hafa ekki komið frá ríkisstjórninni, heldur með þrautseigju einstaklinga fyrir dómstólum. Aðgerðir stjórnvalda hafa nánast verið eins og að spila í rússneskri rúllettu – hending ein hefur ráðið því hvort tegund láns, orðalag samninga, tímasetning eða veð hafa orðið til þess að fólk hafi fengið úrlausn sinna mála eða skilið eftir í skuldafjötrunum. Í aðgerðum stjórnvalda hefur ekki falist nein sanngirni, réttlæti eða jöfnuður. Afleiðingin er að aldrei hafa fleiri Íslendingar verið á vanskilaskrá og aldrei fleiri í vanskilum við Íbúðalánasjóð. Það er spurning hvort í orðum Jóns Steinssonar endurspeglist málshátturinn að fjarlægðin geri fjöllin blá og mennina mikla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn fimmtudag skrifaði Jón Steinsson mikla lofræðu um ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur í Fréttablaðið. Jóni svíður að stjórnvöld skuli ekki njóta sannmælis meðal íslensks almennings og tínir til ýmis atriði sem hann telur henni til tekna. Vissulega er rétt hjá Jóni að ríkisstjórnin er ekki alslæm og ýmislegt hefur áunnist við að reisa landið úr rústum fjármálahrunsins. En heldur þótti mér sérkennilegt að telja til afreka tvö af stærstu mistökum stjórnarinnar. Í greininni hrósar Jón stjórnvöldum fyrir vel heppnaða einkavæðingu bankanna og að hafa ekki farið í almennar aðgerðir til hjálpar skuldugum heimilum. Einmitt í þessum tveimur atriðum greinir á milli stefnu stjórnvalda og þeirra leiða sem Framsóknarflokkurinn lagði til í kjölfar hrunsins. Við lögðum til að við uppgjör milli gömlu og nýju bankanna yrði svigrúmið sem þar myndaðist nýtt til að fara í almennar leiðréttingar á lánum heimila og fyrirtækja. Með því yrði tryggt að jafnt yrði látið yfir alla ganga og þeir sem varlega fóru fengju aðstoð, ekki síður en þeir sem spenntu bogann of hátt fyrir hrun. Tekið yrði tillit til hugsanlegs ólögmætis gengistryggingarinnar við uppgjörið og kröfuhafar látnir taka ábyrgð á óvarlegum lánveitingum til bankanna. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hunsaði þetta allt. Andlitslausum vogunarsjóðum voru afhentar skuldir heimilanna til innheimtu og aðgangsharka þeirra hefur skilað bönkunum 200 milljarða hagnaði frá hruni. Jón heldur því fram að tillögur Framsóknarmanna hefðu ?verðlaunað þá sem fóru sér að voða fjárhagslega á árunum fyrir hrun á kostnað þeirra sem fóru varlegar?. Staðreyndin er sú að það er einmitt það sem núverandi stjórnvöld hafa gert. Helstu úrlausnir á skuldavandanum hafa ekki komið frá ríkisstjórninni, heldur með þrautseigju einstaklinga fyrir dómstólum. Aðgerðir stjórnvalda hafa nánast verið eins og að spila í rússneskri rúllettu – hending ein hefur ráðið því hvort tegund láns, orðalag samninga, tímasetning eða veð hafa orðið til þess að fólk hafi fengið úrlausn sinna mála eða skilið eftir í skuldafjötrunum. Í aðgerðum stjórnvalda hefur ekki falist nein sanngirni, réttlæti eða jöfnuður. Afleiðingin er að aldrei hafa fleiri Íslendingar verið á vanskilaskrá og aldrei fleiri í vanskilum við Íbúðalánasjóð. Það er spurning hvort í orðum Jóns Steinssonar endurspeglist málshátturinn að fjarlægðin geri fjöllin blá og mennina mikla.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar