Erlent

Flóðhesturinn Solly drapst

Dýralæknir sést hér stýra brottflutningi Solly úr sundlauginni. Dauði hans olli sorg í Suður-Afríku.
Dýralæknir sést hér stýra brottflutningi Solly úr sundlauginni. Dauði hans olli sorg í Suður-Afríku. Fréttablaðið/AP
Flóðhesturinn Solly, sem hafði setið fastur í sundlaug í Limpopo í Suður-Afríku í þrjá daga, drapst í gær áður en björgunarsveitir gátu náð honum upp úr.

Solly, sem var fjögurra vetra karldýr, hafði rambað út í sundlaugina á þriðjudag eftir að hafa verið hrakinn frá hjörð sinni. Þó flóðhestar séu syndir komst hann ekki aftur upp á bakkann. Þrautir hans vöktu mikla athygli og var meðal annars sjónvarpað frá lauginni.

Þrátt fyrir að mikið hefði verið lagt í björgunaraðgerðir, örmagnaðist Solly sem var hífður líflaus upp úr lauginni.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×