Lífið

Kærð fyrir að styðja samkynhneigða

Madonna hefur verið kærð fyrir að auglýsa samkynhneigð fyrir fólki undir lögaldri.
Madonna hefur verið kærð fyrir að auglýsa samkynhneigð fyrir fólki undir lögaldri. Nordicphotos/gettyimages
Madonna hefur verið kærð af níu aðgerðasinnum í Rússlandi. Þeir krefjast þess að hún greiði 10,5 milljónir dollara fyrir að hafa lýst yfir stuðningi sínum við réttindi samkynhneigðra á tónleikum í Sankti Pétursborg í Rússlandi á dögunum.

Í Rússlandi voru lög samþykkt í febrúar sem banna fólki að auglýsa samkynhneigð fyrir fólki undir lögaldri en á tónleikunum voru börn frá tólf ára aldri. Bleikum armböndum var dreift á tónleikunum og var fólk látið lyfta höndum með þeim í sameiningu fyrir réttindum samkynhneigðra.

Alexander Pochuyev, lögfræðingur hópsins, gaf út tilkynningu til varnar skjólstæðingum sínum. „Það er enginn að brenna neinn á báli eða að framkvæma nákvæma rannsókn. Nútíma þjóðfélög krefjast umburðarlyndis og virðingar fyrir ólíkum gildum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.