Lífið

Lengi hrifin af West

Kim Kardashian segist lengi hafa verið hrifin af Kanye West.
nordicphotos/getty
Kim Kardashian segist lengi hafa verið hrifin af Kanye West. nordicphotos/getty
Kim Kardashian ræddi samband sitt og Kanye West við spjallþáttadrottninguna Opruh Winfrey fyrir stuttu og sagði sambandið hafa komið henni mikið á óvart.

„Við kynntumst fyrst fyrir tíu árum síðan og höfum því þekkst í langan tíma. Ég veit ekki af hverju það tók okkur svo langan tíma að ná saman, ég held að hrifningin hafi ávallt verið til staðar en að tímasetningin hafi ekki hentað fyrr en nú,“ sagði raunveruleikastjarnan um samband sitt og rapparans.

Kardashian vildi þó ekki tjá sig um það hvort þau ætluðu að hefja búskap saman strax. „Það að hann skuli vera í lífi mínu segir nóg um samband okkar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.