Um nýja byggingarreglugerð og ljóð Pétur Örn Björnsson skrifar 23. ágúst 2012 06:00 Nú skal ég segja það hreint og beint, svo allir muni fyrr en síðar heyra, að það var hér áður fyrr ætíð von fyrir lítinn og sjálfstæðan arkitekt að fá til sín verkefni, eins og önnur einyrkja- og smáfyrirtæki, einungis vegna góðs faglegs orðspors, en með tilkomu EES samningsins hefur allt hægt og bítandi orðið verra, enda markvisst verið að drepa hina litlu og smáu á okkar dvergvaxna innanlandsmarkaði. Og nú er embættismanna bíró-teknó-krata-stóðið að uppkokka aðlagaða ESB byggingarreglugerð andskotans. Þar vantar ekki fínu orðin „sjálfbærni“, „vistvænt“, en af hverju í helvítinu fer þetta lið þá ekki í alvöru torfkofa? Nei, það dettur þessu flórstóði ekki í hug. Það röflar um BREEAM og DIN og guð má vita hvað, en megintilgangurinn er alltaf sá sami að efla gróða eftirlitsiðnaðarins, hins ósjálfbærasta og óvistvænasta af öllu og stór-verkfræðinga-graddar fá sér vottunarleyfi og græða á því og bankarnir græða á hækkandi byggingarkostnaði og allir græða … nema hinn sauðsvarti almenningur og þá … meine damen und herren … fer ríkið að lokum á hausinn. Comprendez? Á vorum tímum er mest öll hin volaða arkitektastétt í lamasessi og kvíðakasti yfir nýrri byggingarreglugerð forræðishyggjumeistaranna, sem engum treysta til góðra verka, en gáiði að því … ergo sum, þá treysta færri og færri boðvaldi þeirra að ofan, enda eru þetta bara venjulegir sjálfskammtandi kerfisliðar, en alls engir guðir, ef grannt er skoðað. Það ætti öllu fólki með móavit og þúfna að vera augljóst. Þegar gagnkvæmt traust ríkir ekki, þá dugar boðvaldið einungis til að níða skóinn undan samborgurunum. Það er svo klætt í búning fagurra orða. Það er í nafni heilagleika bírókratanna kallað „nýja“ Ísland en er hræsnisfyllsta útgáfa af „gamla“ Íslandi sem hægt er að ímynda sér, sjálf múmínútgáfa skinhelginnar. En menn spyrja nú hver annan í hljóðum … hefurðu lesið óskapnaðinn? … Og svörin eru flest þau sömu, nei ekki enn, því menn bíða leiðbeiningarrita við leiðbeiningarritin um reglugerðina ógnarlöngu, sem líkist nú helst orðið ályktunum kaþólskra kirkjuskipana páfans á miðöldum, enda virðist nú stefnt að viðlíka ofur-veldi yfir-bírókrata. Þeir nota boðvald sitt til að reyna að drepa alla lifandi grósku hinna mörgu og smáu. Eigum við þá bara að beygja okkur í duftið og leggjast flatir fyrir ofur-veldi yfir-bírókratanna, sjálfs embættismanna aðalsins, sem bera sjálfir aldrei ábyrgð á einu né neinu af þeirra eigin aumkunarverðu verkum? Nei fjandakornið. Fremur vil ég þá aumur spyrja þess hvort við eigum ekki að mótmæla líkt og Lúther forðum og negla eitt stykki mótmælabréf, sem aumir þrælar, á öll bænhús hins ósjálfbærasta af öllum ósjálfbærum valdhroka eftirlitsiðnaði seinni tíma? Mál er að linni. Þjóðin fái að segja sitt um ESB aðlögunina – í síðasta lagi fyrir jólin 2012. Við vitum það öll, að þetta helvíti gengur ekki lengur og við hæfi að enda þetta greinarkorn með ljóði Davíðs Stefánssonar, skáldsins frá Fagraskógi: Það teygir sig vítt yfir bygðir og borg og bólgnar af skipulagshroka, en geigvænt er loftið af gjaldeyrissorg og grátt eins og Lundúnaþoka. En borgarinn fálmar sig bugaður inn og biður um rétt til að lifa, svo þjónninn, sem hímdi með hönd undir kinn, má hamast að reikna og skrifa. En þarna fær borgarinn skjal eftir skjal, sem skráð er gegn réttlátri borgun, og honum er vísað sal úr sal og sagt – að koma á morgun, og svona gengur það ár eftir ár, því altaf er nóg að skrifa, og altaf fær borgarinn skipulagsskrár og skilríki fyrir að lifa. Það lætur víst nærri, að þriðji -nú orðið annar- hver þegn sé þjónn eða skrifstofugreifi, en flestum er starfið þó mikið um megn og margur fær siglingaleyfi. En borgarinn snýst þarna hring eftir hring og hlýðir í orði og verki, og loks þegar alt er þar komið í kring er klínt á hann – stimpilmerki. Að stofnunin eflist hvern einasta dag mun afkoma þegnanna sanna, og auðvitað reikna þeir ríkinu í hag sem ráðstafa lífi manna. En varla mun borgarinn blessa þau tákn, né bætur þeim skriftlærðu mæla, sem vilja að alt þetta blekiðjubákn sé bænahús – krjúpandi þræla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Nú skal ég segja það hreint og beint, svo allir muni fyrr en síðar heyra, að það var hér áður fyrr ætíð von fyrir lítinn og sjálfstæðan arkitekt að fá til sín verkefni, eins og önnur einyrkja- og smáfyrirtæki, einungis vegna góðs faglegs orðspors, en með tilkomu EES samningsins hefur allt hægt og bítandi orðið verra, enda markvisst verið að drepa hina litlu og smáu á okkar dvergvaxna innanlandsmarkaði. Og nú er embættismanna bíró-teknó-krata-stóðið að uppkokka aðlagaða ESB byggingarreglugerð andskotans. Þar vantar ekki fínu orðin „sjálfbærni“, „vistvænt“, en af hverju í helvítinu fer þetta lið þá ekki í alvöru torfkofa? Nei, það dettur þessu flórstóði ekki í hug. Það röflar um BREEAM og DIN og guð má vita hvað, en megintilgangurinn er alltaf sá sami að efla gróða eftirlitsiðnaðarins, hins ósjálfbærasta og óvistvænasta af öllu og stór-verkfræðinga-graddar fá sér vottunarleyfi og græða á því og bankarnir græða á hækkandi byggingarkostnaði og allir græða … nema hinn sauðsvarti almenningur og þá … meine damen und herren … fer ríkið að lokum á hausinn. Comprendez? Á vorum tímum er mest öll hin volaða arkitektastétt í lamasessi og kvíðakasti yfir nýrri byggingarreglugerð forræðishyggjumeistaranna, sem engum treysta til góðra verka, en gáiði að því … ergo sum, þá treysta færri og færri boðvaldi þeirra að ofan, enda eru þetta bara venjulegir sjálfskammtandi kerfisliðar, en alls engir guðir, ef grannt er skoðað. Það ætti öllu fólki með móavit og þúfna að vera augljóst. Þegar gagnkvæmt traust ríkir ekki, þá dugar boðvaldið einungis til að níða skóinn undan samborgurunum. Það er svo klætt í búning fagurra orða. Það er í nafni heilagleika bírókratanna kallað „nýja“ Ísland en er hræsnisfyllsta útgáfa af „gamla“ Íslandi sem hægt er að ímynda sér, sjálf múmínútgáfa skinhelginnar. En menn spyrja nú hver annan í hljóðum … hefurðu lesið óskapnaðinn? … Og svörin eru flest þau sömu, nei ekki enn, því menn bíða leiðbeiningarrita við leiðbeiningarritin um reglugerðina ógnarlöngu, sem líkist nú helst orðið ályktunum kaþólskra kirkjuskipana páfans á miðöldum, enda virðist nú stefnt að viðlíka ofur-veldi yfir-bírókrata. Þeir nota boðvald sitt til að reyna að drepa alla lifandi grósku hinna mörgu og smáu. Eigum við þá bara að beygja okkur í duftið og leggjast flatir fyrir ofur-veldi yfir-bírókratanna, sjálfs embættismanna aðalsins, sem bera sjálfir aldrei ábyrgð á einu né neinu af þeirra eigin aumkunarverðu verkum? Nei fjandakornið. Fremur vil ég þá aumur spyrja þess hvort við eigum ekki að mótmæla líkt og Lúther forðum og negla eitt stykki mótmælabréf, sem aumir þrælar, á öll bænhús hins ósjálfbærasta af öllum ósjálfbærum valdhroka eftirlitsiðnaði seinni tíma? Mál er að linni. Þjóðin fái að segja sitt um ESB aðlögunina – í síðasta lagi fyrir jólin 2012. Við vitum það öll, að þetta helvíti gengur ekki lengur og við hæfi að enda þetta greinarkorn með ljóði Davíðs Stefánssonar, skáldsins frá Fagraskógi: Það teygir sig vítt yfir bygðir og borg og bólgnar af skipulagshroka, en geigvænt er loftið af gjaldeyrissorg og grátt eins og Lundúnaþoka. En borgarinn fálmar sig bugaður inn og biður um rétt til að lifa, svo þjónninn, sem hímdi með hönd undir kinn, má hamast að reikna og skrifa. En þarna fær borgarinn skjal eftir skjal, sem skráð er gegn réttlátri borgun, og honum er vísað sal úr sal og sagt – að koma á morgun, og svona gengur það ár eftir ár, því altaf er nóg að skrifa, og altaf fær borgarinn skipulagsskrár og skilríki fyrir að lifa. Það lætur víst nærri, að þriðji -nú orðið annar- hver þegn sé þjónn eða skrifstofugreifi, en flestum er starfið þó mikið um megn og margur fær siglingaleyfi. En borgarinn snýst þarna hring eftir hring og hlýðir í orði og verki, og loks þegar alt er þar komið í kring er klínt á hann – stimpilmerki. Að stofnunin eflist hvern einasta dag mun afkoma þegnanna sanna, og auðvitað reikna þeir ríkinu í hag sem ráðstafa lífi manna. En varla mun borgarinn blessa þau tákn, né bætur þeim skriftlærðu mæla, sem vilja að alt þetta blekiðjubákn sé bænahús – krjúpandi þræla.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar